Humaröl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Humaröl

Post by gm- »

Ég og félagi minn í bruggklúbbnum ákváðum fyrir nokkru (eftir þónokkra bjóra) að við þyrftum að gera humarbjór. Í gær létum við verða af því.

Uppskriftin:

77.5% Marris Otter
15% Vienna
3.75% C-20
3.75% Victory

Humlar:
28 gr East Kent Goldings @ 60
14 gr East Kent Goldings @30

Við vildum engar late additions, þar sem þær gætu hulið bragðið af humrinum.

Ger:
English Ale, S-04

Humrar:
3 stk, amerískir humrar. Suðum þá fyrst.
Image

Við gerðum 20 lítra lögn hvor, og höfðum þær eins fyrir utan viðbótina af humrinum.

Í fyrri lögninni, þegar um 20 mínútur voru eftir að suðunni smelltum við um 1.5 kg af heilum humri útí virtinn.
Image

Í seinni lögninni, þegar 25 mínútur voru eftir, bættum við 1.5 kg af humri útí, en í þetta sinn rifum við hann niður, og brutum upp skelina á klónum og fótum, til að reyna að fá aðeins meira bragð útí bjórinn.
Image
Image

Svona leit þetta út í lokinn
Image

Við enduðum svo auðvitað daginn á því að borða humarinn, var ansi ljúffengur, létt humlaður og dísætur :fagun:

Kemur svo í ljós hvort þetta reynist drykkjarhæft :mrgreen:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Humaröl

Post by Idle »

Þetta er án efa það furðulegasta sem ég hef séð í bjórgerð, en samt allt að því að vera rökrétt! Humar = góður, bjór = góður... :o

Hlakka til að lesa lýsingarnar þegar bjórinn er tilbúinn (vona að það verði þó ekkert hrossaskítsbragð!). :lol:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Humaröl

Post by hjaltibvalþórs »

Þetta er svakalegt, endilega láttu okkur vita hvernig þetta kemur út. 21st Amendment gerðu bjór með Ostruskeljum: http://21st-amendment.com/beers/marooned-on-hog-island/" onclick="window.open(this.href);return false; sem er víst mjög góður svo kannski er humarbjór ekki svo vitlaus hugmynd.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Humaröl

Post by hrafnkell »

Sá einmitt brewingtv þátt um ostrubjórinn. Þá held ég að ég kjósi humarbjórinn :)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Humaröl

Post by Classic »

hvílígur bjór firi humar!
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Humaröl

Post by helgibelgi »

Fór humarinn lifandi út í?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humaröl

Post by gm- »

helgibelgi wrote:Fór humarinn lifandi út í?
Nei, við suðum hann fyrst í 10 mín í vatni til að drepa hann. Þegar þeir drepast þá losa þeir bæði saur og þvag sem okkur þótti ekki æskilegt fyrir bjórinn :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Humaröl

Post by bergrisi »

Algjör snilld. Fíla svona tilraunir í botn. Það er allt leyfilegt í þessu snilldarhobby.
Bíð spenntur eftir niðurstöðunni og takk fyrir myndirnar.
Þið eruð snillingar og skilaðu kveðju til bruggfélagans.
Í hljómsveitinni minni eru allar ákvarðanir teknar á þriðja bjór. Verða alltaf soldið skrautlegar. Svipað og þið hafið gert.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humaröl

Post by gm- »

bergrisi wrote:Algjör snilld. Fíla svona tilraunir í botn. Það er allt leyfilegt í þessu snilldarhobby.
Bíð spenntur eftir niðurstöðunni og takk fyrir myndirnar.
Þið eruð snillingar og skilaðu kveðju til bruggfélagans.
Í hljómsveitinni minni eru allar ákvarðanir teknar á þriðja bjór. Verða alltaf soldið skrautlegar. Svipað og þið hafið gert.
Takk takk.

Allar ákvarðanir á þriðja bjór hljóma vel, eitthvað sem stjórnmálamenn ættu kannski að íhuga :sing:
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Humaröl

Post by gm- »

Image

Hafði víst aldrei smellt inn mynd af humarölinu alræmda. Lyktin er eingöngu af humri, og ekkert rosalega góð, dálið eins og lykt þegar humar er soðinn/grillaður. Bragðið er hinsvegar ekki svo sterkt, það er til staðar, en aðallega bragðast bjórinn eins og breskt pale ale, í eftirbragðinu kemur svo humarinn sterkur inn aftur og þér líður eins og þú hefur verið að smjatta á humri.

Kom mér á óvart hvað hann rennur vel niður, hef alveg drukkið 2-3 glös af honum á kvöldi án þess að fá nóg af humralyktinni. Held að ég sé samt sem áður ekkert að fara brugga hann aftur í bráð, nema kannski fyrir bruggkeppni, gæti verið skemmtilegt framlag í flokk 23 :mrgreen:
Post Reply