Hraðbruggaður Tri-centennial

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Hraðbruggaður Tri-centennial

Post by tryggvib »

Í miklum flýti í gærmorgun henti ég ásamt vini mínum í einn Tri-centennial IPA rétt áður en vinurinn átti að mæta í vinnuna. Allt gekk vel framan af nema að vinurinn mætti of seint (einum og hálfum tíma áður en hann þurfti að fara í vinnuna) þannig að við flýttum okkur svolítið við meskjunina. Á endanum fór hann í vinnuna í þann mund sem við vorum að hefja útmeskjun (mashout). Ég endaði í því að klára að ná upp pokanum, kreista, ná upp suðu, sjá um suðuna og gerjunina. Það endaði ekkert sérlega vel. Á meðan ég var að ganga frá meskipokanum og kom suðan upp og það byrjaði að freyða um allt þvottahúsið.Ég hljóp með tunnuna út á svalir, stakk í samband og náði suðunni upp fljótt aftur. Henti humlunum út í og hóf að skúra veggi og gólf.

Þegar humlun og suðu lauk flutti ég allt aftur inn í nýskúrað þvottahúsið til að kólna. Var svo að setja yfir í gerjunartunnuna núna í morgun og strá gerinu yfir (vó hvað það voru miklir humlar í botnfalli - ég setti eitthvað af þeim með í gerjunarfötuna en hélt eftir smá af botnfallinu.

OG endaði bara í 1.053. Uppskriftin á brew.is segir 1.068 (ef ég geri ráð fyrir að hún sé um 72% nýtni þá hef ég bara endað í 56% sem er arfaslakt). Þetta á eftir að vera forvitnilegt. Ég held samt ég forðist í framtíðinni svona hraðbruggdaga og bíði frekar þangað til það er nægur tími til að gera þetta rólega (og vanda sig betur).

Ég er annars að spá hvort það geti haft mikil áhrif að ná upp suðu, slökkva undir, færa suðutunnuna út og ná suðunni upp aftur þar. Mér finnst það hentugra heldur en að gufumetta alla íbúðina. Ég myndi ekki halda að það ætti að hafa áhrif á nýtnina þar sem meskingunni er lokið.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hraðbruggaður Tri-centennial

Post by Plammi »

Þetta hefur verið mikið fjör :)
En þú þarft ekki að hafa áhyggjur af suðunni, hef heyrt af mönnum sem hafa lent í veseni með hitaelementin sín og klárað síðustu 15min af suðu sólahring seinna án þess að skemma bjórinn.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply