Ananasljósöl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Ananasljósöl

Post by gm- »

Er að hita vatnið fyrir þennan, er klón af einum af mínum uppáhalds bjórum, Spearhead Hawaiian Pale Ale.

Uppskrift
3.2 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 62.1 %
650 grömm Caramel/Crystal Malt - 40L (40.0 SRM) Grain 2 12.4 %
650 grömm Munich II (10 SRM) Grain 3 12.2 %
340 grömm Carafoam (2.0 SRM) Grain 4 6.6 %
340 grömm Munich Malt (9.0 SRM) Grain 5 6.6 %
30 grömm Northern Brewer [8.50 %] - Boil 60.0 min Hop 6 22.9 IBUs
36 grömm Cascade [5.50 %] - Boil 30.0 min Hop 7 10.3 IBUs
30 grömm Cascade [5.50 %] - Boil 10.0 min Hop 8 0.0 IBUs
30 grömm Northern Brewer [8.50 %] - Boil 10.0 min Hop 9 0.0 IBUs
30 grömm Cascade [5.50 %] - Boil 0.0 min Hop 10 0.0 IBUs

1 stór ananas skorinn niður og soðinn síðustu 15 mínúturnar

Þurrhumlun eftir 14 daga gerjun með 60 grömmum af Cascade
1 lítri af hreinum ananassafa bætt útí eftir 7 daga gerjun

Ger White Labs WLP011 European Ale Yeast

Smelli inn myndum síðar í dag
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananasljósöl

Post by gm- »

Nokkrar myndir

Ananasinn tilbúinn fyrir suðuna
Image
Kominn útí
Image
Kæling
Image
Smellt í fötuna
Image
Gravity sýni, smellhitti 1.060
Image
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Ananasljósöl

Post by Proppe »

Hvað sauðstu ananasinn lengi?
Það er nefninlega í honum ensím (bromelain) sem brýtur niður prótein og er notað til að tenderæsa kjöt, og það gæti mögulega haft áhrif á gerið.

Örugglega ætti það að vera í lagi ef þú sauðst hann nógu lengi til að gerilsneyða, því ensímið verður óvirkt við 65°c
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananasljósöl

Post by gm- »

Proppe wrote:Hvað sauðstu ananasinn lengi?
Það er nefninlega í honum ensím (bromelain) sem brýtur niður prótein og er notað til að tenderæsa kjöt, og það gæti mögulega haft áhrif á gerið.

Örugglega ætti það að vera í lagi ef þú sauðst hann nógu lengi til að gerilsneyða, því ensímið verður óvirkt við 65°c
Sauð hann í rúmar 15 mínútur, þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Félagi minn í bruggklúbbnum mínum hérna hefur gert þetta áður með góðri útkomu, þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.

Var einmitt að spá í ananasmjöð einhverntíman og las um þetta ensím þá, dáldið tricky, og það er víst sama ensím eða svipað í kíwí og papaya.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Ananasljósöl

Post by gunnarolis »

Þetta lookar fáránlega vel.

Ég heyrði einmitt um The Bruery bjór í dag sem er með ananassafa. Ég þarf að testa þetta.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Ananasljósöl

Post by Proppe »

Ananas ætti ekki að vera til trafala í miði. Maður myndi jú alltaf pasteuræsa allt sem færi útí, svo maður gæti skorið hann smærra og látið sér duga að dýfa honum í heitt vatn eða virt. Eins og ég sagði, 65°c gera ensímið óvirkt á örskotsstundu, aðeins lengur fyrir lægri hita.

Svo veltur það auðvitað á magninu, en þú þyrftir sennilega slatta af ananas til að fá nógu mikið bromelain til að hafa einhver áhrif á heilbrigða gerjun.
Eina sem ég veit af eigin reynslu, er að hann getur farið illa með matarlím ef maður lætur ensímið óáreitt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ananasljósöl

Post by hrafnkell »

Sammála fyrri ræðumönnum, þetta lítur virkilega vel út. Eina sem ég er að pæla er hvort þú hefðir átt að tæta ananasinn niður eða skera amk smærra? Uppá að ná allri gleðinni úr bitunum :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananasljósöl

Post by gm- »

Já það er spurning hvort ég hefði átt að skera hann niður smærra, verður spennandi að sjá hversu mikið ananasbragð kemur í gegn, það var mjög sterkt fyrir gerjun, þarf að fara smakka aftur núna þegar krausenið er fallið.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Ananasljósöl

Post by helgibelgi »

Ég hef einmitt verið að skoða það að bæta ananas í bjór! Ætla líklega að bæta honum við AIPA eða APA.

Ég ætla samt líklega ekki að bæta honum við í suðu heldur bæta við í secondary eða primary eftir að aðalgerjunin er búin.

Það væri svo gaman að bera saman við þinn bjór!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Ananasljósöl

Post by æpíei »

Þetta er spennandi! Ég þarf klárlega að fara að prófa sig áfram með hina ýmsu (exotísku) ávexti. Smakkaði t.d. þennan um daginn:

http://www.ratebeer.com/beer/dunham--ki ... pa/184192/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er IPA með guava þykkni og Earl Gray tei! Virkilega flottur. Ætli maður fari ekki í asísku búðirnar hér að leita að inspírasjón fyrir næsta bruggi.

p.s. hafið þið rekist á svona guava þykkni, djús eða ávöxtinn sjálfan hér á landi?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananasljósöl

Post by gm- »

æpíei wrote:Þetta er spennandi! Ég þarf klárlega að fara að prófa sig áfram með hina ýmsu (exotísku) ávexti. Smakkaði t.d. þennan um daginn:

http://www.ratebeer.com/beer/dunham--ki ... pa/184192/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er IPA með guava þykkni og Earl Gray tei! Virkilega flottur. Ætli maður fari ekki í asísku búðirnar hér að leita að inspírasjón fyrir næsta bruggi.

p.s. hafið þið rekist á svona guava þykkni, djús eða ávöxtinn sjálfan hér á landi?
Þessi hljómar vel, bragðlaukarnir mínir hata te meira en allt, þannig að ég hugsa að ég myndi sleppa því, en guava gæti passað vel, hef líka verið að spá í passionfruit, gæti komið vel út í vel humluðum bjór.

Þegar ég vann í grænmetisdeildinni í Hagkaup fyrir svona 10 árum síðan þá fengum við stundum inn Guava ávexti, og svo fékk ég einu sinni guava safa í tælensku búðinni á Suðurlandsbraut, ef hún er ennþá til.

helgibelgi wrote:Ég hef einmitt verið að skoða það að bæta ananas í bjór! Ætla líklega að bæta honum við AIPA eða APA.

Ég ætla samt líklega ekki að bæta honum við í suðu heldur bæta við í secondary eða primary eftir að aðalgerjunin er búin.

Það væri svo gaman að bera saman við þinn bjór!
Já, það væri gaman. Reyni að smygla nokkrum með mér næst þegar ég kem á klakann :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Ananasljósöl

Post by Örvar »

Hvernig kom þessi út? :D
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Ananasljósöl

Post by gm- »

Örvar wrote:Hvernig kom þessi út? :D
Frábær, hef aldrei séð bjór klárast jafn hratt hjá mér :) Ætti sennilega að færa hann í uppskriftahornið, þar sem hann hlaut frábærar viðtökur hjá öllum sem smökkuðu.

Ætla einmitt að fara smella í aðra lögn á næstu dögum, mun sennilega nota US-05 ger í stað European Ale, þar sem fyrsti var í sætari kantinum fyrir minn smekk.
Post Reply