Uppskeruöl - 100% Nugget

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Uppskeruöl - 100% Nugget

Post by gm- »

Fékk í hendurnar nýlega hálft kíló af ferskum nugget humlum frá félaga mínum sem er með þónokkra humlaræktun. Ætla þessvegna að leggja í IPA einungis með nugget. Þetta ætti að vera öflug humlasprengja, enda nálgast magnið af humlum 1 kg í 23 lítra batch.

Uppskrift:

Boil Size: 7.26 gal
Post Boil Volume: 6.76 gal
Batch Size (fermenter): 6.25 gal
Bottling Volume: 6.00 gal
Estimated OG: 1.062 SG
Estimated Color: 6.6 SRM
Estimated IBU: 74.3 IBUs
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
6.00 kg Pale Malt (2 Row) CA (2.0 SRM) Grain 1 88.9 %
0.50 kg Caramel/Crystal Malt - 10L (15.0 SRM) Grain 2 7.4 %
0.25 kg Honey Malt (25.0 SRM) Grain 3 3.7 %
40.00 g Nugget [13.00 %] - First Wort 60.0 min Hop 4 55.9 IBUs
40.00 g Nugget [13.00 %] - Boil 10.0 min Hop 5 18.4 IBUs
400.00 g Nugget [13.00 %] - Aroma Steep 0.0 min Wet Hops 6 0.0 IBUs
100.00 g Nugget [13.00 %] - Aroma Steep 5.0 min Wet Hops 7 0.0 IBUs
1.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 8 -
100.00 g Nugget [13.00 %] - Dry Hop 7.0 Days Hop 9 0.0 IBUs

:skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppskeruöl - 100% Nugget

Post by hrafnkell »

Notaðirðu blauta/ferska humla?


Það er nokkuð spennó, en auðvitað mikilvægt að miða útreikninga við að humlar eru um 70% léttari þurrkaðir ef ég man rétt. Þannig að það þarf að miða uppskrift við það :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Uppskeruöl - 100% Nugget

Post by gm- »

hrafnkell wrote:Notaðirðu blauta/ferska humla?


Það er nokkuð spennó, en auðvitað mikilvægt að miða útreikninga við að humlar eru um 70% léttari þurrkaðir ef ég man rétt. Þannig að það þarf að miða uppskrift við það :)
Já, þetta hálfa kíló sem ég fékk er blautt. Ég nota keypta þurrkaða í FWH, á 10 mín, og smelli svo þessu hálfa kílói af þeim blautu útí á síðustu 5 mín. Held að það sé best að nota blauta humla þannig, þar sem það er erfitt að áætla AA% og slíkt
Post Reply