Árið gert upp

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Árið gert upp

Post by gm- »

Ákvað að taka saman hvaða bjóra ég hafði bruggaði 2013. Væri mjög gaman að fá svipaðar samantektir frá öðrum bruggurum hérna.

Samtals bruggaði ég 28 mismunandi bjóra, og suma oftar en 1x, svo í heildina voru þetta 31 lagnir, flestar 20 lítra, en nokkrar 30 lítra parti gyle lagnir.

Alls voru þetta því um 580 lítrar af bjór :drunk:

Hér er listinn (og smá komment við hvern og einn):

Amerískur IPA, fínn einfaldur IPA. Geri hann aftur við tækifæri
ESB, alveg þokkalegur bjór. Gerði samt þau mistök að ég notaði óvart cascade í stað fuggles, og því var hann meira eins og APA með karamellu.
Kölsch, frábær og frískandi sumar bjór
Belgískur hveitbjór, frískandi sumar bjór
Belgískur hveitibjór með gæsaberjum. Var verulega súr, en varð skárri með tímanum. Mun nota minna af berjum næst.
Altbier, fílaði þennan engan veginn, ekki minn stíll. Gaf hann að mestu.
Black IPA, frábær, er kominn á brugglistann minn fyrir 2014
IIPA, sennilega besti bjór sem ég gerði 2013, er á dagskrá á næstunni. Algjört humlanammi.
Maple rye öl, frábær bjór sem var búinn til með hlynsafa í stað vatns. 7% með smá viskíundirtónum og ríku karamellubragði. Fékk 39 stig í BJCP keppni.
Þara pale ale, mjög mikil tilraunamennska. Þarinn og saltið var yfirgnæfandi, sendi hann uppá gamnið í BJCP keppni þar sem hann skoraði mjög illa, fékk bara 21 stig :p
Birkirjómaöl, talsverð tilraunamennska, birkisafi notaður í stað vatns, og slatti af birkigreinum soðnar í virtinum. Kom út rosalega þurr (fg 1.006), og er því dáldið erfiður.
Parti gyle Amarillo APA og amerískt byggvín. Amarillo APAinn var frábær, og byggvínið er að verða ansi gott núna eftir rúmlega 8 mánuði í flöskum, frábært að fá sér smá í glas eftir mat.
Good beer for people who like bad beer, endaði á að gera þennan 4x. Nauðsynlegur í partíið, bolurinn elskar þennan, og lætur þá góða bjórinn minn vera.
Parti gyle Breskur IIPA og ordinary bitter #1. Bresku humlarnir pössuðu ekki alveg jafn vel við IIPA stílinn og þeir amerísku, og var því þessi bjór dáldið erfiður í drykkju. Bitterinn var þokkalegur, en ekki meira en það.
Vor Saison, yndislegur bjór, verður gerður aftur fyrir næsta sumar, en þá aðeins áfengisminni. Var hættulega góður miðað við 7% ABV.
India Red Ale, fínn bjór, vel humlaður með amerískum humlum og lyktin var nánast eins og af appelsínusafa. Kláraðist á einni helgi í útilegu.
Ordinary bitter #2, la la, ekkert spes. Gaf hann að mestu til vina
Ordinary bitter #3, hræðilegur, endaði í niðurfallinu
Ordinary bitter #4, loks tókst mér að fínpússa uppskriftina og útkoman var einn af mínum uppáhaldsbjórum. Bruggaði hann því 2x í ár. Frábært að hafa 3.5% bjór á krana.
Belgian Blonde, fínn bjór í anda Leffe
Belgian IPA, mjög áhugaverður, en er ekki alveg að fíla hvernig styrian goldings og cascade blandast saman. Mikill kryddkeimur af styrian og belgíska gerinu.
Nugget harvest ale, var að fara á kút, dómur kemur á næstu dögum.
Amarillo/Citra IPA, var að fara á kút, dómur kemur á næstu dögum.
Legacy/Ultra APA, í gerjun
Lobster pale ale, hápunktur tilraunamennskunar, humarbjór. Humarinn var ansi sterkur, sérstaklega í lykt og eftirbragði. Silkimjúk áferð og mikið eftirbragð gerði hann erfiðann :)
Hawaiian pale ale, skemmtilegur og hressandi bjór. Vel humlaður APA með ananas. Ananasinn kom ekki sterkt í gegn, en var þó til staðar.

Næstu bjórar á dagskrá eru svo hefeweizen fyrir bruggkeppni og írskur rauður fyrir st. patricks day.

:skal:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Árið gert upp

Post by helgibelgi »

Þetta er myndarlegur listi hjá þér. Að brugga 31 sinnum er hrein geggjun (af góðu tagi).

Ég á eftir að telja saman hjá mér nákvæmlega en næ aðeins upp í um 20 lagnir og margar hverjar eru 16 lítra á hellunni inni.

Áramótaheitið 2014 er klárlega að bæta þessa tölu, en tölur eru svo sem ekki það sem skiptir þó máli heldur gæðin :beer:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Árið gert upp

Post by hrafnkell »

úff, bókhaldið hjá þér er ansi gott! Mitt er ekki alveg á sama kaliberi allavega. Ég hef sennilega náð að gera amk 480 lítra af bjór - Ein lögn í mánuði, 40 lítrar hver. Allnokkrir IPA, en einnig bruggaði ég um 5 lagnir, 200 lítra fyrir brúðkaup og 2x afmælisveislur vina og vandamanna. Á eftir að koma í ljós hvort ég geri það aftur því það var einhvernvegin "erfiðara" að brugga bjór sem maður veit að maður drekkur minnst af sjálfur :)

Ég var nokkuð duglegur í tilraunamennskunni á árinu, prófaði að gera 2 lagnir af eplavíni, ein af eplamiði/cyser, ein sítrónuvínslögn (skeeter pee) og eitthvað fleira. Það stendur til að gera meira af því.

Ég reyni klárlega að koma þessari tölu ofar á nýja árinu, t.d. stendur til í að gera suðurhvelshumlunum galaxy og nelson sauvin góð skil á næstu vikum.

Það sem mig langar að gera á árinu:
* Meiri mjöð
* IPA. Ég *verð* að eiga IPA. alltaf.
* Barleywine
* Russian Imperial Stout
* Eitthvað súrt.
* Prófa einn tvo nýja stíla, t.d. wee heavy eða eitthvað sem ég hef ekki bruggað áður.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Árið gert upp

Post by Classic »

Bruggbókhald þarf ekki að vera flókið. Eitt Excelskjal kemur manni langleiðina. ABV reiturinn inniheldur líka formúluna fyrir áfengismagn út frá OG og FG, og sparar manni svona eins og þrjá músarsmelli í leiðinni =)
Allt týpískar startpakkalagnir, sitt hvorum megin við 20 lítrana eftir því hvað kornið drakk í sig og hvort soðið var í klukkutíma eða einnoghálfan.

Code: Select all

                       Bruggdagur OG	   Átöppun    FG      ABV     Hvað er
Eplavín                20.12.12   1,054   28.03.13   1,002   6,83%
Eiríkur rauði          10.01.13   1,064   29.01.13   1,016   6,30%   IPA í dekkri kantinum
Dömufrí                17.01.13   1,050   29.01.13   1,012   4,99%   APA í ljósari kantinum
Lopahúfan              08.02.13   1,056   08.03.13   1,020   4,73%   Lattestout   
Cabernet Sauvignon     06.03.13   1,087   TBA		
Fimmta stjarnan        09.03.13   1,049   25.03.13   1,012   4,86%   American Brown fyrir fótboltasumarið
Apaspil                26.03.13   1,048   12.04.13   1,010   4,99%   APA
Silfurbakur            23.04.13   1,070   19.05.13   1,015   7,22%   IPA
Heimski Hans           15.05.13   1,052   25.05.13   1,009   5,64%   Blonde
Conquistador           20.05.13   1,077   06.06.13   1,014   8,27%   DIPA - Pale/Columbus SMASH
Brúður Frankensteins   28.05.13   1,047   19.06.13   1,010   4,86%   Ljós APA, humlalagerhreinsun
Apabróðir              27.06.13   1,055   14.07.13   1,012   5,64%   "Landamærabjór" milli APA og IPA
Fimmta stjarnan        29.06.13   1,049   16.07.13   1,015   4,46%   American Brown fyrir seinni hluta fótboltasumarsins
Anakin Geimgengill     16.07.13   1,051   03.09.13   1,015   4,73%   Porter, "starter" fyrir Svarthöfða
Svarthöfði             20.07.13   1,092   05.09.13   1,026   8,66%   Imperial Stout
Vídalín                07.09.13   1,062   01.10.13   1,012   6,56%   Weizenbock - Vitus clone
Tortímandinn           10.09.13   1,083   14.10.13   1,014   9,06%   Tripel
Pamela                 18.10.13   1,051   03.11.13   1,008   5,64%   American Blonde - Pilsner/Cascade SMASH
Pongo                  04.11.13   1,070   07.12.13   1,015   7,22%   IPA - Silfurbakur með öðrum humlum
Framtíðarhorfur fyrir 2014:
Talsvert verður heilsað upp á gamla kunningja frá 2012 og 13 framan af ári, Eiríkur rauði fær t.d. annan séns, Svarthöfði líka (og þá að sjálfsögðu Anakin á undan honum), sem og reykbjór og Hobgoblin clone frá fyrri tíð. Silfurbakur er líka ansi líklegur að poppa upp kollinum á nýjan leik, enda með mínum betri.
Ef og þegar mér tekst að gera 10% áfengan Svarthöfða er stefnan sett á að reyna við enn sterkara barleywine fljótlega á eftir, trúlega líka með starterbjór.
Fimmta stjarnan þarf að vera klár í maí, sem og eitthvað þýskættað í júní, því ekki horfir maður allsgáður á fótbolta.
Svo er ákveðið markmið, svipað og hjá Hrafnkeli, að reyna að komast nær því að eiga alltaf IPA. Væri ekki verra að prófa einhverja nýja og spennandi humla í leiðinni, eða jafnvel reyna að brjóta stílinn aðeins inn á milli.
Þegar rauðvínið fer loks á flöskur er stefnt á að koma hvítu undir.
Spurning hvort 2014 verði loksins árið þar sem Klassiker kemur með jólabjór..?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Árið gert upp

Post by bergrisi »

Frábær samantekt. Ég renndi yfir þráðinn minn "Bergrisabrugg 2013" og held að ég hafi sett allt þar inn. Mér telst til að ég hafi gert 22 bjóra og yfirleitt fengið 20-24 lítra svo þetta er eitthvað um 450 lítrar. Hef líklegast sett á 1350 flöskur. Hérna er listinn.

1. Russian Imberial Stout - jólabjór - kanilsprengja sem ég er enn að drekka.
2. Skoti – 9% - ekkert eftirminnilegur.
3. Mildur skoti - ekkert eftirminnilegur.
4. Ipa Chinnok – humlahelvíti. Marg þurrhumlaði þennan. Var algjör sprengja.
5. Skoti – með geri úr Surt. ekkert eftirminnilegur.
6. Oktoberfest/Märzen góður
7. California common - mjög góður og var gerður aftur.
8. ESB – bitter - var gerður aftur en með öðru geri.
9. Munich lager - góður
10. English strong ale - bragðmikill, verður ekki gerður aftur
11. Skotaklúður III ekkert eftirminnilegur.
12. Dunkelweizen - Mikið bananabragð. Fílaði fyrstu 30 og fékk svo leið.
13. Sumar fjör ekkert eftirminnilegur.
14. Munich american ALe ekkert eftirminnilegur.
15. Carlsberg Clone, virkilega tær og fallegur en bragðlítill. Frétti að ljósmyndari Fréttatímans hefði fílað þennan.
16. Choco - kakónibbur lágu í vodka. Tókst mjög vel og fleiri tilraunir hafnar.
17. Smokey - var góður en mun breyta honum eitthvað.
18. Russian Imperial Stout II - Mikill bjór en freyðir lítið.
19. Strumpur - Party gale tilraun - nenni örugglega ekki að gera aftur.
20. American Ale eykar kubbar - spara kubbana ef þeir verða notaðir aftur.
21. California common II - Fyrsti bjór sem ég gerði aftur. - tókst mjög vel.
22. ESB II - bjór númer tvö sem ég gerði aftur. - virkilega vel heppnaður.

Þetta held ég að sé nokkuð rétt.

Markmið næsta árs er að gera fleiri tilraunir með stout. Annars eins og ég hef sagt þá er ég með bjórathyglisbrest og veit ekkert hvað ég geri svo í næsta mánuði.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árið gert upp

Post by æpíei »

Ég gerð all-nokkra bjóra þetta árið. Ég ætla ekki að telja þá alla upp, tipla á þeim eftirminnilegustu.

Hvítserkur var hvítur IPA, gerjaður með W3463 Forbidden Fruit. Ég var mjög ánægður með hann og hann fékk fínar viðtökur hjá mörgum sem smökkuðu. Setti hann í síðustu keppni Fágunar en hann hlaut ekki náð hjá dómnefndinni. Þetta er eini bjórinn sem ég gerði tvisvar. Í síðara skiptið var hann ekki eins vel heppnaðu, en góður samt.

Sumpartinn Sérstakur (sjá uppskrift á Fágun) var vel humlaður Pale Ale byggður á Little Sumpin Sumpin frá Lagunitas. Þessi var mjög vel heppnaður og langar mig að gera hann aftur við tækifæri.

Lukku Láki Imperial Stout (sjá uppskrift á Fágun) hefur fengið mjög góðar viðtökur. Lagði hann í eikarkubba og hefur hann silkimjúkt bragð og er alltaf að batna.

Hágnipa var léttur wit bjór. Hefði passað akkúrat fyrir sumarið, þ.e.a.s. hefði það komið sl ár :)

Grái Jarlinn IPA (sjá uppskrift á Fágun) var IPA með guava þykkni, Earl Grey tei og Nelson Sauvin humlum. Þessi féll vel í kramið hjá óreyndari bjórdrykkjufólki, sem gat horft framhjá vel humluðum bjór og notið góða bragðsins af guavaninu. Langar að gera þennan aftur.

Mörsporður Vanillu porter, byggður á Brew Dog Alice Porter. Mér fannst þessi góður og silkimjúkur. Hann er enn að batna.

Jón Pönkari, byggður á Brew Dog Punk IPA. Þessi var óvenjulega humlaður, þ.e. eingöngu í first wort, og svo í 30 mínútur við 62 gráður í kælingu, auk þurrhumlunar. Mjög skemmtilegur bjór og vel drekkandi.

Sumarrumba (sem þýðir hret að sumri, mjög viðeigandi nafn fyrir íslenskan sumarbjór árið 2013) er belgískur Saison, með Wyeast geri. Gerjaður við 27 gráður í tæpar 3 vikur. Kom mjög vel út og er ennþá ljúfur. Síðasti bjór ársins var svo vel humlaður franskur Saison sem ég kalla Sólstuðurumba, því hann var bruggaður við vetrarsólstöður. Hlakka til að drekka hann með hækkandi sól.

Purkur, 1l bjór sem ég gerði fyrir Dvergakastið. Tilraunabjór með miklu magni af salti og pipar, n.k. Maarud bjór. Fékk verðlaun sem besti bjórinn. Er búinn að gera aðra lögun 5l af Purk II, með enn meiri öfgum í salti og pipar, auk kóreanders. Kem með hann á næsta mánudagsfund. Hann er spes!

Racemus Gaudium er belgískur dubbel með rúsínumauki. Þessi er verulega skemmtilegur, bruggaður úr Extreame Brewing bókinni og byggður á Raison D'eter bjórnum frá Dogfish Head. Jólabjórinn í ár.

Brim-Hildur er Goseh, þýskur saltbjór með kóreander og súrmalti. Þessi er mjög sérstakur, maður finnur seltuna en hún verður samt einhvern veginn aukaatriði. Kem með hann á mánudagsfund.

CGNT-120 (áður Konan hans Nelsons) er IPA með góðum slatta af Columbus, Galaxy, Nelson Sauvin og Topaz humlum (nafnið er tekið úr upphafstöfum humlanna og IBU 120). Mjög ánægður með hann.

Þá eru ónefndir einhverjir súrbjórar sem ég gerði og eiga eftir að klárast á nýja árinu. 2014 verður meira af súru, saison og IPA. Ég ætla að gera röð af eins humla IPA bjórum. Humlar eins og Mosiaic, Galaxy, Nelson og Sorachi Ace verða notaðir. Maður á aldrei of lítið af IPA, það er ljóst. Gleðilegt ár :skal:
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Árið gert upp

Post by karlp »

I managed 9 full batches, in reverse order, for only about 180L

1. German Hybrid thing, not yet tasted, brewed for Australia day beach party
2. "Homeless" APA - my friends favourite of the last two years, just into keg now
3. Dwarf in a gimpsuit - 600ml pale ale for dvergakast
4. Endless Jóla - Christmas beer, very happy with it, will probably be the base for my competition entry this year
5. Arrogantish - basic lighter weight clone of arrogant bastard, well regarded, but not sufficiently arrogant
6. Lee Enfield 3 - the super cloudy yeasty best bitter for menningarnott, used S-33, unlikely to use it again
7. Lee Enfield 2 - Best bitter, very happy with it
8. Golden Egg - Belgian Golden, very old expired WLP570 experiment, came out very well
9. Lee Enfield - best bitter, first real hit with the lovely lady, will continue experiments on this
10. Rush - Generic pale ale, brewed for australia day beach party at the last minute

A little less than some years, a little more than others.

Plans for this year:
Perfect the Lee Enfield recipe a little more.
Finish off all the old ingredients in the freezer and try and be more consistent
Fix the niggling gas leak in the fridge
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Árið gert upp

Post by bjorninn »

Ég fylli ekki tuginn, en þetta virtist duga mér vel á árinu:

1. Skramáh rutmmaks -- Önnur tilraun við IRA sem heppnaðist mjög vel í fyrsta kasti. Hér breytti ég humlunum hingað og þangað svo hann varð einhvernveginn ekkert spennandi, greyið.

2. Spjátrungur -- Fyrri tilraun að Libertine Black Ale klón, þokkalegur. Of sterkur samt, og simcoe-inn ekki nógu bjartur.

3. 914,15 -- Beisikk írskur stát sem ég skipti á milli WY1084 og WY1581. Það var skemmtileg tilraun; 1084 var betri til að byrja með en eftir nokkrar vikur á flöskum var 1581 orðinn mun betri. Ég sé nokkuð eftir því að hafa ekki haldið upp á gerið.

4. Sælir eru einfaldir -- Cascade pale ale, þjónaði sínum tilgangi en óeftirminnilegur.

5. Októferbest -- Fyrsti lagerinn sem ég geri og sennilega best heppnaði bjór sem ég hef gert. Akkúrat einsog ég vil hafa hann. Geri þennan aftur að ári.

6. Vienna Centennial SMASH -- eða hann átti að vera það; ég bætti við dálitlum Cascade í blálokin. Hann kom helvíti vel út. Gerði hann sérstaklega fyrir brúðkaup en svo komst hann aldrei þangað, var fljótur að klárast þrátt fyrir það.

7. Spjátrungur -- Seinni tilraun að Libertine Black Ale klón, mun betri. Ég læddi þessum í blinda jólabjórasmökkun þar sem honum var furðu vel tekið. Ef til vill hæfilegur jólabjór: allur þessi svarti svarti simcoe fær mann til að hugsa um grenitré í desember.

8. 914,15 -- Beisikk írskur stát að viðbættu smávegis (2%) súrmalti, og svo prófaði ég að taka cereal mash á byggflögurnar. Súrmaltið held ég að hafi verið mistök, þessi var skref aftur á við.

9. Ár efans -- Centennial / Nelson IPA sem ég náði að kolsýra rétt í tæka tíð fyrir jólin. Hann angar einsog eitthvert erkitýpískt suðrænt aldin, veit ekki alveg með hann ennþá.
Post Reply