Tvöfaldur bruggdagur.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Tvöfaldur bruggdagur.

Post by Proppe »

Í dag var lagaður Doppelbock (Interrogator) og Bóhemískur Pilsner (Þórður). Annar á kafi í malti, og hinn vel humlaður. Þá var líka flaskað Helles Bocknum sem var bruggaður sem starter fyrir Doppelbockinn, enda reiknaðist Hrafnkeli til að það þyrfti eina 20l af starter svo þetta færi allt vel í gang.

Siggi Idle lánaði mér meskiker, svo ég ætti einhvern séns í doppelbockinn. 35 lítrar og það var barmafullt. Stefndi ég á 92 í OG en kláraði í 112, sem er í efstu mörk fyrir stílinn. Náði meira af djús úr honum en ég þorði að vona, en það endaði í 18 lítrum eftir suðu, og allt gromsið sigtað úr. Stefnir allt í rosalegan bjór, svo lengi sem gerið nær eitthvað að bíta á honum.

Pilsnerinn er að sjóða akkúrat núna, og væri deginum líklegast lokið ef aðstoðarbruggarinn hefði ekki forfallast á síðustu stundu. Sjáum hvað setur með gravití og þessháttar þegar hann er kominn í fötuna.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Tvöfaldur bruggdagur.

Post by Proppe »

Miðaði pilsnernum á 56 OG, endaði í 66.
Þessi verður hress.

Ég er greinilega vel yfir 70% nýtingu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tvöfaldur bruggdagur.

Post by hrafnkell »

Með þetta hátt OG þá er enn betra að vera með svona stóran starter :)

Pant fá flösku af þessum durti!
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tvöfaldur bruggdagur.

Post by gm- »

Þetta er næstum því Imperial Pilsner, ekkert að því :)

Svo er um að gera að gera Eisbock úr doppelbocknum og enda með 20% kvikyndi :drunk:
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Tvöfaldur bruggdagur.

Post by Proppe »

Þetta verður heila eilífð að gerjast alltsaman.
Gerjunarkistan er stillt á 10 gráður og þetta er ennþá allt voðalega rólegt.

Gef þessu allavega mánuð áður en ég fer að skoða lageringu.
Doppelbockinn er ég að hugsa um að fela fyrir sjálfum mér, niðri í geymslu, þar sem ég nenni ekki að sækja hann fyrr en í haust.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tvöfaldur bruggdagur.

Post by hrafnkell »

Djöfull er doppelbockinn sallafínn!
Post Reply