Rye Saison

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Rye Saison

Post by helgibelgi »

Lagði í Rye-Saison í gær:

4,2 kg Pilsner (um 70%)
1,5 kg Rúgmalt (um 25%)
100 gr Dark Brown Muscovado sykur (um ?%)

60 mín: 40 gr Celeia 4%
30 mín: 20 gr Celeia 4%
10 mín: 2 gr Svartur Pipar

Wyeast 3711 French Saison

Original Gravity = 1.060 (miðað við ca 75% nýtni)
IBU: um 25

Þetta brugg gekk eins og í sögu. Hitti rúmlega pre-boil gravity og endaði með 80% nýtni. Bætti því við smá vatni til að ná gravity niður í 1.060, endaði með um 23 lítra.

Meskiplan var:

60 mín með 3x5,7 = 17,1 lítrar af vatni við 65°C. Endaði þó aðeins of hátt og bætti því við um 0,5 lítrum af köldu vatni. Því um 17,6 lítrar á móti 5,7 kg af korni = 3,1 L/Kg ca.

Mashout við 75°C í 10 mín, svo var pokinn tekinn upp úr og "dunk sparge"-aður með 11,5 lítrum af 70°C heitu vatni. Endaði með um 25 lítra pre-boil. (Kornið tekur ca 0,75 L/Kg af minni reynslu).

Mun henda inn myndum af honum í glasi þegar hann er tilbúinn.

Hvað segja menn með gerjunarhita á þessum? Hann er núna búinn að vera fyrstu 24 tímana við tæpar 22°C (ambient). Planið var að færa hann yfir í lagnaganginn sem er vel heitur. (Er með blow-off tube).

[EDIT]: Opnaði fram á lagnagang þegar 24 tímar voru liðnir í gerjun (tengist þvottahúsinu, þ.e. gerjunarhúsinu) og hitinn í þvottahúsi er kominn upp í rúmlega 24°C (komnir 48 tímar). Langar að færa hann yfir í heitara rými, en hann bubblar svo mikið að ég þori varla að trufla gerið. Athugasemdir vel þegnar! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Rye Saison

Post by Eyvindur »

Hita hita hita! Saison Dupont fer held ég upp í 28°C. Ég hef heyrt um að sumir fari jafnvel yfir 30°C. Ekki vera hræddur við að hækka þetta hressilega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Rye Saison

Post by helgibelgi »

Takk fyrir Eyvindur, ég færði hann bara yfir á lagnaganginn. Þar er funheitt. Held að ég leyfi honum bara að dúsa þar það sem eftir er af gerjun.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Rye Saison

Post by Eyvindur »

Það borgar sig, held ég. Maður vill fá sem mest phenolic bragð í Saison.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Rye Saison

Post by Haukurtor »

Skemmtileg tilviljun.

Ég lagði í einn á sunnudaginn í svipuðum dúr.
Langaði að hafa einn "borðbjór" á kút, stefnan var tekin á 2,5 - 3%

Humlaviðbæturnar voru skyndiákvörðun miðað við lagerstöðu, en var að stefna á smá citrus keim í bland við gerið.
Fannst mig 100% pilsner vera aðeins of einfalt, þannig ég stökk útí búð á sunnudagskvöldið og splæsti í Rúgmjöl frá Kornax. tilvalið að prófa Cereal Mash í leiðinni.

29 lítrar preboil
100 mín suða
2 KG pilsner malt
400 gr Rúgmjöl
100 gr Hafrar, valsaðir

0,5 oz green bullet @ 60
0,25 oz af hvoru: Simcoe og Sorachi Ace @ 10
0,25 oz af hvoru: Simcoe og Sorachi Ace @ 5
0,5 oz af hvoru: Simcoe og Sorachi Ace @1

Cereal mash: Meðan að meskivatnið var að hitna, hitaði ég 6 lítra af vatni í potti á hellunni og lét 0,5 kg af Pilsner maltinu ásamt 0,4 kg af rúgmjöli í pott við 50°C, lét liggja við 50°C í 15 mín.
Hitaði svo vatnið í 65° og lét liggja í 15 mín.
Tók svo 15 mín suðu.

Setti restina (1,5 kg ) af pilsmer maltinu í meskitunnuna og bætti við sjóðandi vatninu útí.
Meskihitastið endaði í 65° - Hefði viljað hafa það í hærri kantinum miðað við hvað OG verður lágt.
Tók skyndiákvörðun um að bæta höfrum útí, þannig ég bætti við 100gr, vonandi gefur það smá body.

Meskjaði í klukkutíma, gerði iodine próf og það kom negatívt út (rautt) þannig það virðist hafa verið full conversion.

post boil OG var 1.030 - Virðist hafa fengið einhver gravity stig frá Rúgmjölinu (nema ég hafi fengið 95% efficiency)

Fyrir 2 vikum eða svo ræktaði ég ger uppúr 2 flöskum af Skaða frá Ölvisholti. En ég heeeld að það sé Wyeast 3711, eftir því sem ég best veit. (Kemur frá brasserie Thiriez eins og Wyeast 3711)

Notaði um 800 ml af starter í þetta.
Geymdi um 2x 100 ml til að rækta meira uppúr.

Ambient hitastig er 19 gráður, vef það í teppi eftir sólarhringsgerjun til að hækka hitann. Bæti við hitapoka ef það hækkar ekki nóg.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Rye Saison

Post by helgibelgi »

Haukurtor wrote:Fyrir 2 vikum eða svo ræktaði ég ger uppúr 2 flöskum af Skaða frá Ölvisholti. En ég heeeld að það sé Wyeast 3711, eftir því sem ég best veit. (Kemur frá brasserie Thiriez eins og Wyeast 3711)
Það er rétt, Árni sagði okkur það í heimsókninni í Ölvisholt að hann notaði Wyeast 3711. Minnir að hann hafi ræktað það upp frá 5 blautgerspökkum.

Það getur verið að þín útgáfa sé nær sönnum Saison heldur en mín. Veit að hann var ekki mjög sterkur, líklega frekar léttur til að halda vinnufólkinu í nógu skörpu ástandi til vinnu. Kannski maður leggi í einn svona léttan upp úr dreggjunum af þessum. Fínt að gera þambað nokkra Saison án þess að verða drukkinn.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Rye Saison

Post by gm- »

Hljómar vel, endilega sendu inn mynd af þessum í glasi þegar hann er tilbúinn. Ætla að smella í annan Saison fljótlega.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Rye Saison

Post by helgibelgi »

Þessi fór á flöskur um helgina. Endaði í 1.002 :shock:

Hafði áhyggjur af final gravity vegna þess að ég meskjaði við allt of hátt hitastig. Wyeast 3711 lætur það samt ekki stoppa sig!

Fann svo sem ekki neitt rúg-bragð á sýninu, en kannski breytist það eitthvað þegar hann er kolsýrður og kaldur. Fann heldur ekkert fyrir pipar, kannski voru 2 grömm allt of lítið. Eitthvað til að athuga næst bara.
Post Reply