Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Post by gm- »

Ætla að prófa í fyrsta sinn að nota gömlu ensku parti-gyle aðferðina til að brugga 2 ólíka bjóra úr sama korni..

Fyrsta runnings (hvað er gott íslenskt orð fyrir þetta?) verður amerískt byggvín (American Barleywine), á meðan annað og þriðja runnings verða amerískt ljós öl (APA)

Rúmmál: 10 lítrar af byggvíni, 20 lítrar af APA.

Korn:
Amt Name Type # %/IBU
8.00 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 83.3 %
0.50 kg Caramel/Crystal Malt - 80L (80.0 SRM) Grain 2 5.2 %
0.25 kg Carafoam (2.0 SRM) Grain 3 2.6 %
0.25 kg Munich Malt (9.0 SRM) Grain 4 2.6 %
0.60 kg (0.2 kg í byggvínið, 0.2 kg í APA) Sugar, Table (Sucrose) [Boil for 20 min] Sugar 5 6.3 %

Áætlað O.G úr korninu ef ég myndi brugga 30 lítra á venjulegan hátt er 1.073.

Til að reikna áætlað O.G fyrir byggvínið og APA-inn þá notaði ég formúlu frá einum af bloggurunum á Beersmith, Brad Smith.

Formúlan er: Gravitystig í runnings = (Áætluð gravitystig úr korninu (73 hér) * hlutfall gravitystiga (helmingur eða 0.5) / hlutfall runnings (svo ef þú ert að áætla fyrir fyrsta runnings sem á að vera 1/3 af heildarrúmmálinu þá er þetta 1/3).
Áætlað OG í byggvíninu er þannig: 73*0.5/(1/3) = 109 stig eða 1.109.
Áætlað OG í APA-inum er þannig: 73*0.5/(2/3) = 54 stig eða 1.054.

Ég reiknaði litinn (SRM) á svipaðan hátt, með jöfnu byggða á Morey jöfnunni, Malt Colour Units og svo hversu mikið hlutfall Gravitysins fer í fyrsta runnings:

SRM = 1.4922 * ((MCU * Gravityhlutfall) ** 0.6859)
Svo áætlað SRM fyrir byggvínið: 1.4922* ((16.41*(2/3))*0.6859) = 11.2 SRM
og fyrir APA er það: 1.4922*((16.41*(1/3))*0.6859) = 5.6 SRM

Næ að saxa aðeins á humlalagerinn í þessum tveimur.
Fyrir byggvínið þá var ég að spá í að nota nugget eða magnum til að ná beiskjunni uppí 110 IBU, og svo centennial, chinook og amarillo í late addition og að lokum amarillo og centennial í þurrhumlun. Ætla svo að láta þennan þroskast fram á næsta vetur, fyrsta smakk verður sennilega um jólin.

Svipuð saga fyrir APA-inn, 50 IBU með magnum eða nugget, og svo amarillo á 10 mín, flameout og þurrhumlun.

Verður áhugaverð tilraun, og ég ætti að fá einn þungan bjór fyrir næstu jól, og léttari sumarbjór á sama tíma.
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Post by einarornth »

Ég hef gert svipað, gerði imperial stout og hálfgerðan porter úr second runnings. Gekk alveg prýðilega en svolítið vesen þegar maður er bara með einn suðupott.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Post by gm- »

Þessir komu rosalega vel út, hugsa að ég muni brugga svona skammt aftur fljótlega.

Byggvínið er að þroskast í flöskunum, en það sem ég hef smakkað kom rosalega vel út, vel humlað og gott.

Ljósölið er frábært, amarillo eru yndislegir humlar, en ég notaði 30 gr á 10 mín og flameout, og svo þurrhumlaði ég með 60 gr, fyrir beiskju notaði ég Nugget. Ljósölið er búið að vera á krana hjá mér núna í sumar og kúturinn var að klárast. Hugsa að ég smelli í þetta aftur þegar ég klára næstu 2 kúta (Saison og SN Torpedo).

Hér er ein mynd af ljósölinu.
Image
Post Reply