Bergrisabrugg 2013

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Jæja fyrsti bjór ársins kominn af stað. Það er Russian Imberial Stout. Verður vonandi flottur í desember. Ætla einnig að gera enn einn sterkan dökkan skota. Sá bjórstíll á hvert bein í mér.

Við áramót er tilvalið að fara í smá naflaskoðun. Svo hér koma smá hugleiðingar (meðan ég er að meskja).
Ég er búinn að stunda þetta sport með þokkalegum árangri núna í tæp tvö ár og haft gríðarlega gaman af. Er búinn að prufa hina og þessa stíla en ég hélt að ég myndi bara gera lagerbjóra þegar ég byrjaði.
Nú er svo komið að ég vill ná betri árangri og vanda mig meira. Það á ekki að vera happa og glappa hvernig bjórinn kemur út.

Ég er búinn að festa tvo bruggdaga í mánuði (er í vaktavinnu svo þetta eru virkir dagar þegar ég fæ frið). Þá get ég alltaf undirbúið gerið með eins tveggja daga fyrirvara. Þetta er komið á dagatal á ískápinn og búið að sannfæra konuna að þetta sé nauðsynleg þróun. Þá þarf maður ekki að spá í hvort maður sé í bruggstuði og öll verkefni kláruð á öðrum dögum.

Hvaða bjór verður fyrir valinu verður ekki tilviljun. td. verður Október Märzen bjór gerður í mars svo hann verði tilbúinn í oktober. (fyrir næstu heimsókn Fágunar til Keflavíkur ef áhugi verður á því). Pilsner einnig í mars fyrir sumarið. Hveitibjórar í apríl og svo framvegis. Mun styðjast við dagatalið sem ég setti hérna inn á annan stað.

Ég segi stundum að bjórgerð er eins og golf. Hvort tveggja er mjög einfalt en það þarf að æfa til að ná árangri. Ég lít svo á að ég sé kominn með ca 15 í forgjöf í dag í bjórgerð. Get látið sjá mig meðal áhugamanna og tekið þátt í móti. Jafnvel farið í golfferð. En það koma við og við sprengjur.
Til að ná lengra þarf ég að spá í smáatriðinum sem telja. Passa gerið, meskihita, og bæta tækni á öllum sviðum. Jæja þetta er orðið of heimspekilegt.

Vonandi gengur þetta bjór "áramótaheit" eftir. Þá verður allavega nóg að drekka næsta vetur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Líst vel á þetta hjá þér - Ég var einmitt að fastnegla 1 bruggdag í mánuði með félögunum og svo bruggar maður líklega eitthvað auka eftir hentugleika.

Hvernig var þetta aftur hjá þér, varstu búinn að koma þér upp hitastýringu í gerjun?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Er með hitastýrðan ísskáp fyrir lagergerjun og get líka stýrt hitastiginu í geymsluskúrnum hjá mér. Svo hitastýrðan frysti fyrir gerið. Er svo með eina aukahitastýringu sem ég á eftir að taka í gagnið.
Gerja yfirleitt öl í pool-skúrnum en hann er yfirleitt 18-20 gráður.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þá eru tveir dökkir komnir í fötu. Bíð eftir að gerið taki yfir. Eitthvað var ekki alveg rétt en Rússinn varð ekki nema 1080 OG. Skotinn það sama en hann átti að vera það. Meskifatan mín er of lítil fyrir svona bjóra. Þarf að stefna bara á 15 lítra í staðinn fyrir 20 lítra græðgi í hvert sinn.
Verður eflaust góður bjór en ekki sáttur við að ná ekki að fylgja uppskriftum rétt
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Gerðirðu ráð fyrir lægri nýtni í stóra bjórnum?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þar hef ég klikkað.
Ég notaði bara uppgefnu tölurnar í Beersmith.
Hvað á ég að gera ráð fyrir í nýtni með svona sterka bjóra?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Það er algengt að vera með ca 10% minni nýtni eða svo þegar maður er farinn að nálgast 1.100 bjóra...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Það er algengt að vera með ca 10% minni nýtni eða svo þegar maður er farinn að nálgast 1.100 bjóra...
:shock:
Vá .. ég las þetta svo vitlaust ...

OG 1.100 ... ekki eittþúsundogeitthundraðbrugganir ;-)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Það er eitthvað svo rólegt hérna svo ég ætla að henda inn smá fréttum. Imperial Stoutinn er kominn á flöskur ásamt skotanum og jólabjórnum 2013. Búinn að afreka það að setja á 159 flöskur í kvöld. Vitaskuld smakkar maður og þetta eru allt mjög kröftugir bjórar. Imperial og skotinn verða um 9 prósent og svo er alveg heavy krydd bragð af jólabjórnum. Kanillinn soldið að yfirtaka hann. Mun gæta mín meira á hlutföllum næst. En líklegast fáið þið að smakka þetta í oktober ef við höldum okkur við það að hafa oktoberfund í Keflavík. Vonandi lendi ég ekki í neinum skemmdum eins og ég lenti með einn skota um daginn.

Annars er planaður bruggdagur á morgun. Gerstarterinn tilbúinn. Mun gera mildan skota. Allir bjórarnir á þessu ári eru soldið dökkir og ég held að ég sé farinn að trúa því sem sagt var að "once you go black you never go back", var reyndar í öðru samhengi.

Svo er Black IPA planaður 31. jan.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by viddi »

Hrikalegur dugnaður er þetta í þér!
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Gerði einn mildan skota í dag. Kominn í fötu og gerjun að fara af stað.
Eftir að hafa lent í því að hella kassa af bjór um daginn þá fór ég yfir allt ferlið.
Passaði ofurvel uppá hreinlæti. Gerði þetta í rólegheitum og lét ekkert trufla.

Ég er með soldð marga kraftmikla dökka bjóra svo þessi á að vera mildur. Verður um 5%. Hér má lesa meira um mismnandi skoska stíla. http://en.wikipedia.org/wiki/Beer_in_Scotland" onclick="window.open(this.href);return false;

Boil Size: 23,00 l
Post Boil Volume: 21,11 l
Batch Size (fermenter): 22,00 l
Bottling Volume: 22,00 l
Estimated OG: 1,052 SG
Estimated Color: 31,3 EBC
Estimated IBU: 28,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 78,9 %
0,40 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 7,9 %
0,30 kg Smoked Malt (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 3 5,9 %
0,20 kg Caraamber (Weyermann) (70,9 EBC) Grain 4 3,9 %
0,10 kg Roasted Barley (591,0 EBC) Grain 5 2,0 %
0,07 kg Carafa Special II (Weyermann) (817,5 EBC Grain 6 1,4 %
30,00 g Fuggles [4,50 %] - First Wort 60,0 min Hop 7 17,1 IBUs
30,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 15,0 min Hop 8 7,7 IBUs
30,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 5,0 min Hop 9 3,1 IBUs
20,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 0,0 min Hop 10 0,0 IBUs
1,0 pkg Scottish Ale (Wyeast Labs #1728) [125,05 Yeast 11 -


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body
Total Grain Weight: 5,07 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Mash In Add 10,77 l of water at 79,3 C 67,8 C 60 min

Sparge: Fly sparge with 17,31 l water at 75,6 C
Notes:
------
Í uppskriftinni átti að vera East Kent Goldings en þar sem þeir eru ekki til þá notaði ég Fuggles.

Betrumbætti einn ísskáp með hitastýringu en ég ehf bara notað hann við að gera lager en ætla að nota hann núna líka við ölgerð. Reyna að vera með hitastigið stöðugra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Til gamans þá ætla ég að henda inn smá upplýsingum.

Er að smakka bjórana sem ég setti á flöskur fyrir viku. Já ég veit að það er fullsnemmt en þessi fyrsta smökkun er alltaf svo spennandi.
Sterki skotinn minn er góður. 9 prósent og í fínu jafnvægi.

Stóri rússinn minn endaði líka sem 9 prósent bjór en átti að vera sterkari og verð ég að segja að sem betur fer náði hann því ekki, því maður finnur meira fyrir áfenginu í honum en skotanum. Hellti meira segja restinni af honum þar sem ég vildi ekki drekka tvo 9 prósent bjóra í röð. Það myndi heyrast í gömlu ef ég kæmi rúllandi úr skúrnum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þessi skoti sem ég nefni hér að ofan smakkast einstaklega vel eftir viku á flöskum. Hefur tekist mjög vel.

Síðsata sunnudag setti ég í tvo bjóra. Einn IPA með Chinook humlum og var ég bæta humlum við í dag til að þurrhumla. Leysti þá bara upp í sjóðandi vatni og hellti í botninn á fötu sem ég svo fleytti bjórnu yfir. Hrærði ofur létt og vona að það sé nóg. Stefni á að setja á flöskur eftir ca. viku.

Gerði svo enn einn skota, en það eru nú engar fréttir á þessum bæ. Í hann notaði ég ger úr Surti frá Borg Brugghús. Gerið var hann Ái, sá eldri í feðgum, búinn að rækta upp úr einni flösku. Gerjun var ekki alveg nógu kröftug svo ég bætti við S04 líka. Svo það er skemmtilegur gerkokteill í honum.

Framundan er svo einn Oktober/Marzen bjór og einn California Common. Kominn tími til að gera léttari bjóra eftir mjög "dökkan" vetur.

Svo er bara að ákveða hvað maður á að senda í keppnina.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Kjartan
Villigerill
Posts: 14
Joined: 19. Mar 2012 09:42

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Kjartan »

Er mælt með því að leysa humla upp í sjóðandi vatni í þurrhumlun? Ertu þá ekki að gera það sama og ef þú myndir bæta þeim við í lok suðu? Ég held að aðalatriðið í þurrhumlun sé einmitt að hita humlana ekki, til að passa að ekkert af rokgjörnu essential olíunum gufi upp og að koma í veg fyrir isomeringu alpha-sýranna.
Ef þú ert að hafa áhyggjur af bakteríum þá er það ekki vandamál þar sem humlar eru bakteríudrepandi

Bara pæling, kannski hefur þetta engin áhrif, verður örugglega prýðis IPA :skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Kjartan á kollgátuna. Venjulega er þeim bara hent beint í - ekkert hitavesen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Góður punktur,

Þarna er bara eyða í minni bjórþekkingu. Spurning að henda smá viðbót núna í fötuna. Sjá hvað það gerir.

Takk fyrir ábendinguna.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Bætti við humlum í bjórinn sem um ræðir hér að ofan. Ég var að gera tilraunir með að meskja í suðupottinum mínum og var nýting hræðileg. Fékk einungis 15 lítra í gerjunarfötuna. Setti svo sama magn af humlum og gert var ráð fyrir í 23 lítra svo það er hætt við að þessi bjór verði algjör humla sprengja.

Er svo í dag að gera einn Oktoberfest/Märzen. Þetta er upphitun fyrir annan sem ég geri í næsta mánuði. Þessi verður frekar dökkur miðað við stílin.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 23,00 l
Post Boil Volume: 20,16 l
Batch Size (fermenter): 25,00 l
Bottling Volume: 25,00 l
Estimated OG: 1,054 SG
Estimated Color: 21,8 EBC
Estimated IBU: 22,6 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
2,26 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 1 37,8 %
1,81 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 30,3 %
1,36 kg Vienna Malt (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 3 22,7 %
0,45 kg Caramunich III (Weyermann) (139,9 EBC) Grain 4 7,5 %
0,10 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC) Grain 5 1,7 %
43,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 6 18,9 IBUs
14,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 7 3,7 IBUs
1,0 pkg Octoberfest Lager Blend (Wyeast Labs #26 Yeast 8 -


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 5,98 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Mash In Add 15,60 l of water at 75,7 C 65,6 C 75 min

Sparge: Fly sparge with 13,39 l water at 75,6 C
Notes:

Meskjaði aftur í kæliboxinu mínu eftir smá endurbætur á því. Er með rúmlega 3 metra af barka í botninum sem sigti. Svínvirkaði. Lengdin kemur til útaf því að ég fékk tvo barka gefins sem báðir voru rúmlega einn og hálfur meter. Tengdi þá við T-stykki og svo tengdi ég þá saman í hinum endanum með hosuklemmum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Gerjunarvandræði.

Þessi Oktober/marzen bjór var að valda mér smá hausverk. Var með blautger sem var frá því í ágúst og virtist ekkert fara af stað eftir að ég "sprengdi" pokann. Svo ég gerði starter og hellti innihaldinu úr blautgerspokanum í hann. Samt sem áður fór engin gerjun af stað í ísskápnum sem ég stillti við 11 gráður.
Endaði á því að ná í nýjan poka og "sprengja" hann og blanda í nýjan starter og lét svo gerjunina byrja við ca 20 gráður. Þegar þetta bublaði hresilega færði ég þetta í ísskáp við 17 gráður og er búinn að lækka ísskápinn um ca. eina gráðu á dag. Er núna í 15 gráðum. Ætla að enda með þetta í ca 10 gráðum. Gerjunin er búin að vera kröftug og vonandi kemur þetta ágætlega út. Má gera ráð fyrir því að það verði stór gerkaka í þessum.

Framundan er svo Californian Common næsta fimmtudag. Ætla að græja góðan starter fyrir það eins og líst er hér: http://www.howtobrew.com/section1/chapter6-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Oli »

Það er í lagi að gerja lagerstarter við hærra hitastig skv. jamil og félögum í bókinni Yeast, kæla hann svo niður í gerjunarhitastig og setja út í, gerja svo bjórinn við ca 10 gráður eins og vanalega.
Þá ertu fljótari að ná starternum upp ef gerið er orðið lélegt.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þessi IPA bjór sem ég nefndi hér að ofan er algjör sprengja. Humlamagnið gríðarlegt. Þegar ég fæ mér eina flösku af honum þá er ég enn að smjatta á honum daginn eftir.

Gerði annars tvo bjóra í dag. Báða úr Brewing Classic Styles bókinni. Ætla að einbeita mér soldið að henni núna á næstunni.

Gerði ESB með blautgeri sem ég pantaði hjá Hrafnkeli og einn Munich lager. Báðir hittu á OG eins og uppskriftin gerði ráð fyrir en var með aðeins minni virt en ég áætlaði.

Recipe: London ESB úr BCS
Brewer: Rúnar
Asst Brewer:
Style: English Extra Special Strong Bitter
TYPE: All Grain
Taste: (30,0)

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 23,00 l
Post Boil Volume: 21,11 l
Batch Size (fermenter): 24,00 l
Bottling Volume: 24,00 l
Estimated OG: 1,054 SG
Estimated Color: 18,2 EBC
Estimated IBU: 36,7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
5,44 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 94,1 %
0,23 kg Carahell (Weyermann) (25,6 EBC) Grain 2 4,0 %
0,11 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 3 1,9 %
57,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 60,0 Hop 4 36,7 IBUs
1,27 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 5 -
0,32 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 6 -
28,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Aroma Ste Hop 7 0,0 IBUs
1,0 pkg London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124, Yeast 8 -

Ég fann Irish Moss sem ég hafði keypt í september í Denver og prufaði það. Setti nú töflu líka. Veit ekki hvernig það kemur út.

Hér er svo Munich lagerinn
-
Recipe: Munich lager úr BCS
Brewer: Rúnar
Asst Brewer:
Style: Munich Dunkel
TYPE: All Grain
Taste: (30,0)

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 23,00 l
Post Boil Volume: 21,11 l
Batch Size (fermenter): 25,00 l
Bottling Volume: 25,00 l
Estimated OG: 1,051 SG
Estimated Color: 26,4 EBC
Estimated IBU: 26,8 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
2,94 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 1 52,0 %
2,00 kg Munich Malt (17,7 EBC) Grain 2 35,4 %
0,71 kg Caramunich III (Weyermann) (139,9 EBC) Grain 3 12,6 %
50,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 4 22,7 IBUs
15,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,70 %] - Boil Hop 5 4,1 IBUs
1,32 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 6 -
1,0 pkg Munich Lager (Wyeast Labs #2308) [124,21 Yeast 7 -

Síðustu tveir bjórar sem ég gerði á undan þessum. Einn Californian Common og einn Oktober Marsen eiga enn eftir að fara á flöskur svo núna eru 4 fötur með bjórum hérna hjá mér. Það finnst mér góður félagsskapur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Afrekaði núna að setja alla á flöskur. Nú er birgðarstaðan tæpir 500 bjórar en eina sem ég get hugsað um er næsti bjór sem ég ætla að gera. Er að finna fyrir því að þetta tómstundargaman er bjórgerð en ekki bjórdrykkja.

Þessir tveir bjórar sem ég gerði úr BCS hitttu á OG og FG og er ég spenntur að smakka þá.

Framundan er svo hveitibjórinn fyrir sumarið og svo einn danskur lager. Danski lagerinn er smá áskorun á að gera þunnan bjór og til að fínpússa tæknina.
Stefni á þennan:

From "Brew Classic European Beers At Home.
Graham Wheeler and Roger Protz (12/1995)

CARLSBERG HOF

OG 1041
Plato 10.2

23 Litres
Pilsner Malt 3220g
Carapils 240g
White Sucrose 470g

Hallertau 35g 90min
Irish moss 10g 15min

Brewing method
Temperature-stepped infusion or double-decoction mash. Can do this as a 2 step mash or a simple infusion mash.

Mash Schedule 50c-20min
66c-45min
72c-45min

Boil time 90min
Racking gravity 1006 1.5 Plato
Alcohol content 4.7% by volume 3.8 by weight
Bitterness 23 EBU
Colour 5 EBC
Ferment at 10-15C, lager at 10C

Malt extract
Replace Pilsner Malt with Pale Malt 2500g

Yeast Wyeast 2042 Danish Lager yeast would be my choice.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gm- »

bergrisi wrote:Afrekaði núna að setja alla á flöskur. Nú er birgðarstaðan tæpir 500 bjórar en eina sem ég get hugsað um er næsti bjór sem ég ætla að gera. Er að finna fyrir því að þetta tómstundargaman er bjórgerð en ekki bjórdrykkja.
Hehe, þetta er svipað hér. Hef verið duglegur að gefa þetta, en á samt um 100 bjóra í bjórskápnum. Algjört lúxusvandamál :fagun:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Ég er með algjöran bjórgerðarathyglisbrest. Ætlaði að gera hveitibjór en ákvað að geyma hann í mánuð og setti í staðin í English Strong Ale.

Er ekki með uppskriftina þar sem ég er núna í vinnunni (gef mér alltaf tíma til að kíkja á Fágun.is). Notaði í fyrsta sinn Northern Brewer humla sem ég fékk Hrafnkel til að panta. Kann honum bestu þakkir fyrir.

Er búinn að stelast í þá sem ég setti á flöskur fyrir 10 dögum. Það voru tveir Munich lagerar, einn California Common og einn enskur bitter. Þarf að gefa þeim öllum meiri tíma. Ekkert spennandi núna.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gm- »

bergrisi wrote:Ég er með algjöran bjórgerðarathyglisbrest. Ætlaði að gera hveitibjór en ákvað að geyma hann í mánuð og setti í staðin í English Strong Ale.

Er ekki með uppskriftina þar sem ég er núna í vinnunni (gef mér alltaf tíma til að kíkja á Fágun.is). Notaði í fyrsta sinn Northern Brewer humla sem ég fékk Hrafnkel til að panta. Kann honum bestu þakkir fyrir.

Er búinn að stelast í þá sem ég setti á flöskur fyrir 10 dögum. Það voru tveir Munich lagerar, einn California Common og einn enskur bitter. Þarf að gefa þeim öllum meiri tíma. Ekkert spennandi núna.
Northern Brewer eru frábærir humlar, nánast mínir uppáhalds.

Endilega sendu inn uppskriftina af English Strong Ale
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by æpíei »

Rúnar, það kennir vissulega ýmissa humla í þínum bjórskáp. Ég hlakka til að koma með í heimsókn Fágunar á suðurnesin og fá kannski smá smakk. :)
Post Reply