Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by tryggvib »

Ég er að stíga mín fyrstu skref í bruggun og hef smellt í Bee Cave uppskrift sem fylgdi með græjunum frá brew.is. Þessi fyrsta lögun mín er að breytast í smá panic (þyrfti að draga fram Hitchhiker's Guide to the Galaxy til að draga aðeins úr því). Það eru núna fimm dagar liðnir frá því að ég setti gerið út í og það er ekkert að gerast (ekkert action).

Ég er búinn að vera að lesa mér til hérna á Fágun og séð að ég á að mæla gravity til að sjá hvort það hafi einhver gerjun átt sér stað (stefni á að gera það á morgun þegar gerjuninni ætti að vera lokið samkvæmt leiðbeiningunum frá brew.is).

Annars veik ég pínkulítið frá leiðbeiningunum. Ég sá í kennslumyndbandi að það væri gott að hella á milli suðufötunnar og gerjunarfötunnar til að ná súrefni inn í virtinn (leiðbeiningarnar segja að það sé gott að hossa þessu á fótbolta).

Sjáum hvernig þetta kemur út. Ég er allaveganna mjög spenntur í bland við þetta panic hjá mér. Ég held það erfiðasta við bruggun sé biðin eftir því að fá að smakka. Stefni á bragðsmökkun á sumardaginn fyrsta.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by æpíei »

Ef engin gerjun er sýnileg þá er eitthvað að. Ef gerjunarfatan er lokuð og vatnslás í þá sérðu strax ef gerjun er í gangi. Þú sérð líka ummerki að það myndast skán innan í fötunni fyrir ofan yfirborðið. Ef ekkert fór í gang þá gerðiru eitthvað rangt. Varstu ekki örugglega búinn að kæla virtinn niður í stofuhita áður en þú settir gerið í? Hvaða hitastig ertu með fötuna í? Ef hún er í kaldri geymslu getur verið að gerið sé ekki taka við sér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by hrafnkell »

Ég ætla að giska á að lokið hafi verið aðeins illa sett á einhversstaðar og loftið því lekið framhjá vatnslásnum.

Er 1-2cm drulla rétt við yfirborðið allan hringinn á fötunni? Þá er gerið að gera sitt og þú þarft bara að setja lokið betur á næst :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by æpíei »

Og ef það er ekkert af ofantöldu er bara að setja annan pakka af geri í. :beer:
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by tryggvib »

Ég þori varla að opna strax en mér sýndist ég sjá skán í gegnum plastið áður en ég fór eitthvað að hrista fötuna ofan á bolta (þegar ég byrjaði að panikka).

Lokið var vel sett á en aftur á móti var eins og vatnslásinn ýttist upp (samt ekki upp úr, ég kom bara stundum að honum þar sem hann var farinn að halla og þá reyndi ég að ýta honum eins mikið niður og ég þorði án þess að brjóta vatnslásinn). Kannski ætti ég að vera óhræddari við að þrýsta vatnslásinum ofan í túðuna.

Ég var búinn að kæla virtinn niður í 23.4° (í einn og hálfan sólarhring). Ég setti aftur á móti gerið út í beint úr kælinum (geymdi það í kæli því mér sýndist Hrafnkell geyma það þannig). Ég stráði því bara yfir froðuna sem myndaðist á virtinum eftir að ég hellti yfir í gerjunarfötuna og lokaði svo fötunni og lét hana vera þannig.

Ætli ég mæli þetta ekki núna í dag í staðinn fyrir á morgun svo ég missi ekki svefn af áhyggjum í nótt ;)

Takk fyrir ábendingarnar og góða skemmtun á morgun (þeir sem fara)!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by hrafnkell »

Ég sé það ekki alveg í lýsingunni þinni, en:

Eina stigið þar sem er í lagi að hrista virtinn og fá súrefni í hann er eftir kælingu og fyrir gerjun.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by æpíei »

Það hljómar eins og það hafi verið gerjun fyrst vatnslásinn fór að hallast. Það er allt í lagi að stinga honum vel niður. Passaðu svo uppá að það sé rétt magn af vatni í honum. Skánin er það þétt að hún fer ekki þó svo þú hristir aðeins upp í virtinum. Verður fróðlegt að sjá hvaða mælingu þú færð. Mundu bara að sótthreinsa vogina vel eða taktu smá virt út úr með sótthrinsaðri sprautunál eða vínþjófi, og mældu í svona mæliglasi http://aman.is/Vorur/Ahold_til_vingerda ... flotmaela/" onclick="window.open(this.href);return false;
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by hrafnkell »

Fínt að setja sótthreinsaðan sykurmæli bara í fötuna til að gera fljótlega mælingu og ekkert vesen með vínþjófa og mæliglös :) Gengur fínt ef það er ekki massa krausen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by bergrisi »

Var vatn í vatnslásnum? Afsakaðu vitlausa spurningu, en ef þú reynir að þrýsta honum betur í gúmmíið þá ætti vatnið að hafa "boblað" á meðan.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by tryggvib »

Shiiiiiiit! Mér hafði ekki einu sinni dottið það í hug að hella vatni í vatnslásinn (þrátt fyrir að nafnið gæfi það til kynna). Heimskingjamóment! Ég hafði bara ímyndað mér einhverjar gufur sem myndu komast upp og mynda vatn þegar þær myndu setjast og það myndi svo bubbla í því setvatni.

Ég leit á myndband núna sem segir einmitt að maður fylli vatn til að sleppa út kolsýrunni og svo til að vernda gegn bakteríum. Er einhver hætta á því að lögunin sé ónýt/áhættusöm? Það er ekkert óhreint inni í þvottahúsi hjá mér. Ég tók sykurmælingu og bjórinn er kominn niður í 1.010 (sem þýðir um 5% ABV) þannig að það væri synd ef það væri áhættusamt að drekka bjórinn (ég vil samt ekki verða veikur af bjórnum mínum).
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by tryggvib »

Nei... þegar ég hugsa betur út í það þá er náttúrulega enn meiri bakteríu og sýkingarhætta sem kom upp þegar ég opnaði lokið til að gera sykurmælinguna. Þannig að þetta er varla verra en það. Vatn samt komið í vatnslásinn til að reyna að bæta upp fyrir gamlar syndir ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by bergrisi »

Gott að maður getur hjálpað. Hafðu engar áhyggjur. Ég hef lent í að loka illa og loftið fór þá leið út. Þar sem þetta er þinn fyrsti bjór þá verður þú búinn með allar flöskurnar áður en bakteríur gera einhver usla.
Fall er fararheill. Byrjaðu strax að plana næsta bjór svo þú eigir góðan lager.
Ef þú lendir í vandræðum sendu þá fyrirspurn hingað, því eins og þú sérð þá er hér samfélag sem aðstoðar með glöðu geði.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by Proppe »

Það þarf eitthvað hættulegt að komast í bjórinn til að þú verðir veikur af honum.
Algengustu afleiðingar sýktra bjóra eru vondir bjórar.

Flaskaðu hann bara, slakaðu á, leyfðu honum að kolsýrast.
Smakkaðu flösku eftir 2-3 vikur, og aftur eftir 2 í viðbót ef hann er ekkert sérstakur við fyrstu smökkun.

Þá sérðu hvort hann sé ónýtur eða ekki, óþarfi að henda þessu fyrr en það er fullreynt að hann sé ónýtur.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by gm- »

Hann er örugglega handónýtur, legg til að þú smellir honum á flöskur og sendir á mig til "förgunar" :mrgreen: :mrgreen:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by hrafnkell »

Það er afar ólíklegt að verða veikur af heimagerðum bjór, sama hvaða pöddur komast í hann.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by æpíei »

Fyrsta bruggun smakkast alltaf vel! Svo verður það bara betra :beer:
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by gr33n »

æpíei wrote:Fyrsta bruggun smakkast alltaf vel! Svo verður það bara betra :beer:
Trúðu mér... það er ekki rétt :lol: Ég þekki það af eigin raun.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by æpíei »

Hvernig smakkaðist hann svo?
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Post by tryggvib »

æpíei wrote:Hvernig smakkaðist hann svo?
Það var satt sem þið sögðuð. Hann hafði ekki tíma til að skemmast því hann gjörsamlega hvarf. Ljúffengur var hann! Rann svo ljúflega niður að 11 kippur (sem komu út úr löguninni) kláruðust á um 2 vikum (ég var reyndar duglegur að bjóða og gefa fólki)! Ég stakk reyndar tveimur flöskum undan til að geta smakkað hann seinna í sumar en það er allt sem er eftir. Ef ég hefði vitað hversu fljótt hann gufaði upp hefði ég skellt fyrr í aðra lögun.

Takk fyrir alla hjálpina.
Post Reply