Page 1 of 1

Belgískur IPA

Posted: 18. Oct 2013 17:08
by gm-
Ætla að smella í þennan á morgun, mjög skemmtilegur stíll sem er að verða algengari og algengari hérna úti, er nokkurs konar blanda af amerískum IPA og belgískum Trippel.

Uppskrift að 20 lítrum eða svo (5 gal):

Korn
4.5 kg German Pilsner malt
1 kg Mariss Otter malt
300 g Belgískt Aromatic malt
454 g Belgian Golden Candi sýróp (bætt útí í lok suðu)

Meskjað frekar kalt, 63°C í 60 mín
90 mín suða

Humlar
15 g Nugget @ 60
20 g Centennial @ 45
50 g Cascade @ 10
40 g Styrian goldings @ 0

40 g Cascade þurrhumlun í 7 daga
40 g Styrian goldings þurrhumlun í 7 daga

Ger: WLP530 Abbey Ale

O.G ~1.080
IBUs ~60
SRM ~5

Re: Belgískur IPA

Posted: 18. Oct 2013 19:01
by bergrisi
Spennandi og öðruvísi bjór.

Re: Belgískur IPA

Posted: 18. Oct 2013 20:27
by hrafnkell
Spennandi. Ég myndi skoða að meskja í 90mín fyrst þú ert að meskja svona kalt..

Re: Belgískur IPA

Posted: 18. Oct 2013 22:46
by æpíei
Bíð spenntur eftir að heyra meira af þessum!

Re: Belgískur IPA

Posted: 18. Oct 2013 23:37
by Eyvindur
Svaka spennandi. Mig hefur langað að gera Tripel IPA í nokkur ár, en hef einhverra hluta vegna ekki enn lagt í það. Hlakka til að fylgjast með.

Re: Belgískur IPA

Posted: 24. Oct 2013 17:15
by gm-
Bruggið á þessum frestaðist aðeins útaf ég gleymdi að byrja starterinn, en ég bruggaði í gærkvöldi í staðinn.

Allt gekk snuðrulaust fyrir sig.

Hráefni dagsins
Image

Og tilbúinn á leiðinni í carboyinn
Image

Re: Belgískur IPA

Posted: 5. Dec 2013 23:17
by gm-
Image

Hér er þessi í glasi, fínasti bjór, en er ekki alveg nógu sáttur með hvernig cascade og styrian goldings blandast saman. Hugsa að ég prófi amarillo/tettnanger blöndu næst.

Re: Belgískur IPA

Posted: 7. Dec 2013 16:04
by helgibelgi
Hvernig er áferðin á þessum? Er áfengið áberandi?

Langar að gera belgískan ipa en er ekki hrifinn af áfengismiklum ipa'um. Þeir eiga það til að vera allt of sætir fyrir mig, sem ætti nú ekki að vera tilfellið með þennan miðað við kornval og meskiáætlun sýnist mér. Langar svolítið að gera session útgáfu af þessum. Btw, er einhver séstök ástæða að þú blandar saman amerískum og evrópskum humlum?

Re: Belgískur IPA

Posted: 9. Dec 2013 16:40
by gm-
helgibelgi wrote:Hvernig er áferðin á þessum? Er áfengið áberandi?

Langar að gera belgískan ipa en er ekki hrifinn af áfengismiklum ipa'um. Þeir eiga það til að vera allt of sætir fyrir mig, sem ætti nú ekki að vera tilfellið með þennan miðað við kornval og meskiáætlun sýnist mér. Langar svolítið að gera session útgáfu af þessum. Btw, er einhver séstök ástæða að þú blandar saman amerískum og evrópskum humlum?
Áfengið er til staðar, en ekki svo óberandi, en það væri lítið mál að gera léttari útgáfu af þessum, hugsa að það gæti komið vel út. Bragðið er öflugur cítrus í fyrstu frá cascade en svo tekur kryddað bragð frá styrian goldings yfir en eftir bragðið er svo belgískt ger.

Bjórinn er skraufþurr, og alls ekki sætur, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, ekki þetta sæta bragð sem margir IPA hafa úr crystal möltunum.

Ástæðan fyrir að ég notaði bæði evrópska og ameríska humla var bara sú að mig langaði að gera sannan bastarð, Trippel og Amerískur West Coast IPA blandaður saman. Þetta kom nokkuð vel út, hugsa að ég prófi þennan aftur og þá með amarillo/saaz eða simcoe/tettnanger.