Page 1 of 1

Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 18. Apr 2013 22:36
by bjorninn
Ég var að tappa þessum á flöskur.

Ég er mjög hrifinn af Libertine Black Ale frá Brewdog, ég hef ekki séð neina klón uppskrift en ég ákvað að prófa að föndra eitthvað úr þessum upplýsingum sem þeir gefa upp: http://www.brewdog.com/beer/libertine-black-ale. Líka gaman að prófa simcoe single hop.

OG 1,073 (var að miða á 69 en lét þetta vaða)
FG 1,012
67 IBU

5,8kg pale ale
500gr Munich I
400gr Carafa Special III
200gr Carahell
130gr CaraAroma

90 mín við 65°C

90 mín suða
20gr simcoe (13%) 60 mín
25gr simcoe 20 mín
25gr simcoe 5 mín
25gr simcoe 0 mín
75gr simcoe dry hop 7 dagar

US05

Af mælisýninu að dæma þá hef ég verið of ragur við humlana. En það verður gaman að sjá hvernig hann kemur saman.

Annars eru allar ábendingar vel þegnar, ég hugsa þennan bara sem fyrsta uppkast..

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 18. Apr 2013 22:49
by bergrisi
Spennandi bjór en titillinn er eiginlega langflottastur.

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 19. Apr 2013 16:31
by gm-
Ekkert British Crystal 30 og Crystal 80 eða 120?

Annars hljómar þetta mjög vel, simcoe eru skemmtilegir humlar.

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 19. Apr 2013 19:52
by bjorninn
Já, takk fyrir það.

Ég hafði töfluna góðu til hliðsjónar ( http://www.brew.is/files/malt.html" onclick="window.open(this.href);return false; ) og notaði CaraHell í stað crystal 10, caraAroma í stað 120. Ég vissi ekki með magnið, ákvað allavega að hafa ristaða maltið í 10% en svo er munichið nokkurnveginn út í bláinn.

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 12. Sep 2013 17:33
by bjorninn
Jæja, þessi kom ágætlega út. En mér fannst hann samt eitthvað off. Ég prófaði að smakka hann og fyrirmyndina hlið við hlið, og breytti uppskriftinni eftir því þegar ég lagði í hann aftur núna um daginn.

Ég vildi láta hann klára aðeins hærra svo ég hækkaði hitann í meskingunni örlítið; og mér fannst einsog lyktin af humlunum mætti vera aðeins bjartari, þannig að ég prófaði að þurrhumla í þrepum. Og jók pínulítið við þurru humlana í leiðinni. -- Mér finnst það koma vel út, ég get auðvitað ekki verið viss um að það hafi breytt miklu þar sem fyrri versjón er orðin þetta gömul, en ðems ðe breiks.

Ég prófaði líka first wort hops í staðinn fyrir 60mín viðbót og gerjaði við 17°C í stað 19°C.

Libertine Black Ale er 7,2% minnir mig, fyrsta atrennan mín var tæp 8% og þó það hafi ekki verið neitt truflandi áfengisbragð af bjórnum þá fannst mér hann of sterkur. Ég ákvað að lækka þennan niður í rúm 6%. Mér finnst hann koma vel út, en hann stendur þá svona:

19l
OG 1,062
FG 1,014
78 IBU

4kg Pale ale
1kg Munich
260gr CaraHell
130gr CaraAroma
(Ekkert Carafa Special III, fékk þess í stað prufuflösku af Sinamar hjá Hrafnkeli. Ein svoleiðis dekkti bjórinn úr rúmum 11SRM, skv. útreikningi, í tæplega 30SRM, áætlað.)

90mín við 66°C

20gr Simcoe FWH
25gr Simcoe 15 mín
25gr Simcoe 5 mín
25gr Simcoe 1 mín
30gr Simcoe 7 dagar
30gr Simcoe 5 dagar
30gr Simcoe 3 dagar

US05

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 5. Dec 2015 00:24
by æpíei
Takk fyrir þessa uppskrift. Geri ráð fyrir að þú notir nú CS III aftur til að fá litinn og ristunina. Bjórinn þinn í Jóladagatali 2015 byggður á þessu kom mjög vel út. Hvað ertu að geyma hann lengi á flöskum áður en þú serverar hann?

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 7. Dec 2015 13:45
by bjorninn
Takk fyrir það! Já, ég fór aftur í CS III. Hækkaði líka OG í 1,066. Hann var búinn að vera þrjár vikur á flösku þegar hann var opnaður í dagatalinu, það sleppur alveg.

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 7. Dec 2015 14:05
by æpíei
Ég kýldi á þennan. Átti flest til, annað var improviserað. Ætla að reyna að koma honum undir á jólunum. Hann verður ungur en sjáum til.

Re: Spjátrungur í eigin föðurlandi

Posted: 7. Dec 2015 18:38
by bjorninn
Spennó!