Ananas Pale Ale

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Ananas Pale Ale

Post by Örvar »

Ég lagði í einn Pale Ale í dag með ananas viðbót að hætti gm- (http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2623)

Uppskriftin var:

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 23,18 l
Post Boil Volume: 17,68 l
Batch Size (fermenter): 15,00 l
Bottling Volume: 13,00 l
Estimated OG: 1,053 SG
Estimated Color: 7,5 SRM
Estimated IBU: 43,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 79,3 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3,25 kg Pale Malt (2 Row) Bel (3,0 SRM) Grain 1 86,7 %
0,20 kg Caramunich Malt (56,0 SRM) Grain 3 5,3 %
0,30 kg Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM) Grain 2 8,0 %
20,00 g Cascade [7,40 %] - Boil 60,0 min Hop 4 24,3 IBUs
20,00 g Cascade [7,40 %] - Boil 20,0 min Hop 5 14,7 IBUs
20,00 g Cascade [7,40 %] - Boil 5,0 min Hop 6 4,8 IBUs
20,00 g Cascade [7,40 %] - Boil 0,0 min Hop 7 0,0 IBUs
1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 8 -

Setti næstum heilan meðalstóran ananas, skorinn í bita, útí suðuna síðustu 15 mínúturnar.

Eftir suðu var ananasbragðið ekki mjög áberandi, spurning hvort ég hendi 0,5-1 L af ananassafa eða jafnvel ananassneiðum úr dós útí þegar gerjunin er að verða búin. Ætla að smakka eftir ca. viku og sjá til.
:skal:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ananas Pale Ale

Post by sigurdur »

Sykurinn er mjög yfirþyrmandi fyrir gerjun .. bragðið skín yfirleitt mjög vel í gegn (með hvaða viðbót sem er) eftir gerjun.
Ég myndi leyfa gerjun bara að klárast og smakka svo ..
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Ananas Pale Ale

Post by helgibelgi »

Spurning hvernig þetta kemur út með ananas-viðbót í suðu. Ég prófaði ananas viðbót í secondary og það finnst ekkert ananas bragð né lykt af honum í bjórnum. Þetta var reyndar út í IPA svo að humlarnir gætu verið að spila á móti. Gæti samt trúað að þú lendir í svipuðu með þinn Pale Ale (ef humlarnir eru vandamálið)

Jamil segir að ein fyrstu mistökin hans með ávaxtaviðbætur í bjór var að para vitlaust. Hann segir að ananas passi ekki við humlaða bjóra.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Ananas Pale Ale

Post by Örvar »

sigurdur wrote:Sykurinn er mjög yfirþyrmandi fyrir gerjun .. bragðið skín yfirleitt mjög vel í gegn (með hvaða viðbót sem er) eftir gerjun.
Ég myndi leyfa gerjun bara að klárast og smakka svo ..
Já það var pælingin, ætla að smakka þegar krausenið er fallið og gerjun lokið og ákveða þá hvort ég bæti við meiri ananas. Hugmyndin var að ananasinn komi frekar vel fram í bragðinu.
helgibelgi wrote:Spurning hvernig þetta kemur út með ananas-viðbót í suðu. Ég prófaði ananas viðbót í secondary og það finnst ekkert ananas bragð né lykt af honum í bjórnum. Þetta var reyndar út í IPA svo að humlarnir gætu verið að spila á móti. Gæti samt trúað að þú lendir í svipuðu með þinn Pale Ale (ef humlarnir eru vandamálið)

Jamil segir að ein fyrstu mistökin hans með ávaxtaviðbætur í bjór var að para vitlaust. Hann segir að ananas passi ekki við humlaða bjóra.
Já þetta er náttúrulega svolítið vel humlaður pale ale svo það gæti verið að humlarnir feli aðeins ananasinn, amk fyrir gerjun.
Hversu mikið settirðu af ananas í secondary?
Það gæti verið að ananas viðbætur passi betur í léttan wit eða cream ale.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Ananas Pale Ale

Post by helgibelgi »

Ég notaði einn ferskan ananas í ca. 15 lítra af bjór. Ég skar ananasinn fyrst í bita og maukaði og hitaði svo maukið upp í 75°C í smá tíma og svo beint inn í frysti þar til ég bætti honum út í secondary.

Ég gerði það sama með kiwi. Notaði þá 4 kiwi í ca 4 lítra af bjór. Sama sagan með þann bjór, ekkert kiwi bragð eða lykt. Þetta var sami IPA-inn upphaflega (splittaður í 15 og 4 lítra). Ég kenni humlunum um þetta og vankunnáttu minni á ávaxtaviðbótum.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananas Pale Ale

Post by gm- »

Örvar wrote:
sigurdur wrote:Sykurinn er mjög yfirþyrmandi fyrir gerjun .. bragðið skín yfirleitt mjög vel í gegn (með hvaða viðbót sem er) eftir gerjun.
Ég myndi leyfa gerjun bara að klárast og smakka svo ..
Já það var pælingin, ætla að smakka þegar krausenið er fallið og gerjun lokið og ákveða þá hvort ég bæti við meiri ananas. Hugmyndin var að ananasinn komi frekar vel fram í bragðinu.
helgibelgi wrote:Spurning hvernig þetta kemur út með ananas-viðbót í suðu. Ég prófaði ananas viðbót í secondary og það finnst ekkert ananas bragð né lykt af honum í bjórnum. Þetta var reyndar út í IPA svo að humlarnir gætu verið að spila á móti. Gæti samt trúað að þú lendir í svipuðu með þinn Pale Ale (ef humlarnir eru vandamálið)

Jamil segir að ein fyrstu mistökin hans með ávaxtaviðbætur í bjór var að para vitlaust. Hann segir að ananas passi ekki við humlaða bjóra.
Já þetta er náttúrulega svolítið vel humlaður pale ale svo það gæti verið að humlarnir feli aðeins ananasinn, amk fyrir gerjun.
Hversu mikið settirðu af ananas í secondary?
Það gæti verið að ananas viðbætur passi betur í léttan wit eða cream ale.
Ananasinn kom frekar vel fram hjá mér eftir gerjun, og passaði rosalega vel við cascade humlana. Ég var að reyna að klóna bjór sem hefur unnið fjölda verðlauna, Spearhead Hawaiian style pale ale, held að þeir bæti við ananas safa. Eftir gott spjall við reynslumeiri bruggara í bruggklúbbnum mínum, sem hafði einmitt lent í svipuðu og helgibelgi (lítið ananasbragð af ferskum í secondary) ákvað ég að sjóða ananasinn og það kom ansi vel út, svo vel að skamturinn minn kláraðist á 2 vikum :sing:

Vonandi kemur hann jafn vel út hjá þér, ég ætla að smella í hann aftur fljótlega, klárlega bjór til að hafa á krana í sumar :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Ananas Pale Ale

Post by Örvar »

Fannst uppskriftin þín einmitt of girnileg. Hafði hann þó aðeins léttari hjá mér og kannski aðeins humlaðari.
Hlakka til að smakka og sjá hvernig hann verður.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Ananas Pale Ale

Post by Örvar »

Nú er gerjunin nánast búin, krausenið fallið og ég tók smakk.
Ananasbragðið er mjög lítið og óáberandi en annars samakkaðist bjórinn vel.

Ég er að spá í að henda útí primary (nenni ekki að nota secondary ílát) 3 litlum dósum af ananasskífum í safa áður en ég tappa á flöskur eftir ca. rúma viku.
Þar sem innihald dósanna er væntanlega pasteurized ætti maður þá nokkuð að hafa áhyggjur af ensímum sem eru "hættuleg" fyrir gerið eins og er minnst á hér(http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2623) ?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananas Pale Ale

Post by gm- »

Ertu farinn að smakka? Ákvaðstu að bæta meiri ananas? Ég gerði annan skammt og jók aðeins þurrhumlunina og fannst hann koma enn betur út, kúturinn sem ég tók með í bruggútilegu kláraðist á 2 kvöldum :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Ananas Pale Ale

Post by Örvar »

Ég tappaði á flöskur í vikunni. Er mjög spenntur að smakka hann aftur en hann virkaði mjög ljúfur með lúmsku ananasbragði.
Ég bætti útí gerjunarfötuna 3 litlum dósum af ananassneiðum í safa útí, samtals tæp 700g.
Post Reply