Dusildorf Alt

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Fyrir nokkuð löngu síðan bruggaði ég Düsseldorf alt sem síðan dagaði uppi á fötu, sökum anna og leti, og ég endaði á því að hella niður. Því miður, þar sem hann var einstaklega bragðgóður þegar ég smakkaði hann fljótlega eftir gerjun. Nú liggur fyrir matarboð hjá matarklúbbnum mínum í lok október, og ég ákvað að henda í þennan aftur. Ég breytti honum lítillega (notaði US-05 í staðinn fyrir Nottingham, og Magnum í beiskju til að spara mér humla), en þetta er í grunninn sami bjór og síðast (byggt á uppskrift sem ég fann í BYO einhvern tíma).

Uppskriftin:

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 48,41 l
Post Boil Volume: 41,60 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l
Bottling Volume: 40,00 l
Estimated OG: 1,051 SG
Estimated Color: 20,0 EBC
Estimated IBU: 40,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65,00 %
Est Mash Efficiency: 65,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
55,00 l Munich, Germany Water 1 -
10,86 g Chalk (Mash 60,0 mins) Water Agent 2 -
3,33 g Baking Soda (Mash 60,0 mins) Water Agent 3 -
1,56 g Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 mins) Water Agent 4 -
9,00 kg Munich II (Weyermann) (16,7 EBC) Grain 5 90,0 %
1,00 kg Wheat Malt, Pale (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 6 10,0 %
20,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - First Hop 7 6,0 IBUs
30,00 g Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min Hop 8 28,4 IBUs
30,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil 15 min Hop 9 4,0 IBUs
30,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil 5 min Hop 10 1,6 IBUs
20,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil 0 min Hop 11 0,0 IBUs
2,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 12 -

Ég hitti akkúrat á rétt OG, og magnið var nokkurn veginn rétt (sirka 41l). Þannig að ég er greinilega búinn að finna réttu nýtinguna í kerfinu mínu (að minnsta kosti í meðalstórum bjórum). Bjórinn er nú farinn inn í skáp, þar sem hann fær að gerjast við 15°C. Ég er að vona að það klárist á innan við 10 dögum, svo ég geti síðan lagerað hann í 10 daga og sett á flöskur, þannig að hann verði orðinn pottþéttur eftir 6 vikur eða svo. Ætti að vera vel ríflegur tími.
Last edited by Eyvindur on 15. Dec 2014 16:26, edited 1 time in total.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Dusildorf Alt

Post by bergrisi »

Flottur bjór.
Var einmitt að vandræðast með hvað ég ætti að gera næst. Þessi kemur sterklega til greina.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by gm- »

Þetta er rosalegt magn af munich II, helduru að það komi fínt út?

Hef bara einu sinni gert altbier, minnir að ég notaði 4 kg pilsner og 1 kg munich I + smá caramunich og carafa special II, magnum og tettnanger og svo german ale yeast. Var ekkert rosalega hrifinn, en ég held að ég fíli ekki stílinn, eða allavega ekki eins og ég gerði hann.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Ef eitthvað er að marka mæliglasið sem ég smakkaði af hinum, sem skemmdist á endanum út af letinni í mér, þá verður þetta alveg svakalega gott. Ég er almennt hrifnari af þurrum bjórum, og að fá lit úr öðru en caramel malti, þannig að ég er bjartsýnn. Þetta er ekki bara út í bláinn, nota bene, heldur girnilegasta uppskriftin sem ég fann þegar ég leitaði að girnilegum alt uppskriftum - frá einhverjum náunga í Ástralíu. Ég gerði bara minniháttar breytingar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by gm- »

Eyvindur wrote:Ef eitthvað er að marka mæliglasið sem ég smakkaði af hinum, sem skemmdist á endanum út af letinni í mér, þá verður þetta alveg svakalega gott. Ég er almennt hrifnari af þurrum bjórum, og að fá lit úr öðru en caramel malti, þannig að ég er bjartsýnn. Þetta er ekki bara út í bláinn, nota bene, heldur girnilegasta uppskriftin sem ég fann þegar ég leitaði að girnilegum alt uppskriftum - frá einhverjum náunga í Ástralíu. Ég gerði bara minniháttar breytingar.
Jájá, þetta hljómar sem áhugaverður bjór, og fékk mig til að spá í hvort ég hafi dæmt alt sem stíl aðeins of hart útfrá minni einu tilraun :skal:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Um að gera að prófa aftur. ;)

Ég læt vita hvernig hann kemur út.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Dusildorf Alt

Post by helgibelgi »

gm- wrote:
Eyvindur wrote:Ef eitthvað er að marka mæliglasið sem ég smakkaði af hinum, sem skemmdist á endanum út af letinni í mér, þá verður þetta alveg svakalega gott. Ég er almennt hrifnari af þurrum bjórum, og að fá lit úr öðru en caramel malti, þannig að ég er bjartsýnn. Þetta er ekki bara út í bláinn, nota bene, heldur girnilegasta uppskriftin sem ég fann þegar ég leitaði að girnilegum alt uppskriftum - frá einhverjum náunga í Ástralíu. Ég gerði bara minniháttar breytingar.
Jájá, þetta hljómar sem áhugaverður bjór, og fékk mig til að spá í hvort ég hafi dæmt alt sem stíl aðeins of hart útfrá minni einu tilraun :skal:
Dusseldorf alt var á meðal fyrstu bjórum sem ég prófaði að brugga. Ég prófaði Kaiser alt uppskriftina og hún kom út mjöög vel! Mæli með að gefa þessum stíl annan séns!
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Dusildorf Alt

Post by Plammi »

Skemmtileg tilviljun, ætlaði einmitt að gera þennann en Hrafnkell átti ekki German Ale gerið:

Recipe: Herr Hallertau
Brewer: Plammi
Asst Brewer:
Style: Düsseldorf Altbier

Boil Size: 29,05 l
Post Boil Volume: 20,80 l
Estimated OG: 1,049 SG
Estimated Color: 13,9 SRM
Estimated IBU: 40,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 90 Minutes

3,50 kg Premium Pilsner (Weyermann) (1,0 SRM) Grain 1 76,1 %
0,80 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 2 17,4 %
0,20 kg Carapils (Weyermann) (1,3 SRM) Grain 3 4,3 %
0,10 kg Carafa Special III (Weyermann) (525,5 SR Grain 4 2,2 %
25,00 g Hallertau Perle [7,20 %] - Boil 60,0 min Hop 5 26,3 IBUs
18,00 g Hallertau Perle [7,20 %] - Boil 30,0 min Hop 6 14,6 IBUs
1,06 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 7 -
0,50 tsp Yeast Nutrient (Boil 10,0 mins) Other 8 -
20,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 9 0,0 IBUs
1,0 pkg German Ale (Wyeast Labs #1007) [124,21 m Yeast 10 -

Hugsa að þetta verði samt þar-næsti bjórinn hjá mér og mun nota þá US-05, sé enga ástæðu til að vera pjattast eitthvað með gerið.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

US-05 er alveg æðislegt í bæði Kölsch og Alt. Þolir hitastigið vel, gerjar svakalega snyrtilega og skilar bjórnum crisp og góðum. Ég hef ekki prófað Kölsch ger, og ekki blautt þýskt ölger, en ég man að við prófuðum einhvern tíma þýskt þurrger í Kölsch sem var ekki að gera gott mót. Ég mun nota US-05 áfram í þessa stíla, held ég. Nottingham virkar víst líka vel, skilst mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by gm- »

Eyvindur wrote:US-05 er alveg æðislegt í bæði Kölsch og Alt. Þolir hitastigið vel, gerjar svakalega snyrtilega og skilar bjórnum crisp og góðum. Ég hef ekki prófað Kölsch ger, og ekki blautt þýskt ölger, en ég man að við prófuðum einhvern tíma þýskt þurrger í Kölsch sem var ekki að gera gott mót. Ég mun nota US-05 áfram í þessa stíla, held ég. Nottingham virkar víst líka vel, skilst mér.
Mæli með að þú prófir kölsch blautger, virkilega skemmtilegt, þurrt og lagerlegt en skilar samt sem áður léttu ávaxtabragði eins og sum ensk ger. Hef smakkað kölsch með bæði S-04 og US-05 og þó að það voru ágætir bjórar þá vantaði þetta einstaka kölsch bragð.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Hljómar vel. Prófa það í næsta kölsch.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Ég var farinn að hafa pínu áhyggjur af lagginu á gerjuninni í dag, en samt ekki rosalegar (við lægra hitastig má vænta þess að bíða aðeins lengur en annars). Svo um miðjan dag fór önnur fatan af stað en hin var enn þögul. Ég beið lengur. Kíkti svo áðan og önnur var á fullu en hin enn þögul. Kíkti undir lokið og sá fallega froðu - sumsé lokið óþétt eða eitthvað svipað. Í öllu falli er hraustleg gerjun komin vel í gang.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Gerjunin gengur vel. Var að skoða eðlisþyngdina, og hún er komin niður í 1.016, og enn er allt á fullu. Hugsa að ég skelli hitanum aðeins upp á eftir (upp í 18°C eða svo) og leyfi gerjuninni að klára sig almennilega og gerinu að hreinsa allt diacetyl og annað (vill svo skemmtilega til að stílprófíllinn í nýjasta BYO er Düsseldorf Alt, og Jamil mælir með þessu). Svo ætti að vera óhætt að fara að lækka hitann smátt og smátt eftir nokkra daga.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Hitinn var í rúmlega sólarhring að hækka af sjálfsdáðum úr 15°C upp í 18°C. Hef hann nú þar í nokkra daga áður en ég fer að lækka hitastigið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Byrja á eftir að lækka hitann hægt og rólega niður í lageringarhitastig. Ætli ég láti svo ekki 10-14 daga í lageringu duga og setji svo á flöskur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Jæja, þessi er kominn á flöskur. Eins og bjáni smakkaði ég hann flatan í gær. Hann var meira að segja unaður sykraður og flatur. Þetta verður svakalegt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Þessi er winner. Og konan mín elskar hann. Hef lúmskan grun um að ég verði skikkaður til að brugga þennan reglulega. Og ekki kvarta ég - mér finnst hann æði. Maltríkur en í mjög góðu jafnvægi, frekar sætur en hreinn og snyrtilegur. Ég er afskaplega sáttur við hann.
Glasið var ekki alveg nógu hreint, og líklega á hann eftir að kolsýrast örlítið betur. En froðan loðir skemmtilega við hliðarnar, og hann er mjög tær (of dimmt til að sjá það þarna). Reyni að taka betri mynd við tækifæri.
Glasið var ekki alveg nógu hreint, og líklega á hann eftir að kolsýrast örlítið betur. En froðan loðir skemmtilega við hliðarnar, og hann er mjög tær (of dimmt til að sjá það þarna). Reyni að taka betri mynd við tækifæri.
13-4 1 Alt.jpg (2.53 MiB) Viewed 82603 times
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Dusildorf Alt

Post by hrafnkell »

Þú neyðist líklega til að henda flösku af þessum í mig áður en þú klárar hann :)

Líst vel á þessa uppskrift, skemmtilega mikill litur af munich II.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Ég á leið til þín fljótlega. Ég reyni að eiga eitthvað eftir af 40l skammtinum. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Dusildorf Alt

Post by bergrisi »

Soennandi og flottur bjór.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Ég bruggaði þennan sérstaklega fyrir matarboð sem fór loks fram í gær. Það gekk eitthvað minna á birgðirnar en upphaflega stóð til, þar sem fjórir gestir af níu forfölluðust (þar á meðal mestu bjórsvelgirnir). En ég kvarta ekki yfir því að eiga nóg til fyrir mig og frúna. Það er skemmst frá því að segja að bjórinn sló rækilega í gegn hjá gestunum. Þetta er alveg frábær bjór að því leyti að mér finnst hann æðislegur, en hann gengur líka mjög vel í fólk sem er ekki jafn sjóað í bjórsmökkun.

Ég eldaði líka fondue ostasósu úr honum. Hitaði bjór upp að suðu og bræddi ost útí (ásamt smá hveiti). Setti svo dreitil af chilisósu og slatta af sinnepi út í. Þetta mæltist afar vel fyrir.

Tók mynd í sigurvímu eftir hól gestanna.
13-4 2 Alt.jpg
13-4 2 Alt.jpg (131.62 KiB) Viewed 82491 times
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Dusildorf Alt

Post by bergrisi »

Lítur vel út og flottur matur.
Ef þú ert að lenda í því að menn forfallast í svona veislu þá skal ég glaður vera á útkallslista. Þá ættir þú minni birgðir í dag.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Djöfull er gott að eiga góða að.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Eyvindur »

Jæja, loksins kemst maður í að brugga þennan aftur. Ef ekkert klikkar hendi ég í þetta í kvöld. Ætla að breyta aðeins til núna og nota Perle og Saaz humla. Umreikna til að fá ca. 40 útreiknuð IBU. Spennan er áþreifanleg.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Dusildorf Alt

Post by Örvar »

Á hvaða tímum í suðunni eru humlaviðbæturnar?
Ætla að henda í þennan eftir að hafa hlustað á ykkur tala um hann í Gervarpinu ;)
Post Reply