Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger

Post by sigurdur »

Þar sem að ég er búinn að tappa á flöskur fyrstu brugguninni minni með aðstoð vinar, Coopers Draught (áman), þá langar mig að lýsa næsta verkefni, forhumlað malt úrtak (extract) með lager keim, en ölger notað til að gerja.

Mig langaði helst að spyrja hvort að einhver er búinn að prófa þetta eða svipað verkefni?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger

Post by Hjalti »

Ég notaði akkúrat þetta kit og coopers gerið.

Gerjaði við 17 gráðu hita og útkoman varð allt í lagi. Ekki spes en alveg drekkandi.

Lagerinn verður rosalega sætur þegar hann er gerjaður svona þannig að maður verður að passa sig pínu á hitastiginu.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger

Post by sigurdur »

Ég hef svolítinn áhuga á því að sjá hvað verður úr þessu með að nota ölger í staðinn fyrir coopers lagergerið. Ég keypti um daginn ölger, en gleymdi að kaupa þrúgusykur (fæst kanski í apótekinu) þannig að ég byrja ekki á þessu fyrr en á morgun líklegast.
Post Reply