Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by gosi »

Gerði áðan Herra Einfaldan v2 eftir uppskrift frá Bergrisa

Það gekk einstaklega vel að gera þennan. Prófaði stálpottinn með 3000W elementi. Hef ekki notað hann neitt.
Ekki nægilega kröftug suða en hún kom þó.
Fékk 80% nýtni sem ég tel bara vera ansi góð niðurstaða.
Tók 3L frá 27L, hitaði upp í 80c og skolaði kornið með þeim.

Meskjaði við 65 gráður í 75 mínútur og síðan í 75 gráðum í 10 mínútur.
Preboil gaf 1.042 og Postboil gaf 1.048. Endaði svo með 20L eins og áætlað var.
Gerja svo við 12c og enda vonandi með eðalveigar.

BeerSmith 2 Recipe Printout - http://www.beersmith.com" onclick="window.open(this.href);return false;
Recipe: Herra Einfaldur v2
Style: German Pilsner (Pils)
TYPE: All Grain
Taste: (30.0)

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 24.840 l
Post Boil Volume: 21.840 l
Batch Size (fermenter): 20.000 l
Bottling Volume: 18.000 l
Estimated OG: 1.048 SG
Estimated Color: 8.8 EBC
Estimated IBU: 27.7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 80.00 %
Est Mash Efficiency: 84.0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3.800 kg Pale Malt (Weyermann) (6.5 EBC) Grain 2 100.0 %
40.584 g Hallertauer Mittelfrueh [4.70 %] - Boil Hop 3 25.0 IBUs
8.682 g Hallertauer Mittelfrueh [4.70 %] - Boil Hop 4 2.7 IBUs
0.69 Items Whirlfloc Tablet (Boil 5.0 mins) Fining 5 -
2.0 pkg SafLager West European Lager (DCL/Fermen Yeast 6 -
0.44 tsp Gelatin (Secondary 5.0 hours) Fining 7 -


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 3.800 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Saccharification Add 27.163 l of water at 67.2 C 65.0 C 75 min
Mash Out Heat to 75.6 C over 7 min 75.6 C 10 min

Sparge: Remove grains, and prepare to boil wort
-------------------------------------------------------------------------------------

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by bergrisi »

Gaman þegar menn nota uppskriftir sem maður hefur sett hérna inn. Þegar ég gerði þennan þá ætlaði ég að gera nokkrar lagertilraunir. Hef svo komist að því að ég er illa haldinn af bjórgerðarathyglisbrest og mín áform eru að breytast allt fram að bruggdegi.

Þetta var léttur bjór sem ég gerði og virkaði vel hjá gestum. Svalandi og þægilegur bjór og hvarf ofurhratt hjá mér.

Vonandi kemur hann vel út hjá þér.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by gosi »

Ég er kominn með skúr þar sem ég er með ca 9 gráður en ég er að prófa
að setja vatn í bala, dælu og vatnshitara og nota svo stýriboxið mitt til
að halda 12 gráðum á vatninu.

En annars er ég að reyna að hjálpa heimilisfólkinu í rétta átt, þeas að smakka
heimagerðan bjór og þú nefndir einmitt að þeir sem drekka Carlsberg/Tuborg gætu
drukkið þennan og því var hann fyrir valinu.

Lyktin af honum var góð svo ég vona að hann verði gúrmei fyrir fólkið (og mig).

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by gosi »

Jæja, tók prufu af bjórnum. Smakkaði og mældi með refractometer. Flatur (duh) en þó góður. Vonandi hann haldist þannig.
SG var 1.008, gæti verið að ég þurfi að stilla refracto aftur, en þetta er þó ekki búið held ég.
Þegar þið eruða að gera svona lager bjór, hækkið þið hitann upp í 18c eða hvað? Hvernig gerið þið þetta almennt?
Bergrisi, hvernig gerðir þú þetta?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by bergrisi »

Mig minnir að ég hafi ekki hækkað hitann í lok gerjunar. Ef þú leyfir honum að gerjast nógu lengi þá er sniðugt að kæla hann svo niður í 0 gráður áður en þú setur hann á flöskur. Hann verður mjög tær og fallegur. Svo læt ég hann vera í ca. viku við stofuhita svo gerið geti unnið á nýja sykrinum sem bætt er í við átöppun. Svo hendi ég honum í geymsluna mína í góðan tíma. Þegar hann er tilbúinn til neyslu þá hef ég hann í mjög köldum ísskáp.

Lagerinn sem ég gerði síðast hef dælt í bjórþyrsta iðnmenntaða vini mína sem ég hef þurft að misnota. Alltaf gott að lokka þá til sín með góðum bjór. Hann er virkilega flottur í glasi og svalandi bjór. Ekkert spennandi fyrir bjórnörda.

Vonandi hjálpar þetta en ef það er eitthvað þá endilega sendu fyrirspurn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by gosi »

En það sakar þó ekki að hækka hitann til öryggis? Til að losna örugglega við diacetyl.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by Eyvindur »

Jamil talar um að það borgi sig alltaf að taka diacetyl rest til öryggis. Ég hef enn ekki gert lager, en gerði altbier fyrir skemmstu og gerði diacetyl rest þá. Svo vilja margir meina að ef gerjunin sé góð eigi þetta í öllum tilfellum að vera óþarfi.

Ég er kominn á þá skoðun að það sé sniðugt að hita þetta upp, því þá klárar gerið sitt verkefni hraðar og maður er öruggari fyrir vikið. Ég held allavega að ég haldi áfram að gera þetta við alla kaldgerjaða bjóra (bæði lagera og hybrid), því mann munar ekkert um þetta, þannig séð.

Ég myndi bara passa að fara hægt upp og niður. Ekki nota hitun til að komast upp (leyfa þessu að rísa frjálst), og kæla svo hægt niður í lageringarhitastigið - ekki cold crasha, því það getur víst valdið óbragði. Ég held að ég hafi farið úr 18°C niður í 3°C (kemst ekki neðar í skápnum mínum) á 5 dögum, ef ég man rétt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by bergrisi »

Góður punktur. Ég hef gert nokkra lagerbjóra með löngu millibili. Man ekki alveg hvað ég gerði í hvert sinn. Maður þarf að skrifa bara niður nákvæmlega gerjunartímann og hita. Ég held að ég prófi oftar að kæla ljósa bjóra vel niður fyrir átöppun. Verða áberandi fallegri. Get ekki vottað um hvort þeir verða eitthvað betri.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by gosi »

Búinn að kegga bjórinn. FG var 1.006 sem er ansi lágt, átti að enda í 1.010. Var að prufa nýjar græjur og átti eftir að stilla hitamælinn minn
svo það gæti verið að meskingin hafi verið aðeins of lág. En ég meskjaði þó við 65 svo það er kannski ekki að saka.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by gosi »

Bjór pr0n
Þessi hefur komið vel út, bæði hjá mér og þeim sem hafa smakkað hann.
Hann er mjög léttur og maður getur drukkið hann auðveldlega.
Herra Einfaldur í glasi
Herra Einfaldur í glasi
HerraEinfaldur-keg.jpg (318.02 KiB) Viewed 19027 times

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Herra Einfaldur v2 frá Bergrisa

Post by bergrisi »

Gaman af þessu. Þessi klárast örugglega fljótt þar sem hann hentar öllum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply