Tvær tilraunir

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Tvær tilraunir

Post by gm- »

Bruggaði 2 tilraunalagnir núna um helgina.

Fyrsta var Maple rúg öl, þar sem ég notaði maple sap (safa úr Hlyntrjám) í stað vatns.
Hér er uppskriftin:
5 kg Pale Malt (Canadian 2 Row)
0.5 kg Maltaður rúgur
225 Crystal Malt - 40L
30 gr Willamette [5.50 %] - Boil 60.0 min Hop 3 18.8 IBUs
30 gr Willamette [5.50 %] - Aroma Steep 0.0 mi Hop 4 0.0 IBUs

1.0 pkg California Ale Yeast (White Labs #WLP001)

Þetta tókst ágætlega, fyrir utan að allt stíflaðist þegar ég var að sparga, sennilega vegna þess að trjásafinn var talsvert þykkari en vatn. Fékk samt um 4.5 gallon í carboyinn. OG var 1.071, þannig að þetta verður dáldið öflugur bjór
Image

Seinni uppskriftin var KPA (Kelp Pale Ale, eða þara ljós öl)

Boil Size: 6.52 gal
Post Boil Volume: 5.98 gal
Batch Size (fermenter): 5.00 gal
Bottling Volume: 4.60 gal
Estimated OG: 1.064 SG
Estimated Color: 7.3 SRM
Estimated IBU: 45.1 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 82.8 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4900.00 g Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 87.8 %
340.00 g Caramel/Crystal Malt - 40L (40.0 SRM) Grain 2 6.1 %
340.00 g Munich Malt (9.0 SRM) Grain 3 6.1 %
28.00 g Magnum [14.00 %] - Boil 60.0 min Hop 4 39.0 IBUs
28.00 g Cascade [5.50 %] - Boil 10.0 min Hop 5 6.1 IBUs
28.00 g Cascade [5.50 %] - Aroma Steep 0.0 min Hop 6 0.0 IBUs


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 5580.00 g
Yeast: WLP 005, British Ale Yeast

Hér er bjórinn fyrir þarann
Image

Í viðbót við þetta bætti ég kílói af nýtýndum þara þegar 30 mín voru eftir af suðunni
Image
Image
Image

Hér er lokaniðurstaðan, OG var 1.072, þannig að slatti af sykri hefur náðst úr þaranum (og hann drakk í sig rosalega mikið af virti). Smakkaði gravity sýnið og það var rosalega sætt með söltu steinefna eftirbragði
Image
Verður áhugavert hvort þessi verður drykkjarhæfur :D
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Tvær tilraunir

Post by bergrisi »

Þarabjór! Mikið er gaman þegar menn koma manni á óvart. Mitt ímyndunarafl náði ekki svona langt.
Virkilega skemmtilegar tilraunir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Tvær tilraunir

Post by viddi »

Þetta finnst mér hvoru tveggja virkilega spennandi tilraunir. Leyfðu okkur endilega að fylgjast með hvernig útkoman verður. Ekkert smeykur við of mikið saltbragð af þaranum? Kaupir maður "trjásafa" út úr búð eða útbýrðu sjálfur?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tvær tilraunir

Post by gm- »

viddi wrote:Þetta finnst mér hvoru tveggja virkilega spennandi tilraunir. Leyfðu okkur endilega að fylgjast með hvernig útkoman verður. Ekkert smeykur við of mikið saltbragð af þaranum? Kaupir maður "trjásafa" út úr búð eða útbýrðu sjálfur?
Jú, er dáldið smeykur með þarabjórinn, en það kemur allt í ljós, reyndi að skola þarann vel með fersku vatni áður en ég bætti honum útí, en það verður bara að koma í ljós hvernig bragð hann gefur.

Trjásafann náði ég í sjálfur, þetta er venjulega gert til að búa til Hlynsýróp, safinn er tappaður af trjánum og svo soðinn niður í sýróp. Tók um 20 tré 3 daga til að framleiða nógu mikinn safa í þessa lögn. Hér er eitt tréð:
Image
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Tvær tilraunir

Post by gunnarolis »

Djöfull er þetta flippað dæmi. Ánægður með þig.

Var mikill sykur í hlynsafanum? Bragðast hann eins og sætt vatn?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tvær tilraunir

Post by gm- »

gunnarolis wrote:Djöfull er þetta flippað dæmi. Ánægður með þig.

Var mikill sykur í hlynsafanum? Bragðast hann eins og sætt vatn?
Já, hann var eins og sætt vatn með skemmtilegu viðareftirbragði, mældi gravity á honum og hann var um 1.010. Ætla að prófa þetta líka með birkisafa seinna í mánuðnum.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tvær tilraunir

Post by gm- »

Og þá eru þessir tveir komnir á flöskur

Hér er þarabjórinn
Image

Hann smakkast mjög undarlega, en alls ekki illa. Í byrjun kemur þetta sérstaka salt/sæta bragð sem svo fjarar út og humlarnir taka yfir, en eftirbragðið er beiskt og smá salt. Ég fékk mér síðan vatnsglas eftir smakkið, og þá spratt fram þetta rosalega þarabragð uppí mér. Mjög áhugaverður bjór.

Hér er svo hlynsafabjórinn
Image

Hann smakkast mjög vel, nokkuð sterkur (um 7%) og rúgurinn gefur það að verkum að það eru smá rúgviskí tónar í bragðinu auk karamellu frá hlynsýrópi sem við notuðum sem priming sykur. Það er líka skemmtilegt eftirbragð sem minnir á ilmandi timbur.
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Tvær tilraunir

Post by hjaltibvalþórs »

Þetta eru engir smá miðar hjá þér og bjórarnir hljóma mjög spennandi.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Tvær tilraunir

Post by bergrisi »

Þvílíkt flottir bjórar. Væri gaman að smakka.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Tvær tilraunir

Post by QTab »

Þessi trjásafa pæling vakti áhuga minn og fór ég aðeins að skoða, ég rakst á að safinn gæti skemmst eða súrnað mjög fljótt og langaði mig því að forvitnast hvort þú hafir gert einhverjar ráðstafanir gegn slíku eða hvort þetta sé ekki áhyggju atriði ef það stendur til að sjóða og gerja þetta ?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tvær tilraunir

Post by gm- »

QTab wrote:Þessi trjásafa pæling vakti áhuga minn og fór ég aðeins að skoða, ég rakst á að safinn gæti skemmst eða súrnað mjög fljótt og langaði mig því að forvitnast hvort þú hafir gert einhverjar ráðstafanir gegn slíku eða hvort þetta sé ekki áhyggju atriði ef það stendur til að sjóða og gerja þetta ?
Safinn getur skemmst á nokkrum dögum, þess vegna safnaði ég safa í þetta á þremur dögum og geymdi safann alltaf í kæli á milli safnanna. Safinn getur súrnar vegna bakteríuvaxtar, þannig að ég sauð hann í 10 mín áður en ég kældi hann niður í meskihitastig og setti í meskikerið.

Birkisafi er víst verri með þetta og súrnar fyrr en hlynsafinn, kemur í ljós hvernig það gengur. Ég er með krana í 10 stórum birkitrjám núna og fæ vonandi nógan safa í bjór fljótlega, mjög ólíkt bragð af birkinu, meiri myntukeimur, ekki jafn sætur og ferskari á bragðið
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Tvær tilraunir

Post by QTab »

Ég var einmitt að spá í birki, stefni þá á að tæma söfnunarbaukana daglega og frysta fram að notkun :)
Post Reply