Bergrisabrugg 2013

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Það verður örugglega eitthvað til að smakka og stefni á að bjóða í skúrinn í þriðja sinn í haust.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þar sem það er rólegt þessa stundina þá hendi ég inn smá bruggfréttum.
Er að gera enn einn skotann. Þó þessi nefnist Skotaklúður 3. þá hef ég alltaf breytt honum eitthvað. Er að fikra mig áfram með að gera öfluga startera og vonandi verður ný "stir plate" orðin að veruleika á morgun.
En verð að segja að það er einn bjór sem mig langar að gera aftur nákvæmlega eins. Gerði Munich Lager úr Brewing Classic Styles bókinni og hann hitti á allar tölur og er bjór sem ég gæti drukkið marga í röð.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Smá bruggfréttir.
Setti í einn Dunkelweizen í dag. Mjög einfaldan. 3.3 kg hveitimalt, 2,3 Pale Malt (átti að vera pilsner malt en það var búið hjá mér). Svo 300 grömm af carafa special II. Svo voru bara 40 grömm af Hallertauer Mittelfrueh í upphafi suðu. Suðan varð reyndar aldrei kröftug og hef smá áhyggjur af því hvort potturinn minn sé að slappast.
Stefni á að þessi verði klár til drykkju eftir mánuð þegar ég dett í sumarfrí.

Smakkaði English strong ale og hann er að koma vel út. Hef smakkað hann vel kældann og svo smakkaði ég hann við ca. 15 gráður í dag og hann var eins og koníak. Fallegur á litinn og naut ég þess að sötra hann. Reif nett í en flott jafnvægi.

Einhver bað um uppskriftina en hér er hún:
Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 23,00 l
Post Boil Volume: 21,11 l
Batch Size (fermenter): 25,00 l
Bottling Volume: 25,00 l
Estimated OG: 1,070 SG
Estimated Color: 34,5 EBC
Estimated IBU: 40,9 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
6,50 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 83,3 %
0,40 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 2 5,1 %
0,40 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC) Grain 3 5,1 %
0,25 kg Carahell (Weyermann) (25,6 EBC) Grain 4 3,2 %
0,25 kg Carapils / Carafoam (Weyermann) (3,9 EBC Grain 5 3,2 %
55,00 g Northern Brewer [8,50 %] - Boil 60,0 min Hop 6 37,3 IBUs
1,32 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 7 -
20,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 15,0 min Hop 8 3,6 IBUs
0,33 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 9 -
1,0 pkg British Ale II (Wyeast Labs #1335) [124, Yeast 10 -


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 7,80 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Mash In Add 20,34 l of water at 74,8 C 65,6 C 75 min

Sparge: Fly sparge with 10,47 l water at 75,6 C
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Setti í einn skrítinn í dag. Er að vinna á korn lagernum mínum meðan ég bíð eftir korni hjá Brew.is

Kalla þennan Sumar fjör.

Í honum er:
2960 gr. Vienna Malt
1700 gr. Wheat Malt
320 gr. Caraamber
300 gr. Melonoidin
240 gr. Carahell
200 gr. Carapils
100 gr. Carafa Special I

Þætti gaman að heyra frá mér fróðari mönnum hvort ég sé að blanda einhverju saman sem maður á ekki að gera.

Setti svo 60 gr. Cascade í upphafi suðu og svo 30 gr. Hallertauer Mittelfrueh í lokin.
Svo nota ég American Ale blautger.

Stefni á svo annan í næstu viku álíka furðulegan og þá er korn lagerinn minn búinn.

Stefni á að setja Dunkel weizen bjórinn sem nefndur er hér á undan á flöskur eftir helgi og verður fyrsta flaska opnuð fyrsta sumarfrís dag. 4. júlí.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gm- »

Þú ert öflugur í þessu, væri gaman að sjá myndir af ferlinu og setupinu :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Takk fyrir áhugann. Skal reyna að muna eftir að taka myndir næst þegar ég geri bjór.

Er með einn planaðan í næstu viku úr afgangskorni sem ég er með. Svo verður farinn ferð til Hrafnkels eftir það.
Er reyndar með mjög einfalt kerfi. 29 lítra rafmagnspott en meskja ennþá í kæliboxi. Finnst það minna vesen.

Svo á ég helling af skemmtilegum heimagerðum bjór sem hinn venjulegi pilsner lepjandi íslendingur kann ekki að meta og fæ því að hafa hann í friði. Skemmtilegra hobby er ekki til.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Stalst til að smakka hveitibjorinn. Dunkelweizen. Fór á flöskur fyrir 6 dögum. Bragðast mjög vel. Maltaður, sætur, lítil beyskja og mjög ferskur. Þessi verður vinsæll á pallinum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þessi hveitibjór er alveg búinn að heilla mig. Það er flott sætt bananabragð blandað við maltið. Einn af betri bjórum sem ég hef gert. Vantar bara sól til að drekka hann úti. Gerði tvo hveitibjóra í fyrra en dökkur verður gerður aftur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þetta veður kallar bara á bjórgerð. Ætla að nota afgangskornið sem ég á og þetta verður forvitnileg blanda. Eftir þennan er óhjákvæmilegt að fara í verslunarleiðangur til Hrafnkels. Það verður fyrr en áætlað er ef veðrið heldur svona áfram.

2,5 kg Munich Malt
1,1 kg Pale Malt
1.0 kg Wheat
340 gr Caraaroma
200 gr Carapils
200 gr Melanoidin.

25 gr. Magnum Humlar 60 mín.
30 gr Saaz humlar 15 mín.

Ger: American Ale (Wyeast 1056)
20130710_150009.jpg
20130710_150009.jpg (112.63 KiB) Viewed 57693 times
Gm óskaði eftir að sjá búnaðinn sem ég nota og hér er hann.
Rafmagnspottur frá Danmörku sem ég einangraði aðeins
Kælispírall sem ég bjó til og nota líka til að hita upp meskivatnið.
Ger hræra og mylla sem keypt voru í síðustu ameríkuferð
Kælibox með extra löngum barka og krana.
Svo vitaskuld hellingur af fötum og hitastýrður ísskápur.
20130710_175607.jpg
20130710_175607.jpg (431.4 KiB) Viewed 57681 times
Svo ein hér meðan beðið er eftir suðu.
Last edited by bergrisi on 10. Jul 2013 17:59, edited 1 time in total.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by æpíei »

bergrisi wrote:From "Brew Classic European Beers At Home.
Graham Wheeler and Roger Protz (12/1995)

CARLSBERG HOF
Ertu nokkuð með fleiri uppskriftir af dönskum bjórum? T.d. Carls Special? Það hefur komið fram ósk um að ég reyni við svoleiðs.
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=21167" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Nei því miður.
Ég fann þetta bara með því að googla "carlsber clone"
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gm- »

Skemmtilegt setup, hvað er rafmagnspotturinn stór?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

29 lítra.
http://www.maltbazaren.dk/shop/elgryder-123c1.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Prufaði að meskja í honum líka en hann er of lítill í það.
Svona pottar eru mikið notaðir í Danmörku sé ég. Er mjög ánægður með hann og svo er auðvelt að þrífa hann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Nú er ég loks að gera Carlsberg Clone eins og er uppskrift af hér fyrr í þessum þræði.
Ég var farinn að skammast mín fyrir hvað ég skrifa mikið hér inn en sá að það margborgar sig því ég týndi uppskriftinni en hafði sett hana hér inn.
Þó svo ég sé lítið hrifinn af Carlsberg þá er þetta áskorun um hvað maður getur með græjunum.
Þessi fær svo að lagerast í nokkra mánuði..

Þetta veður er gríðarlega bruggvænt. Ég ætlaði að taka mér frí í sumar enda nóg til af bjór en þetta er fjórði bjór sumarsins. Bara gaman.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Mér finnst rosalega gaman að gera "afgangs" bjóra.
Bjórinn sem ég minnist á hér fyrr og nefnist sumarfjör er að koma mjög vel út.

American pale ale með vieanna korni og hveitikorni í forgrunni. Endaði bara 4,4 prósent en vel bragðmikill. Mjög ánægður með hann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Smá viðbót í bjórdagbókina mína hér.
Er a gera einn Speciality beer. Veit ekki hvort ég kalli þetta jólabjóratilraun 2.
Fyrir tveim vikum setti ég kakóbaunir og eina lakkrísstöng í vodkabað. Núna er ég að gera einfaldan bjór og eftir tvær vikur í gerjun ætla ég að setja í secondary og þá fleyta virtinum yfir kakóbaunirnar og lakkrísinn.
Uppskriftin af bjórnum er einföld. 6 kg af Pale ale, 240 grömm af Carafa Special II og svo 240 grömm af ristuðu byggi. Aðalega til að fá litinn. Finnst að bjór sem tengist lakkrís verði að vera vel svartur. Lítið af humlum, 25 grömm af Magnum í 60 mínutur og svo bara US-05.
Er að vonast eftir að fá smá keim af súkkulaði en ekkert afgerandi.

Fer á flöskur eftir mánuð geri ég ráð fyrir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Nokkuð spennandi. Ég er alltaf óþarflega feiminn við kryddjurtir, hræddur um að setja of mikið :)

Endilega uppfærðu þegar það kemur í ljós hvernig kryddin virka og hvort það þurfi meira/minna.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Ég kem með fréttir af því hvernig þessi "súkkulaði/lakkrís" bjór kemur út. Síðasta tilraun í þessa veru fór illa. Þá var ég með of mikinn kanil í jólabjórnum mínum. Getur fengið að smakka hann á októberfundinum ásamt fleiri bjórum.

Ákvað loksins að drífa mig í að gera reyktan bjór. Gerði uppskrift sem er lauslega byggð á bókinni Brewing Classic Styles bls. 277. Er reyndar með mun meira af reyktu malti.
5 kg reykt malt
2,28 kg pale ale
0,38 Carafa Special II
0,23 Ristað Bygg.

East Kent Goldings humlar og svo US 05 ger.
Er að spá í hvort ég eigi að fleyta þessum yfir gerköku sem er af bjór sem ég gerði í síðustu viku. Hef aldrei prufað það. Þarf að setja hann yfir í aðra fötu til að bæta við súkkulaði baununum og lakkrísnum sem er búið að liggja í vodka.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Ég hef soldið gaman að hoppa öfgana á milli. Gerði fyrr í sumar þunnan pilsner sem er 4.2 % og fallega tær. Daufasti bjór sem ég hef gert. Nú datt mér í hug að gera Russian Imperial Stout og stefni á að hann sé 11%. Sterkasti bjór sem ég hef gert. Þetta er soldið snúið í þeim græjum sem ég hef. Er að meskja í kæliboxi.
Uppskriftin er einföld og eitthvað sem ég kokkaði upp í Beersmith.

Langar að prufa að tvínýta kornið. "Second running" held ég að það sé kallað. Er að vona að ná einum daufum dökkum með. 3-4%. En þetta er tilraunarinnar virði.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Eyvindur »

Það kallast parti-gyle, og er býsna skemmtileg pæling. Mjög gaman ef maður nennir að standa í því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gm- »

Já, parti-gyle er skemmtileg aðferð ef maður hefur tímann, hef notað þá aðferð nokkru sinnum núna. Gerði Byggvín og APA úr sama korni, og svo tvisvar núna Enskan IPA (6-7%) og svo mjög léttan bitter (~3.5%) úr sama korni. Reikningarnir eru frekar auðveldir, en þetta tekur að sjálfsögðu aðeins lengri tíma þar sem þú þarft að sjóða tvisvar.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Fyrir þennan Russian Imperial Stout gerði ég góðan starter. Átti að vera 3 lítrar en gallon flaskan mín brotnaði þegar ég var að kæla hana svo ég náði að setja 2 lítra yfir á aðra flösku sem var svo á hræri plötunni í sólarhring. Núna er svo kröftug gerjun að það er smá "scary". Ég var svo ótrúlega skynsamur að búa til slöngu frá gerjunarfötunni og yfir í vatnskönnu í staðinn fyrir að nota venjulegan vatnslás og ég segi bara sem betur fer.
Spurning mín er er það eitthvað sem ber að varast þegar þetta er svona. Lokið á gerjunarfötunni er bólgið af þrýstingi og ætti ég að opna aðeins til að ná mesta þrýsting af. Það er froða að koma í gegnum slönguna og vatnið er orðið gruggugt í vanslás könnunni.
Ég var hræddur um að ég væri með of lítinn gerstarter þar sem gallon flaskan brotnaði en lofar þetta kannski góðu um það að ég sé með nóg af heilbrigði geri?
Ég var að gera jafnvel ráð fyrir að setja aftur ger í þennan bjór til að ná upp þeim styrkleika sem ég er að vonast eftir.
20130914_212937.jpg
20130914_212937.jpg (84.23 KiB) Viewed 57288 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Eyvindur »

Ég hleypi gjarnan þrýstingnum af þegar ég sé svona mikinn kraft. Ég veit ekki hvort það breytir miklu, en mikill þrýstingur getur klárlega aukið álagið á gerið, og í svona stórum bjór er allt sem maður getur gert til að auðvelda gerinu starfann af hinu góða.

Hvort þú ert öruggur um að þetta klárist skal ég ekki segja. 2 lítra starter í imperial stout er mjög lítið, þannig að ég myndi alveg vera undir það búinn að þurfa að hjálpa gerinu eitthvað. Á hinn bóginn er ómögulegt að segja til um það. Underpitch þarf ekki endilega að þýða að gerið gefist upp, en það gæti gefið frá sér mikla estera (sem er ekki endilega slæmt í RIS). Þú verður bara að sjá til.

Þetta er í öllu falli spennandi. RIS er einn af mínum uppáhalds stílum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

RDWHAHB.

Gerir lítið í germagninu úr þessu. Sennilega alveg nóg.

Varðandi þrýstinginn þá er lítið gagn í að losa lokið því þrýstingurinn er fljótur að byggjast upp aftur um leið og þú lokar aftur. Bara reyna að hafa hreina slönguna (svo hún stíflist ekki), og jafnvel bara tylla lokinu á í gegnum mestu lætin. Þetta róast á næstu 1-2 dögum :) Ef slangan stíflast þá spýtist hún bara af, eða lokið losnar af. Það gæti flogið af með látum, en fatan er allavega ekkert að fara að springa.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Takk fyrir hjálpina.

RDWHAHB er málið.

Ætla að sjá hvernig þetta verður á morgun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply