Hveitiklaufi - hveitibjór (Besti Hvíti Sloppurinn)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Hveitiklaufi - hveitibjór (Besti Hvíti Sloppurinn)

Post by Plammi »

Ég átti frí á föstudaginn og ákvað að það væri fín afsökun fyrir að brugga. Ég hafði keypt Wyeast 3068 í síðustu pöntun hjá brew.is og skellti mér því til Hrafnkels og náði í það sem upp á vantaði.
Planið var að nota nýjar BIAB græjur sem ég ætlaði að versla hjá Hrafnkeli en því miður voru ekki til elementin þannig að ég reddaði mér öðruvísi.
Í staðinn fékk ég lánaðar græjur frá vinnufélögum sem ég hafði aldrey notað áður (sirka 70L kælibox og 60L suðutunna).
Hveitiklaufi (a.k.a. Besti hvíti sloppurinn):
fyrir 20L
Hveitimalt 1,75kg
Pale ale malt 1,75kg
Hafrar 240 gr
Munich Malt 75 gr

Celeia 4% 29 gr í 60 min (18 IBU)

Gerjaður með 3068 við +18 gráður.

Jæja, ég nefndi ekki brugghúsið mitt Hans Klaufi fyrir ekki neitt og fyrsta vesenið byrjaði strax þegar ég var að hita upp vatnið fyrir meskinguna. Suðutunnan er með svona 2xHraðsuðukatla kerfi og ég fékk bara annað elementið til að virka. Ég hugsaði að eitt element væri nú ekkert alltof lengi að ná um 22lítrum í 70°c, þannig að ég leyfði því að vinna á meðan ég reyndi að fá hitt í gang. Sá sem lánaði mér græjurnar sagði mér að það stæði stundum á sér annað elementið og ráðlagði mér að banka aðeins í það með skrúfjárni (frábært að fá þetta ráð frá rafvirkja, sjálfur er ég rafeindavirki). Það gerði ekki neitt þannig að ég beið bara eftir að ná upp meskihita, sem tók óratíma, og skellti vatninu yfir í meskikarið.
Meskingin var smá bras samt þar sem ég var með alltof lítin vökva miðað við stærð ílátsins. Hiti var bæði að tapast vegna of mikils headspace (held ég allavega) og svo fettist aðeins upp á endana á lokinu sem ég var að brasa við að loka með því að planta verkæratösku og fleira ofaná. Þannig að eftir 30min þá bætti ég við 1,5l af sjóðandi vatni til að ná upp smá hita.
Ég náði allavega að halda hitanum á milli 65-67° í sirka 75min.
Image
Ég verð að segja að mér finns liturinn á virtinum á þessu stigi vera frekar ósmekklegur...
Image
Jæja, þá er það suðan. Það gékk nú ekki alveg slysalaust fyrir sig.
Ég náði að laga bilaða elementið á meðan meskingin var í gangi, kom í ljós að einhvetíma hefur virtur komist í pinnann sem slær inn elementinu og sat hann þar klístraður fastur. Liðkaði hann aðeins til og allt virkaði fínt, eða allavega í smá tíma...
Suðutunnuna setti ég út til að metta ekki íbúðina af ilmandi virtinum, sérstaklega því konan og krakkinn voru að taka hádegislúrinn sinn.
Image
Stuttu áður en suðan er að koma upp (kannksi 20° eftir), þá er ég úti að fara að hreinsa meskikarið, þá heyrist "PÚFF!" Ég hleyp til og sé að rafmagnið er farið af báðum elementunum og eina sem mér dettur í hug er að einhver snúran hefur hitnað of mikið og það væri að fara að kveikna í húsinu. Til að ofkæla ekki heimilið þá hafði ég hallað útidyrahurðinni og haldi henni lokaðri með skó, þannig að ég þurfti að hlaupa í hendingskasti hálfhring um húsið til að komast inn. En það var nú enginn eldur, en framlengingarsnúran sem ég notaði var eitthvað snúin og það hafði slegið saman vírum í tenglinum. Tek fram að ég setti ekki þessa snúru saman sjálfur :)
Image
Eftir viðgerð á framlengingarsnúrunni þá gekk allt að óskum og í gerjun fóru 18,5 lítrar og miðað við smökkun á virti þá lofar þetta mjög góðu. Ég hefði samt vilja eiga það á vídeói þegar ég var að reyna að sprengja næringarpokann inn í gerpokanum og smella því á youtube með klaufabárðalagið undir.

Svo stal ég mynd af netinu af Weihenstephan klaustrinu og krotaði smá á hana til að nota sem miða:
Image
Þess má til gamans geta að þegar ég var búinn að föndra þetta til (sem tók smá tíma því ég er ekki fær í teikniforritum) þá krassaði forritið (Gimp) og ég þurfti að gera þetta upp á nýtt :p
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hveitiklaufi - hveitibjór (Besti Hvíti Sloppurinn)

Post by bergrisi »

Skemmtileg lýsing.
Fall er fararheill svo þetta verður eflaust gæðabjór.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hveitiklaufi - hveitibjór (Besti Hvíti Sloppurinn)

Post by Dabby »

Skemmtileg lýsing, vonandi verður bjórinn eðal drykkur.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hveitiklaufi - hveitibjór (Besti Hvíti Sloppurinn)

Post by Plammi »

FG - 1010
Bragðast alveg frábærlega, fyrsta skiptið sem ég klára allt sýnið :)
Fer á flöskur í vikunni enda verð ég að losa gerjunarílátið fyrir næsta bjór sem verður þessi hér: http://www.homebrewtalk.com/f64/common-room-esb-83878/" onclick="window.open(this.href);return false; nema með London ESB geri (wyeast 1968)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply