Grái Jarlinn IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Grái Jarlinn IPA

Post by æpíei »

Ég smakkaði Leo's Early Breakfast IPA í vetur á ferðalagi í Kanada og langaði að brugga eitthvað í líkindum við hann. Þær upplýsingar sem ég hef eru að þetta er IPA með guava þykkni og earl grey tei, humlaður með Nelson Sauvin. Ég fór á stúfana og fann til eitt og annað og útkoman var þessi:

5,00 kg Pale Malt (Weyermann)
0,35 kg Caramunch III (Weyermann)
28,35 g Green Bullet (60 min)
28,35 g Nelson Sauvign (20 min)
Guava og Earl Grey blanda, 135 g sykur (15 min)
28,35 g Nelson Sauvign (0 min)
28,35 g Motuaka (0 min)

Suða 75 mín. Beersmith áætlar OG 1.065 og IBU 67,5. ABV ætti að vera um 6,8%.

Ég ákvað að fara alfarið í nýsjálenska humla. Stærðirnar markast af því að ég er með 1 oz poka og set einn poka í í hvert skipti.

Aðal vandamálið snýr að þessu guava þykkni. Ég fann það hvergi, hvorki hér á landi né í Bandaríkjunum. Hins vegar fann ég guava paste, sem er nokkurs konar hlaup. Ég prófaði að leysa það upp í sjóðandi vatni og það var alveg ágætt á bragðið. Svo ég tók 200 g af því (hálfur pakki) og sauð í ca 1,5 lítra af vatni. Hlaupið er ca 68% sykur þannig að 200 g af hlaupinu eru 135 g af sykri. Út í þetta setti ég 5 poka af Earle Grey tei og lét liggja í klukkutíma. Þessa blöndu, sem bragðaðist sem ágætis sætt te, setti ég í suðuna síðustu 15 mínúturnar.

Gerið er Wyeast American Ale 1056 starter. Gerjað við 18 gráður ca 2 vikur. Ég er ekki búinn að ákveða með þurrhumlun, kannski set ég annan eins skammt af Motuaka og Nelson Sauvign.

Stefni á að mæta með þennan á septemberfund Fágunar, svo framarlega sem hann verður boðlegur :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Grái Jarlinn IPA

Post by bergrisi »

Flott.
Metnaðarfullt og öðruvísi. Verður gaman að sjá hvernig þessi heppnast.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Grái Jarlinn IPA

Post by gm- »

Þessi hljómar vel, hlakka til að heyra hvernig til tókst :skal:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Grái Jarlinn IPA

Post by æpíei »

Grái Jarlinn fór á flöskur í vikunni. OG var 1.065, FG 1.016 sem gerir ABV 6,6%. Ég smakkaði aðeins á honum og hann hafði skemmtilega blöndu af humlum og sætu úr guava sætuefninu. Hann ætti vonandi að vera orðinn fínn eftir aðra viku eða svo þegar smá kolsýra er kominn í hann.

Læt fylgja með til gamans mynd af nokkrum mismunandi flöskum og kút sem hann fór á. Þennan litla 5 lítra kút fékk ég hjá þeim Kodiak mönnum sefm flytja inn BrauMeister. Meiningin er að taka hann með í góða sumarbústaðaferð, enda handhægur í ferðalagið. Stóra flaskan við hliðina á er 1 lítri. Ég tók hana snöggvastúr svarta plastpokanum sem hún er geymd í til að mynda með hinum.

http://www.speidels-braumeister.de/Acce ... g::18.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Attachments
IMG_1967.JPG
IMG_1967.JPG (293.62 KiB) Viewed 8885 times
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Grái Jarlinn IPA

Post by helgibelgi »

töff kútur 8-)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Grái Jarlinn IPA

Post by æpíei »

Já, ég er spenntur að sjá hvernig þessir kútar koma út. Hef séð svona áður hjá kunningja mínum erlendis og fannst sniðugt. Upplagt ef þú ert að gera bjór fyrir ákveðið tilefni þar sem 5 lítrar af bjór munu hverfa á einu kvöldi, mesta lagi 2.

Það er útdraganlegur tappi á honum að neðan. Dregur út og snýrð 90 gráður, þá flæðir bjór út. Það er líka hægt að fá handpumpu eða CO2 pumpu sem er sett ofan á, stungið gegnum tappa í lokinu. Sjá http://www.fass-frisch.com/english/produkte/produkt.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Grái Jarlinn IPA

Post by æpíei »

Þá er komin smá reynsla á Gráa Jarlinn. Fólk er almennt mjög hrifið, finnst flott bragðið af guava og tei, alveg hæfilega mikið. Hann er ekki of-humlaður, svona á mörkum þess að vera almennilegur IPA. Ég þurrhumlaði með 28 g af hvorum Nelson Sauvign og Motuaka, það gefur mjög góðan ilm. En ég myndi setja meira af humlum í 60 og 20 mín næst til að fá meira og ákveðnari beiskju og bragð.

Þetta guava paste sem ég notaði er svipað þessu hér
http://www.mycolombianrecipes.com/guava-paste-bocadillo" onclick="window.open(this.href);return false;

Loks má geta þess að 5l kúturinn reyndist frábærlega og sló í gegn. Præmaði með sama magni af sykri og ég nota á flöskur og það var alveg passlegt fyrir þennan kút.
Post Reply