Eyjaálfu-öl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Eyjaálfu-öl

Post by Haukurtor »

Sælir,

Þar sem maður er búinn að vera að nota áströlsku aðferðina við að meskja og sjóða (BIAB) var tilvalið að leggja í einn nýja heims / Eyjaálfu-öl. Varð mér úti um ástralska og nýsjálenska humla og ákvað að prófa.

Frekar einfalt grain-bill en mig langar að láta humlana njóta sín.

4,30 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 95,1 %
0,22 kg Caramunich II (Weyermann) (124,1 EBC) Grain 2 4,9 %

10,00 g Green Bullet [13,50 %] - Boil 60,0 min Hop 3 21,8 IBUs
14,00 g Galaxy [14,00 %] - Boil 20,0 min Hop 4 10,6 IBUs
14,00 g Nelson Sauvin [12,50 %] - Boil 10,0 min Hop 5 5,6 IBUs
14,00 g Galaxy [13,00 %] - Boil 5,0 min Hop 6 4,9 IBUs
28,34 g Galaxy [13,00 %] - Boil 0,0 min Hop 7 0,0 IBUs
14,00 g Nelson Sauvin [12,50 %] - Boil 0,0 min Hop 8 0,0 IBUs

1,0 pkg Nottingham (Danstar #-) [23,66 ml] Yeast 9 -

Þessi ætti að enda í 1.052 og 42,9 IBU

Á eftir að ákveða hvort ég þurrhumli þetta eitthvað, er nískur á þessa fágætu humla :D
Eftir þetta á ég 3 oz af Nelson, 90 gr af Green bullet og 2 oz af galaxy, spurning hvort eitthvað að þeim endi í gerjunarílátinu í nokkra daga. Einhverjar hugmyndir ?
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Eyjaálfu-öl

Post by Proppe »

Ef maður er að standa í humlaperreríi á annað borð, þá er þurrhumlun kjörin til að leyfa ilmnum að njóta sín án þess að bjórinn verði of beiskur.
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Eyjaálfu-öl

Post by Haukurtor »

Jæja, þessi fór á flöskur í gær.
OG var 1.051, FG 1.010, nottingham tók þokkalega vel til eftir sig, en ég cold-crash-aði hann samst í nokkra daga í ískápnum.

Eftir 2 vikur í gerjunarfötunni opnaði ég og þefaði. Humlaangan var ótrúleg, þannig ég sleppti því að þurrhumla.

Eftir að ég var búinn að setja hann allan á flöskur voru tæpir 300 ml eftir sem ég sturtaði beint í glas og vá :shock:

Sjaldan hef ég notið þess jafn vel að drekka ókolsýrðan, óþroskaðan bjór.
Liturinn á honum er eitthvað ég mundi lýsa best sem raf-gullin.
Humlaangan minnir helst á appelsínu.
Humlarnir gáfu honum ótrúlegan citrus / greipaldin keim með hint af appelsínu í eftirbragð. Þessir 300 ml fór hratt niður. Get varla beðið eftir að hann er orðinn vel kolsýrður.

Það lítur allt út fyrir það að ég noti restina af þessum eyjaálfu humlum sem ég á í sömu uppskrift á næstunni :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Eyjaálfu-öl

Post by gm- »

Hljómar vel, alltaf gaman að humlapervertisma. Hvar fékkstu humlana?
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Eyjaálfu-öl

Post by Haukurtor »

Keypti þá í Richmond, VA.

Hefði ég vitað hvaða sælgæti þessir humlar eru hefði ég gripið fleiri poka með mér!
Post Reply