Brúður Frankensteins (ljósöl)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Brúður Frankensteins (ljósöl)

Post by Classic »

Hlóð í einn brunaútsölubjór í gærkvöldi. Tók einfaldlega alla þá humla sem ég fann í frystinum, og ekki voru eyrnamerktir öðrum verkefnum (þ.e. allt nema Columbusinn sem á að þurrhumla Conquistador IIPA bjórinn seinna í vikunni), setti í einn poka og hristi og sauð í mörgum litlum skömmtum í ljósum og sumarlegum blonde virti. Að sjálfsögðu allt nóterað svo ég geti endurtekið leikinn ef þetta kemur vel út. Cascade, Magnum, Amarillo og Citra. Hlutföllin eru atvinnuleyndarmál :)

Code: Select all

 Brudur Frankensteins - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 77%%
OG: 1.047
FG: 1.012
ABV: 4.6%%
Bitterness: 41.0 IBUs (Tinseth)
Color: 6 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
  Weyermann - Pale Ale Malt Grain  4.000 kg    Yes   No  80%%   3 L
         Cara-Pils/Dextrine Grain 150.000 g     No   No  72%%   2 L
 Caramel/Crystal Malt - 20L Grain 150.000 g     No   No  75%%  20 L
Total grain: 4.300 kg

Hops
================================================================================
         Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 60.000 min Pellet 11.7
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 30.000 min Pellet  9.0
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 20.000 min Pellet  7.1
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 15.000 min Pellet  5.8
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 10.000 min Pellet  4.3
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil  5.000 min Pellet  2.3
 Frankenstein 10.2%% 15.000 g Boil  1.000 min Pellet  0.8
 Frankenstein 10.2%% 15.000 g Boil    0.000 s Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Mér gengur brösuglega að ná stöðugleika í nýtnina hjá mér. Ég get svo svarið að ég fék 80% nýtni úr þessu sama maltbilli þegar ég notaði það í vetur undir nafninu Dömufrí, en bara 77% núna, svo humlarnir eru aðeins meira afgerandi en ég hafði upprunalega planað, en ekkert alvarlega. Ég og flestir sem drekka með mér eru vitlausir í ameríska humla, svo ég hef litlar áhyggjur af því að sitja uppi með þetta :)

Miði. Aldrei gera bjór öðruvísi en með miða. Reyndi það einu sinni, hefði allt eins geta vaðið í verkefnið án uppskriftar, vissi ekkert hvað ég var að gera :)
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brúður Frankensteins (ljósöl)

Post by bergrisi »

Snillingur. Þú ert miða kóngurinn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply