Vor Saison

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Vor Saison

Post by gm- »

Ætla að smella í þennan um helgina, byrjaði starterinn í dag.

Uppskriftin er byggð á Saison Printemps uppskrift úr Zymurgy frá 2008, en ég breytti henni aðeins með hliðsjón af lagerstöðu minni.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 26.63 l
Post Boil Volume: 24.74 l
Batch Size (fermenter): 20.00 l
Bottling Volume: 20.00 l
Estimated OG: 1.073 SG
Estimated Color: 5.3 SRM
Estimated IBU: 30.7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 87.2 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4.00 kg Pilsner (2 Row) Ger (2.0 SRM) Grain 1 63.5 %
1.30 kg Wheat Malt, Ger (2.0 SRM) Grain 2 20.6 %
0.25 kg Aromatic Malt (26.0 SRM) Grain 3 4.0 %
0.25 kg Carafoam (2.0 SRM) Grain 4 4.0 %
50.00 g Willamette [5.50 %] - Boil 60.0 min Hop 5 25.6 IBUs
20.00 g Tettnang [4.50 %] - Boil 20.0 min Hop 6 5.1 IBUs
0.50 kg Candi Sugar, Clear [Boil for 10 min](0.5 Sugar 7 7.9 %
20.00 g Willamette [5.50 %] - Aroma Steep 0.0 mi Hop 8 0.0 IBUs
1.0 pkg Belgian Style Saison Ale Yeast Blend (Wh Yeast 9 -

Ætti að vera frískandi og bragðgóður sumarbjór
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Vor Saison

Post by hjaltibvalþórs »

Þessi lítur vel út. Hvað ertu að spá í að fara hátt í gerjunarhita?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Vor Saison

Post by gm- »

Eins hátt og húsið leyfir, búið að vera heitt undanfarna daga, þannig að ég vona að það haldist í 23-25°C á heitasta stað hússins. Er svo með lítinn hitablásara sem ég get notað til að auka hitann enn frekar, væri ágætt að ná honum uppí 27.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Vor Saison

Post by gm- »

Bruggaði þennan í gær og allt tókst mjög vel, fyrir utan að ég ruglaðist á caraaroma og aromatic þegar ég var að vigta kornið. Þannig að það verður bara að hafa það, hann verður þá dáldið appelsínugulur, ætti samt sem áður að bragðast ágætlega, :)

Þessi ætti að verða kominn á kút á topp tíma, akkurat þegar sumarið byrjar að kicka inn af alvöru.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Vor Saison

Post by gm- »

Þessi kom þokkalega út, full sterkur samt, kom út um 8% hjá mér, sem er fullmikið fyrir bjór sem rennur svona auðveldlega niður :)

Image
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Vor Saison

Post by bergrisi »

Flottur. Á ennþá eftir að gera Saison bjór.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply