Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by gm- »

Er að fara brugga þetta í kvöld. Nota birkisafa sem ég er búinn að safna undanfarna daga í stað vatns. Grunnurinn er einfalt cream ale, mjög létt humlað til að reyna að ná fram sem mestu bragði frá birkinu. Ætla líka að sjóða 1.5 kg af birkigreinum með til að fá meira bragð.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 28.6 l
Post Boil Volume: 26.5 l
Batch Size (fermenter): 22.7 l
Bottling Volume: 21.2
Estimated OG: 1.045 SG
Estimated Color: 4.5 SRM
Estimated IBU: 18.3 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 81.8 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3.4 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 75.0 %
900 gr Munich Malt (9.0 SRM) Grain 2 20.0 %
30 gr Whitbread Golding Variety (WGV) [6.00 %] (Boil 60 min) Hop 3 18.3 IBUs
1.5 kg Birch twigs (Boil 30.0 mins) Other 4 -
225 gr Sugar, Table (Sucrose) [Boil for 30 min] Sugar 5 5.0 %
15 gr Willamette [5.50 %] - Aroma Steep 0.0 mi Hop 6 0.0 IBUs
1.0 pkg European Ale (White Labs #WLP011) [35.49 Yeast 7 -

Ætla svo að sjóða niður 12 lítra af safa í sýróp og nota það sem priming sykur þegar ég smelli honum á flöskur.

Smelli inn myndum eftirá
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by hrafnkell »

Mér þykir bara verst að þú sért vestanhafs, því það væri gaman að smakka alla þessa tilraunabjóra hjá þér :)
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by QTab »

Hvað er gravity á birkisafanum hjá þér ? ég er byrjaður að safna safa í öl og mér finnst allt of lítið bragð af honum (næstum því ekkert), gravity er 1,005, er mikið að spá í því hvort ég þurfi að sjóða safann töluvert niður áður en ég nota hann til að concentrate-a smá bragð
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by gm- »

QTab wrote:Hvað er gravity á birkisafanum hjá þér ? ég er byrjaður að safna safa í öl og mér finnst allt of lítið bragð af honum (næstum því ekkert), gravity er 1,005, er mikið að spá í því hvort ég þurfi að sjóða safann töluvert niður áður en ég nota hann til að concentrate-a smá bragð
Gravity á safanum áður en ég byrjaði var í kringum það sama 1,006. Þannig að ég sauð hann niður dáldið þannig að hann fór uppí 1,01 sem er svipað og hlynsafinn sem ég notaði í bjór um daginn. Ég smakkaði smá fyrir og eftir suðu og þetta ferska mintubragð sem ég fann af safanum hafði aukist slatta. Kemur vonandi vel út.
hrafnkell wrote:Mér þykir bara verst að þú sért vestanhafs, því það væri gaman að smakka alla þessa tilraunabjóra hjá þér :)
Já, bróðir minn er nú að koma í heimsókn í sumar, get kannski notað hann sem burðardýr fyrir tilraunabjóra á fágunarkvöld :)
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by QTab »

gm- wrote: Já, bróðir minn er nú að koma í heimsókn í sumar, get kannski notað hann sem burðardýr fyrir tilraunabjóra á fágunarkvöld :)
Just remember to lube'em up before you stick'em in 'im
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by gm- »

Nokkrar myndir af öllu ferlinu í þessum

Safanum safnað:
Image
Safinn soðinn
Image
Greinunum bætt útí
Image
Og þær soðnar
Image
Eftir gerjun
Image
Birkisýrópið sem var notuð til að príma
Image
Og kominn á flöskur, miðinn á þessum er í anda snákaolíuauglýsinga frá byrjun 20. aldar.
Image
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by æpíei »

Það þyrfti nú ekki einhver brögð í tafli til að fá mig til að kaupa eins og einn svona :D
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by bergrisi »

Gaman að þessu. Skemmtilegar myndir og flottur miði.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by Plammi »

Hvernig bragðaðist þetta svo eftir allt saman?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by gm- »

Þessi var dáldið erfiður, bragðgóður, en það var mikil undarleg beiskja frá birkinu sem gerði það verkum að hann fór ekki beint ljúflega niður. Líka einn sá þurrasti bjór sem ég hef smakkað, endaði í Saison F.G. 1.002.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Post by Plammi »

Ok.
Hef tök á að nota birkisýróp og safa til bjórgerðar. Hugsa að ég noti bara slatta sýróp í gerjun og sjái hvort það komi eitthvað skemmtilegt út. Gruna að beiskjan komi frá suðunni á birkisafanum, þó það sé ekki mikil vísindi á bakvið það.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply