Hveitivín

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Hveitivín

Post by viddi »

Hveitivín - pilot

Var að glugga í gamalt eintak af Zymurgy þar sem var grein um hveitivín sem er stíll sem ég hafði ekki áður heyrt um. Svipað og barleywine nema með um 60% hveitimalti. Ákvað að prófa 5L prufubrugg sl. laugardag.
Mesking:
1,75 kg Hveitimalt
0,75 kg Pale malt
100 gr CMII
Meskjað við því sem næst 66° en ég er enn að læra að meskja í potti á eldavél svo þetta hélst nú ekki stöðugt. Endaði á að meskja í um 2 tíma og fékk "ekki nema" 1.069 í PBG en var að vonast eftir 1.080. Reyndar í veseni með Beersmith og vatnsmagn. Kem ekki því vatnsmagni sem Beersmith áætlar í pottinn minn. Hefði því haldið að ég ætti að vera að fá meira sykurmagn í virtinn en áætlað er þar sem ég er með minna vatn.
Suða:
15g Northern Brewer í first wort hopping
10g Cascade í 15 mín
5g Cascade í 5 mín
Sauð úti á svölum með lausa hellu sem er nú ekki sú kraftmesta. Náði þó í 1.096 í OG (est 1.106) en líkast til bara um 4 L af virti. Gerjað með 75ml af nýuppteknu WY1968 slurry. Þetta slurry fer nú fljótlega að fá hvíldina - 1 bjór eftir. Hafði vit á blowoff tube og afskaplega hressileg gerjun og flott kreusen.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hveitivín

Post by bergrisi »

Skemmtileg tilraun.
Hvað kallar maður svona brugghús?
Microbrew 500l +
Nanóbrew 60-500l
Picobrew 15-60 l
Femto eða atto?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Hveitivín

Post by gm- »

Hljómar áhugavert, hvað ætlaru að leyfa þessu að þroskast lengi?
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitivín

Post by viddi »

Rúnar: Ég hef ekki vit á svona forskeytum - hef bara gaman af að brugga :)
gm-: Í Zymurgy talar höfundur um að leyfa þessu að þroskast í 3 mánuði við lægsta hita yfir frosti. Ætli ég reyni ekki að sitja á mér sirka svo lengi.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hveitivín

Post by gunnarolis »

Minna vatnsmagn þýðir ekki endilega meira sykurmagn. Ef vatnsmagnið er orðið mjög lítið (meskingin mjög þykk) þá ná ensímin ekki jafn vel til kornsins og ef hún væri ögn þykkari. Þessvegna fara menn sjaldnast niður fyrir 1.5 lítra á kíló í meskingu.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply