Svarthöfði (Imperial Stout)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Svarthöfði (Imperial Stout)

Post by Classic »

Endur fyrir löngu á fjarlægri vetrarbraut...

Code: Select all

 Svarthofdi - Russian Imperial Stout
================================================================================
Batch Size: 22.000 L
Boil Size: 26.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 70%%
OG: 1.104
FG: 1.026
ABV: 10.1%%
Bitterness: 57.5 IBUs (Rager)
Color: 42 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                           Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
      Weyermann - Pale Ale Malt Grain  9.500 kg    Yes   No  80%%   3 L
                 Roasted Barley Grain 300.000 g    Yes   No  55%% 300 L
                      CaraAroma Grain 400.000 g    Yes   No  72%% 120 L
                  CaraMunich II Grain 200.000 g    Yes   No  74%%  60 L
  Weyermann - Dehusked Carafa I Grain 200.000 g    Yes   No  70%% 350 L
 Weyermann - Dehusked Carafa II Grain 200.000 g    Yes   No  70%% 425 L
Total grain: 10.800 kg

Hops
================================================================================
          Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
        Magnum 13.5%% 30.000 g Boil 60.000 min Pellet 46.2
 Kent Goldings  6.4%% 40.000 g Boil 10.000 min Pellet  6.3
 Kent Goldings  6.4%% 40.000 g Boil  1.000 min Pellet  4.9

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-04  Ale  Dry 11.000 g Primary
Mín fyrsta atlaga við 10% múrinn, og þetta er búið að vera hasar. Meskingin var sóðaleg, potturinn með dólg (mögulega af því meskingin var svo sóðaleg og elimentin af þeim sökum rök), ég vökvaði kornið of mikið og var af þeim sökum með 28 lítra af virti fyrir suðuen ekki 26 eins og planað var. Sauð hann hátt í klukkutíma aukalega áður en fyrstu humlar fóru út í, en samt gefa fyrstu PBG mælingar til kynna að ég nái ekki OG. En þetta er ekki búið fyrr en sú feita syngur, og ég ætla ekki að gefa upp vonina fyrr en í fyrsta lagi eftir suðuna...

Væntanlega bíða menn samt spenntastir eftir þessu:
Image

Ég hef hingað til ekki stundað það að búa til startera, en þegar maður er að stefna yfir 1,1 í OG, þá þarf maður hellings ger, svo ég ákvað að brugga bara heila lögun af minni bjór sem sem "starter". Þessi var gerjaður í byrjun vikunnar og verður settur í secondary á meðan ég er að kæla hinn, og botnfallið endurnýtt. Mér þykir nafngiftin nokkuð rökrétt, þar sem sá litli verður svo að þeim stóra. Hugsaði fyrst og fremst að brugga "hálfan" Svarthöfða í þessum helstu tölum, stíllinn aukaatriði, en m.v. tölurnar einar og sér, án þess að lesa textalýsingu stílana, má láta kalla hann norður-enskt brúnöl, eða jafnvel léttan porter.

Image

Code: Select all

 Anakin Geimgengill - Northern English Brown Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 76%%
OG: 1.051
FG: 1.013
ABV: 5.0%%
Bitterness: 27.1 IBUs (Rager)
Color: 22 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                           Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Weyermann - Dehusked Carafa II Grain 150.000 g    Yes   No  70%% 425 L
                  CaraMunich II Grain 100.000 g    Yes   No  74%%  60 L
                      CaraAroma Grain 100.000 g    Yes   No  72%% 120 L
                 Roasted Barley Grain 100.000 g    Yes   No  55%% 300 L
      Weyermann - Pale Ale Malt Grain  4.200 kg    Yes   No  80%%   3 L
Total grain: 4.650 kg

Hops
================================================================================
          Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
        Magnum 13.5%% 10.000 g Boil 60.000 min Pellet 19.8
 Kent Goldings  6.4%% 20.000 g Boil  1.000 min Pellet  3.2
 Kent Goldings  6.4%% 20.000 g Boil 10.000 min Pellet  4.1

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-04  Ale  Dry 11.000 g Primary
Stórir bjórar í startpakkagræjunum? Ekki málið. Var að spá í að taka Old Monster Barleywine næst :)
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Svarthöfði (Imperial Stout)

Post by Classic »

OG 1,092. Tveggja stafa talan verður að bíða betri tíma.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Svarthöfði (Imperial Stout)

Post by Classic »

Flaskaðir. Svarthöfði endaði í skitnum 8,7%. Ekki einu sinni minn sterkasti til þessa, en það er ný uppskrift komin á teikniborðið, með hluta pale maltsins skipt út fyrir DME, sem þýðir minna korn í meskingu, sem þýðir betri nýtni sem þýðir stærri bjór :skal:

En þangað til hefur maður þetta til að njóta:
Attachments
Flaskaðir
Flaskaðir
ani&vader.jpg (514.54 KiB) Viewed 7119 times
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Svarthöfði (Imperial Stout)

Post by Plammi »

Nett nerdgasm á að lesa þetta...
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply