Jólabjórinn 2013

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Jólabjórinn 2013

Post by einarornth »

Var að skella jólabjórnum 2013 á flöskur, hann á að vera bestur eftir 6 mánuði á flöskum. Þetta er eftirgerð af Founders chocolate coffee stout, gott ef hann heitir ekki bara breakfast stout.

Vegna almennrar leti og anna var hann helvíti lengi í gerjun, svona 3-4 mánuði! Bragðið er samt gott, nokkuð þurr þrátt fyrir að enda bara í 1.030 eða svo (það var aðeins of kalt í skúrnum). Smá kaffi og kakó og líka aðeins chili keimur.

Image
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Jólabjórinn 2013

Post by bergrisi »

Flott. Hljómar spennandi.
Alltaf gaman að sjá menn gera miða á bjórana. Er of latur í þetta sjálfur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Jólabjórinn 2013

Post by gr33n »

Þýðir nokkuð að pósta svona gúrme dóti án þess að gefa okkur uppskriftina ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Jólabjórinn 2013

Post by einarornth »

gr33n wrote:Þýðir nokkuð að pósta svona gúrme dóti án þess að gefa okkur uppskriftina ;)
Já, aldrei að vita nema ég geti grafið hana upp. Annars er hún líka á homebrewtalk, "Founders breakfast stout".
Post Reply