Enska Sjentilmennið - ESB

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Enska Sjentilmennið - ESB

Post by Plammi »

Sælir
Vígði nýju BIAB græjurnar frá brew.is í gær og gékk allt eins og í sögu. Er miklu hrifnari af þessu setupi heldur en hin 2 sem ég hef prófað (stór pottur á eldavelahellu og svo Meskiker+suðutunna).
Græjur:
30L plasttunna með hraðsuðu-elementum
meskipoki
Kælispírall

Uppskrift: tekin af homebrewtalk, Common Room Ale
Byrjað með 25L af vatni fyrir meskingu, 4 lítrar hurfu með korninu. Toppað aftur upp í 25L fyrir suðu.
4,75 kg Pale Malt 2-row (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 1 90,1 %
0,37 kg Caramunich II (Weyermann) (89,6 EBC) Grain 2 7,0 %
0,15 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 3 2,8 %
40,00 g Goldings, East Kent [6,20 %] - First Wort 60,0 min Hop 4 31,2 IBUs
7,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 20,0 min Hop 5 2,3 IBUs
7,00 g Goldings, East Kent [6,20 %] - Boil 20,0 min Hop 6 3,0 IBUs
7,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 0,0 min Hop 7 0,0 IBUs
7,00 g Goldings, East Kent [6,20 %] - Boil 0,0 min Hop 8 0,0 IBUs
1,0 pkg London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124,21 ml]

Framkvæmd:
Mesking 60min við 67-65°C. Droppaði niður um 2° vegna smá bras við að einangra. Vafði 2 handklæðum um fötuna og klæddi hana svo í lopapeysu, fattaði svo að það væri líklegast betra að loka loftlásargatinu því hitin var allur að sleppa þar út.
Mash out, 75° í 10mín.
Suða í 60mín
Náði svo að kæla niður í 25° á sirka 15min með nýja flotta kælispíralnum :)
Endaði með 19L í með OG-1057

Lokaútgáfa af miða:
Image
Last edited by Plammi on 29. Apr 2013 21:04, edited 1 time in total.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Enska Sjentilmennið - ESB

Post by hrafnkell »

Þessi lúkkar vel, ætti að koma vel út :)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Enska Sjentilmennið - ESB

Post by Plammi »

Jæja, þessi búinn að vera 2 vikur á flösku og ætlar að koma svona þrusuvel út. Frábær sætur maltkeimur í nefi og passleg beiskja til að vega á móti sætu í bragði. Maltbjór í þokkalegu jafnvægi. Minnir mig mikið á Víking Jóla Bock.
Mun alveg pottþétt brugga þennann aftur, líklegast með þurrgeri (s-04) til samanburðar.

Image
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Enska Sjentilmennið - ESB

Post by rdavidsson »

[quote="Plammi"]Jæja, þessi búinn að vera 2 vikur á flösku og ætlar að koma svona þrusuvel út. Frábær sætur maltkeimur í nefi og passleg beiskja til að vega á móti sætu í bragði. Maltbjór í þokkalegu jafnvægi. Minnir mig mikið á Víking Jóla Bock.
Mun alveg pottþétt brugga þennann aftur, líklegast með þurrgeri (s-04) til samanburðar.

Ég er sammála síðasta ræðumanni, fékk eina flösku af þessum og hann er mjög góður :) Þetta er klárlega næsti ESB hjá mér.
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Post Reply