Slæmdægra Porter

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

Jæja, loksins loksins eru nýju brugggræjurnar komnar í gagnið (myndasyrpa væntanleg). Og þá er vitaskuld hent í bjór. Við ákváðum að gera kaffiporter. Grunnuppskriftin er eftirfarandi:

Recipe: Bad Days porter TYPE: All Grain
Style: Robust Porter
---RECIPE SPECIFICATIONS-----------------------------------------------
SRM: 69,5 EBC SRM RANGE: 43,3-69,0 EBC
IBU: 37,1 IBUs Tinseth IBU RANGE: 25,0-50,0 IBUs
OG: 1,063 SG OG RANGE: 1,048-1,065 SG
FG: 1,016 SG FG RANGE: 1,012-1,016 SG
BU:GU: 0,586 Calories: 427,1 kcal/l Est ABV: 6,3 %
EE%: 75,00 % Batch: 40,00 l Boil: 48,41 l BT: 60 Mins

---WATER CHEMISTRY ADDITIONS----------------

Amt Name Type # %/IBU
55,00 l London, England Water 1 -
8,25 g Baking Soda (Mash 60,0 mins) Water Agent 2 -
6,35 g Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60,0 mins Water Agent 3 -
5,20 g Salt (Mash 60,0 mins) Water Agent 4 -
1,88 g Chalk (Mash 60,0 mins) Water Agent 5 -
1,77 g Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 mins) Water Agent 6 -

Total Grain Weight: 10,81 kg Total Hops: 40,00 g oz.
---MASH/STEEP PROCESS------MASH PH:5,20 ------
>>>>>>>>>>-ADD WATER CHEMICALS BEFORE GRAINS!!<<<<<<<
Amt Name Type # %/IBU
6,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 7 55,5 %
2,30 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 8 21,3 %
0,51 kg Oats, Flaked (2,0 EBC) Grain 9 4,7 %
0,50 kg Carafa Special I (Weyermann) (630,4 EBC) Grain 10 4,6 %
0,50 kg Carafa Special III (Weyermann) (925,9 EB Grain 11 4,6 %
0,50 kg Caramunich III (Weyermann) (139,9 EBC) Grain 12 4,6 %
0,50 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC) Grain 13 4,6 %

Við sleppum bragðhumlum og ætlum að setja 250 grömm af kaffi í staðinn (í 89,5°C). Svo sjáum við til hvort við setjum meira kaffi við átöppun, ef okkur finnst skorta á kaffibragðið.

Nýtingin var aðeins minni en við gerðum ráð fyrir (pre boil gravity var 1.047 í staðinn fyrir 1.052 - nokkuð innan skekkjumarka fyrir fyrstu lögun í nýjum græjum). Við lentum í pínu veseni með hitann í meskingunni, en ekkert stórvægilegt.

Við ákváðum að taka kornið og skola það og búa til dökkan braggot úr dreggjunum. Förum sennilega í 20 lítra af þurrum og dökkum braggot, með smá magnum humlum og saaz í bragð.

Erum nú að sjóða báða skammta. Gríðarleg gleði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

O.G. endaði í 1.059, og við vorum 2 lítrum undir áætluðu magni, sem þýðir að nýtingin er ca. 66% þegar við skolum ekki (þetta er BIAB kerfi). Hugsa að maður uni bara sáttur við það...

O.G. á braggotinum var 1.049. Við settum 2,7kg af lífrænu hunangi út í 18 lítra af mjög þunnum virti. Sjáum hvernig fer.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

Gerjunin var snögg af stað. Komið búbbl eftir 12 tíma, eða svo.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by gm- »

Bara kaffi? Engir humlar á 60 min?
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Slæmdægra Porter

Post by Baldvin Ósmann »

Ein spurning varðandi kaffið. Hvernig lagaru það? Ég er með prýðisgóða espressó vél hérna heima en þegar ég var að velta því fyrir mér að bæta kaffi í Porterinn minn þá fannst mér eðlilegast að kald brugga það. Ástæðan er sú að kaffi súrnar eftir því sem það er lengur á hita. Þumalputtareglan er að espressó sé lagaður á undir 15 sek. Annars kemur sýra.
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

Við settum kaffið út í humlapokann þegar kaffið var að kólna. Höfðum það í nokkrar mínútur á ca. 70 gráðum. Tókum svo upp úr. Held að lítið hafi verið af korgi eftir.

Nei, við settum enga 60 mínútna viðbót, bara kaffi. Ástæðan var sú að upphaflega pælingin var að skipta skammtinum niður og setja kaffi í hluta, kirsuber í hluta og jafnvel krydd í hluta, og við vildum leyfa því að njóta sín. Svo var hætt við það, en þá var búið að kaupa í uppskriftina, og við áttum enga bragðhumla.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Slæmdægra Porter

Post by Plammi »

Smá spurning varðandi þetta:
---WATER CHEMISTRY ADDITIONS----------------

Amt Name Type # %/IBU
55,00 l London, England Water 1 -
8,25 g Baking Soda (Mash 60,0 mins) Water Agent 2 -
6,35 g Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60,0 mins Water Agent 3 -
5,20 g Salt (Mash 60,0 mins) Water Agent 4 -
1,88 g Chalk (Mash 60,0 mins) Water Agent 5 -
1,77 g Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 mins) Water Agent 6 -

Ertu með einhverjar heimildir varðandi vatnið úr krananum hjá þér til að reikna út frá eða?

Er að lesa Desiging Great Beers núna og þá er alltaf aðeins farið í hvernig vatnið á að vera til að ná sem næst upprunalega stílnum, væri gaman ef einhverjar tölur væru til staðar fyrir viðmiðun.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Slæmdægra Porter

Post by hrafnkell »

Hér eru vatnsmælingar frá 2008:
http://www.heilbrigdiseftirlit.is/Innih ... r_2008.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Og 2011
http://www.ust.is/library/Skrar/Graent- ... %ADkur.pdf" onclick="window.open(this.href);return false; (viðauki 4)

Frá ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Svona lítur beersmith vatnsprófíllinn fyrir Reykjavík út hjá mér:
Image

Svo á maður að geta fundið bicarbonate með þessari formúlu:
bicarbonate = 61*alkalinity/50

Ég bara veit ekki hvað alkalinity er í þessum töflum :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

Ég nota 2008 tölurnar (því það eru engar 2011 tölur frá Hafnarfirði). Ég notaði þetta skjal til að finna út bicarbonate. Þú þarft að slá inn allar tölurnar og fikta svo með alcalinity þar til ion balance stendur á núlli. Tók mig 5 mínútur. (Athugaðu að sulfate á að vera stillt á SO4, ekki SO4-S.)

Svo reiknar Beersmith þetta bara sjálfkrafa fyrir mig, útfrá þeim vatnsprófíl sem ég vel. Frekar næs.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Slæmdægra Porter

Post by Plammi »

Töff, takk fyrir þetta.
Kominn með vatnsprófíl fyrir (vonandi) rétt vatnsból. Tók tölur frá mælingum úr Eiríksgötu, Reykjavík (2011), bý sjálfur í vesturbænum þannig að þetta ætti að passa.
Attachments
vatn.jpg
vatn.jpg (35.07 KiB) Viewed 17631 times
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

Jæja, fjórði dagur á flöskum, og venju samkvæmt smakka ég. Ekki alveg kolsýrður, en mikið er hann bragðgóður. Kaffið skilar sér alveg mátulega og maltprófíllinn er hreint unaðslegur. Rosalega smooth og notalegur. Betra en ég þorði að vona, eiginlega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Slæmdægra Porter

Post by Eyvindur »

Viðbót: Það er mjög gott súkkulaðibragð af þessum bjór. Ég hallast að því að kalla þetta cappuccino porter.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply