4 Bitterar

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

4 Bitterar

Post by gm- »

Er að fara að taka þátt í bruggkeppni hjá brugghúsi hérna nálægt mér, þar sem vinningshafinn fær að brugga skammt af sýnum bjór hjá brugghúsinu, auk þess að fá smá hluta af ágóða á sölu þess bjórs. Flokkurinn sem allir verða að fara eftir er Ordinary/Standard Bitter, semsagt léttur breskur bitter.

Ég ætla þessvegna að brugga 4 10 lítra skammta af bitter um helgina og leika mér aðeins með malt, humla og ger.

Ég er með 2 basic uppskriftir

Bitter kornuppskrift #1
80% Mariss Otter malt
10% Carastan
5% Victory
5% Aromatic

Bitter kornuppskrift #2
90% Mariss Otter malt
5% Carastan
5% Dexterose

1 skammtur af hverri uppskrift fær einungis BC Goldings humla á meðan hinn fær blöndu af Challenger og Bramling Cross. Er svo með 4 ger, WLP 005 British Ale, WLP 011 European Ale, WLP 023 Burton Ale og WLP 022 Essex Ale.

Ætla svo að reyna að smakka þá alla á sama tíma, blindandi og velja þann sem mér þykir bestur fyrir keppnina.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: 4 Bitterar

Post by bergrisi »

Spennandi verkefni.

Gaman að sjá hvernig þetta kemur út.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: 4 Bitterar

Post by gm- »

Nokkrar myndir frá gærdeginum

Image
Vatnið að hitna

Image
Meskingin

Image
Humlarnir

Suðan
Image

Vona að þessir 2 sem ég gerði í gær verði komnir á krana innan 10 daga, ættu að gerjast fljótt enda OG aðeins um 1.036.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: 4 Bitterar

Post by gm- »

Sá sem kom best út var í raun sá fimmti sem ég gerði:

O.G. 1.037
F.G. 1.011
ABV 3,4%

Uppskrift
0.25 tsp Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60.0 mins Water Agent 1 -
3.30 kg Pale Malt, Maris Otter (3.0 SRM) Grain 2 84.0 %
0.25 kg Caramel/Crystal Malt - 15L (15.0 SRM) Grain 3 6.8 %
0.20 kg Carastan - 85L (85.0 SRM) Grain 4 5.4 %
0.14 kg Aromatic Malt (26.0 SRM) Grain 5 3.8 %
20.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - First Wort 6 Hop 6 14.4 IBUs
17.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 60.0 mi Hop 7 11.1 IBUs
14.00 g Bramling Cross [6.00 %] - Boil 20.0 min Hop 8 6.2 IBUs
1.00 tsp Irish Moss (Boil 10.0 mins) Fining 9 -
17.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 10.0 mi Hop 10 4.0 IBUs
14.00 g Bramling Cross [6.00 %] - Aroma Steep 60 Hop 11 0.0 IBUs
11.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Aroma Steep Hop 12 0.0 IBUs
1.0 pkg Whitbread Ale Yeast (White Labs #WLP017) [35 Yeast 13 -

Frábær bjór, rosalega bragðmikill, og ekki skemmir fyrir að hann sé undir 3.5%, ekkert mál að fá sér 3-4 á virku kvöldi :)

Var að setja nokkra á flöskur til að senda inn í keppnina, mikilvægt að hafa hann mjög létt kolsýrðan, ég hef hann á kút og stillti hann á c.a. 1.5 vol af CO2.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: 4 Bitterar

Post by bergrisi »

Flottur. Spennandi hvað margir eru að gera alkahól litla bjóra með góðum árangri.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: 4 Bitterar

Post by gm- »

bergrisi wrote:Flottur. Spennandi hvað margir eru að gera alkahól litla bjóra með góðum árangri.
Já, það er dáldil kúnst, 2 af þessum bjórum sem ég gerði voru algjört sull og enduðu í vaskinum, voru eins og vel humlað vatn :?

Skemmtilegar tilraunir samt, byrjaður að fíla þennan stíl í botn sem session bjór.
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: 4 Bitterar

Post by hjaltibvalþórs »

Alltaf gaman að fá myndir hingað. Bitter er frábær stíll, auðdrekkanlegur, mikil fjölbreytni innan hans og hentar vel sem "starter" fyrir stærri bjóra.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: 4 Bitterar

Post by gm- »

Hér er sá sem ég endaði með í glasi, yndislegur bjór sem ég er búinn að búa til 3x núna. Fólk trúir því engan veginn að hann sé bara 3.5% :lol:

Image
Post Reply