Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by Mummi »

Jæja, mér datt í hug að fólki gæti þótt áhugavert að skoða nótur frá algjörum byrjanda frá fyrstu brugguninni. Nú getið þið sem reyndari eruð séð hversu langt þið eruð komin frá þessum fyrstu skrefum.
Þetta er nokkurnveginn óritskoðað og allt í belg og biðu en svona kom þetta af kúnni. Svo er hér í myndaviðhengi miðinn sem ég gerði fyrir þennan. Kannski að maður setji inn myndir af fyrstu smökkun seinna.

Fyrsti bjórinn:

Uppskrift er IPA frá Brew.is

27 lítrar af vatni, ca. 19-20 lítrar af bjór.

Meskihitastigið var óvart í hærri kantinum, um 70 gráðurnar fyrstu 10 mínúturnar ca.

OG 1.066-8 við 20 gráður

Asnaðist til að sjúga upp bjórinn með munninum á siphon slöngunni. Ef hann er sýktur þá er það þetta.
Viðbót eftir á: ekkert slæmt gerðist.

Sótthreinsaði allt og joðlausnin var 3x of sterk. Ef það er joðbragð af honum þá er það það.
Viðbót eftir á: ekkert slæmt gerðist.

Gerjaði af vankunnáttu við 22-25 gráður fyrstu tvo dagana sem er of hátt. Aukabragð gæti falist í banana og ávaxtatyggjói, sem er ekkert svo slæmt. Sjáum til.

Blow off tube nauðsynlegt fyrstu 3 daga. á 4. degi koma bubblur á ca. 40 sek. fresti og tími til kominn að skipta yfir í airlock.

mikið botnfall, bæði kunni ég ekki að sneiða hjá því þegar ég fleytti úr pottinum og svo er þetta líklega ger núna (á 4. degi gerjunar). Mögulega að athuga með Irish Moss næst.

4. dagur, Gravity mæling, skoðun og smökkun.
Gravity: 1.020
töluvert skýjaður, góður litur (held ég.) bragðast eins og beiskur, vel humlaður, flatur bjór. Ekkert grunsamlegt eða vont við bragðið.

7. dagur, 04.04.2013:
Gravity ennþá bara 1.019 eða næstum 1.020…
Mjög skýjaður enda nýbúinn að þurrhumla og humlarnir enn fljótandi. Vatnslásar bubbla enn á um 30 sek. fresti þannig að ég hélt að hann væri enn að gerjast á fullu en það er sáralítið frá síðustu mælingu. Spurning um að henda á flöskur á morgun eða hinn ef gravity breytist ekki.
Bragðið hefur hins vegar breyst fullt. Hann er enn beiskur, en miklu betra jafnvægi á bragði, ekki eins hart og hann rennur ljúflega niður. Verður pottþétt betri eftir ca. 2 vikur á flösku.
Þurrhumlun virðist vera málið!!! Nú eða aldurinn.

9. dagur, 06.04.2013
Gravity í 1.019. Hreyfist semsagt ekkert og kominn tíma til að setja á flöskur á morgun eða hinn.
Enn frekar skýjaður en bragðið er gott og hann batnar bara með hverri smökkun.

11. dagur, 08.04. Flöskudagur!!!
Átöppun tók allan daginn. Gaman samt. Fleytti bjórnum í gegnum meskipokann ofan í pottinn. Náði þannig mjög miklu af humladrasli sem var á botninum. Gerið komst samt í gegn, enda komin 0,5 cm gerlag í botninn á flöskunum strax. Bjórinn hefur tærst sæmilega efst í flöskunum strax á fyrsta degi. Hann verður bara betri held ég.
Ein Erdinger flaska og ein Kalda flaska fengu sprungu í glerið því ég tappaði of fast á. Sjáum til. Gæðingsflaska fékk síðustu dropana úr pottinum og er hún töluvert skýjaðri og meira að segja með smá kornum.
Flöskurnar eru nú í skáp við ca. 23 gráður.

Hreinsun á flöskum:
Erdinger og Fuller's IPA eru bestar, miðarnir fljúga af.
Gæðingur og Kaldi eru ágætar (litlar). Hægt að taka miða af án þess að bleyta en stundum verður lím eftir.
Hoegaarden flýgur af en svo er smá skýjaður botninn stundum út af gömlu botnfalli. Skola þær strax og maður er búinn að drekka.
Fuller's aðra týpur eru erfiðari en allt fer af á endanum.
Viking stout og Jólakaldi ofl. er ómögulegt, endalaust lím sem fer aldrei.

11. 04.
- Flestir bjórar orðnir tærir og gerið fallið á botninn.

15. 04. 2013
- Fyrsta smökkun.
- Einn besti bjór sem ég hef smakkað!!!
- Kaldur úr ísskáp úr annarri flöskunni sem kom sprunga í við átöppun.
- Var tær við stofuhita en chill haze eftir kælingu.
- Ger í botni eins og vera ber
- Fallega rafgullinn, næstum appelsínugulur, hellt í stórt glas. Tveggja til þriggja putta haus. Frekar stórbólóttur fyrst en þéttari bubblur þegar hann var aðeins búinn að jafna sig og hausinn kominn niður í tvo putta.
- Svakaleg humlalykt. Gæti verið að það örli á örlitlu skunki, en líklega bara humlaangan.
- Bragðið er dásamlegt! Eins og þeir IPAar sem ég hef smakkað nema bara betri.
- kolsýra fín til að byrja með en hjaðnar þegar á líður og er í það minnsta við lok drykkju.
- Fallegar blúndur í glasi sem sitja lengi. Frekar gisnar samt.
- Finn ekki mikið fyrir þeirri auka sætu sem ég bjóst við vegna hás FG, 1.019. Finnst hann bara mjög vel balanseraður.
- Annar kominn í kæli og hann virðist ekki eins hazy. Er í 0,5 l Erdingerflösku vs. 0,33 Kaldaflösku.
Attachments
Svona er miðinn. Svo klippi ég hann út í sporöskjuformi. Sjáum til hvað ég endist í marga.
Svona er miðinn. Svo klippi ég hann út í sporöskjuformi. Sjáum til hvað ég endist í marga.
Ölmiði Gulnaður.jpg (481.14 KiB) Viewed 14276 times
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by hrafnkell »

Þetta er eitthvað í áttina við það sem ég held að flestir lendi í :)

Gerjunin hefur verið einkar hressileg hjá þér vegna hás gerjunarhita. Myndi reyna að koma honum niður næst.

Skunkurinn gæti verið útaf oxideringu eftir gerjun. Slepptu meskipokanum næst þegar þú fleytir úr gerjunarfötunni, og vandaðu þig við að fleyta. Ef maður setur gerjunarfötuna á "sinn stað" 1-2klst áður en maður fleytir af henni, þá er allt gumsið á botninum og á að vera auðvelt að ná bjórnum en skilja allt gums eftir.
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by Mummi »

Já, ég er allavega hressilega gáttaður á gæðunum miðað við allskonar "klúður". Ætla að halda áfram að reyna vanda mig á öllum stigum og lagfæra hitt og þetta (gerjunarhitastig, fleytingu, meskihitastig o.fl.) en reyna að stressa mig ekki um of því þetta verður jú alltaf (oftast?) á endanum bjór.
Er með Porter í gerjun núna og held að ég hafi náð að lágmarka klúður. Hann bubblar nú á 5. degi á 15-20 sek. fresti við 17 gráður niðrí kjallara. Segi betur frá honum seinna þegar ég nenni.
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by Mummi »

Og út af því þú nefndir skunkinn, þá var þetta held ég aðallega hressileg humla angan, en mig vantar reynslu og samanburð til að vita hvort skúnkurinn hafi verið viðstaddur eður ei. Ef þetta var smá skunkur þá þakka ég fyrir ábendinguna við að losna við hann.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by bergrisi »

Gaman að fá svona langa og góða lýsingu.
Með tímanum mun margt fínpússast hjá þér en þó svo ég sé búinn að stunda þetta núna í tvö ár þá geri ég enn hin og þessi mistök. Fæ samt alltaf út drekkanlegan bjór. Rennur bara misvel niður.

Þar sem þetta er besti bjór sem þú hefur drukkið þá hefur nú ekkert klikkað.

Gangi þér vel í framhaldinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by Mummi »

Jamm, takk fyrir það. Það gæti verið að maður sé svolítið hlutdrægur á bragðgæði bjórsins en hann var svo sannarlega ljúffengur og með þeim betri sem ég hef smakkað. Það besta við þetta allt er að það er örugglega hægt að bæta sig fullt svo þetta verður bara betra og betra.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by gm- »

Skemmtilegar lýsingar og miðinn flottur.

Gangi þér vel með næstu brugg :skal:
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by Mummi »

Jess!! takk, ég er búinn að vera bíða eftir hrósi fyrir miðann. Teiknaði þetta upp sjálfur. Ég hugsa að þetta verði bara nokkurnveginn skjaldarmerkið á öllum bjórunum mínum og svo breyti ég bara undirtitlunum og upplýsingunum á hliðunum eftir hentugleika. Var jafnvel að spá í að breyta annaðhvort litnum á prentinu eða litnum á pappírnum eftir tegundum.
Þess má þó geta að ég hef enn ekki límt einn einasta miða á flösku.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Post by helgibelgi »

Þessi miði er geggjaður!
Post Reply