Imperial IPA lögn

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Imperial IPA lögn

Post by kalli »

Í gærkvöldi var lagt í eitt stykki Imperial IPA. Uppskriftin er byggð á 90 Minute Dogfish Head IPA sem ég hef lagt í áður en hafður stærri og humlaðri en áður. Tilgangurinn var ma. að komast að þolmörkum bruggtækjanna og prófa nýja aðferð með humlaviðbæturnar. Uppskriftin var svona:

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 37,58 l
Post Boil Volume: 28,08 l
Batch Size (fermenter): 25,00 l
Bottling Volume: 26,00 l
Estimated OG: 1,100 SG
Estimated Color: 17,3 EBC
Estimated IBU: 114,3 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 77,8 %
Boil Time: 105 Minutes
Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
1,12 g Calcium Chloride (Mash 60,0 mins) Water Agent 1 -
10,29 kg Pilsner (2 Row) Bel (3,9 EBC) Grain 2 90,2 %
1,11 kg Melanoiden Malt (39,4 EBC) Grain 3 9,8 %
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 90,0 min Hop 4 5,7 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 90,0 min Hop 5 3,7 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 90,0 min Hop 6 3,3 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 83,0 min Hop 7 5,7 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 83,0 min Hop 8 3,7 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 83,0 min Hop 9 3,3 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 75,0 min Hop 10 5,7 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 75,0 min Hop 11 3,7 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 75,0 min Hop 12 3,3 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 68,0 min Hop 13 5,7 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 68,0 min Hop 14 3,7 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 68,0 min Hop 15 3,3 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 60,0 min Hop 16 5,7 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 60,0 min Hop 17 3,7 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 60,0 min Hop 18 3,3 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 52,0 min Hop 19 5,6 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 52,0 min Hop 20 3,6 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 52,0 min Hop 21 3,2 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 45,0 min Hop 22 5,1 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 45,0 min Hop 23 3,3 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 45,0 min Hop 24 2,9 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 38,0 min Hop 25 4,4 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 38,0 min Hop 26 2,8 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 38,0 min Hop 27 2,5 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 30,0 min Hop 28 2,9 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 30,0 min Hop 29 1,9 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 30,0 min Hop 30 1,7 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 22,0 min Hop 31 2,3 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 22,0 min Hop 32 1,5 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 22,0 min Hop 33 1,3 IBUs
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 15,0 min Hop 34 1,5 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 15,0 min Hop 35 1,0 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 15,0 min Hop 36 0,9 IBUs
0,65 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 37 -
7,56 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 8,0 min Hop 38 1,1 IBUs
4,50 g Centennial [8,20 %] - Boil 8,0 min Hop 39 0,7 IBUs
2,52 g Simcoe [13,00 %] - Boil 8,0 min Hop 40 0,7 IBUs
5,53 g Amarillo Gold [6,90 %] - Boil 0,0 min Hop 41 0,0 IBUs
3,29 g Centennial [8,20 %] - Boil 0,0 min Hop 42 0,0 IBUs
1,84 g Simcoe [13,00 %] - Boil 0,0 min Hop 43 0,0 IBUs
1,1 pkg Whitbread Ale (Wyeast Labs #1099) [125,1 Yeast 44 -
34,34 g Amarillo Gold [8,50 %] - Dry Hop 3,0 Day Hop 45 0,0 IBUs
32,89 g Centennial [8,20 %] - Dry Hop 3,0 Days Hop 46 0,0 IBUs
17,11 g Simcoe [13,00 %] - Dry Hop 3,0 Days Hop 47 0,0 IBUs
Mash Schedule: BIAB, Full Body
Total Grain Weight: 11,41 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Saccharification Add 44,56 l of water at 76,6 C 68,9 C 60 min
Mash Out Heat to 75,6 C over 7 min 75,6 C 10 min

Það kom í ljós að umfangið var full mikið fyrir tækin. Ég varð að draga frá 5L af vatni til að geta meskt virtinn og lenti í stuck mash fyrstu 15 mínúturnar. Eftir það var allt í lagi. Ég missti við það hitastigið upp yfir 70° en það kom samt ekki að sök. Þessir 5L voru svo notaðir í að skola kornið á eftir. Næst þegar ég geri svona stóran bjór þarf ég að minnka uppskriftina um ca. 5L, úr 25 í 20.

OG mældist 1.096 en ekki 1.100. Það er ýmislegt sem getur valdið því. Ég gerði joð próf í lok meskingar og það sýndi að allri sterkju hafi verið umbreytt. Kannski of hátt hitastig hafi gert prófið ómarktækt og OG of lágt. PH mældist 5,4 í meskingu þrátt fyrir vatnsleiðréttingu. Ég hefði viljað ná því neðar. Skoða það síðar.

Varðandi humlaviðbæturnar, þá hef ég hingað til verið að vikta hverja einstaka viðbót (13 stk.) með nákvæmnisvog og með miklu veseni, enda 3 humlar í hverri viðbót. Nú fékk ég brilliant hugmynd, sem margir bruggarar verða hneykslaðir á. Ég viktaði alla humlana saman og skellti öllu saman í blandarann. Sem sé bara 3 viktanir í stað 39. Síðan fyllti ég vatni í blandarann svo rúmfangið varð 1,3L. Og svo blanda rækilega. Síðan hellti ég massanum í skál og á 7-8 mínútna fresti þá setti ég einn dl af massanum út í suðuna. Þetta gekk bara mjög vel og ferlið varð miklu viðráðanlegra.

Ég hafði útbúið startara með WLP099 en ekki haft tíma til að steppa hann upp. Svo mig vantaði meira ger og bleytti upp í 4 pökkum af US-08. Gerið fór út í kl. 22:30 í gærkvöldi og kl. 8 í morgun var gerjun komin í fullan gang.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Imperial IPA lögn

Post by kalli »

Þessi var þurrhumlaður í 4 daga og fór svo á flöskur. FG endaði í 1.018, svo hann gerjaðist vel út.
Mælisýnið smakkaðist frábærlega. Humlaangan og bragð er kraftmikið.
Life begins at 60....1.060, that is.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Imperial IPA lögn

Post by bjarkith »

Það er vel þess virði að leggja í svona svakaleg humlaplön eins og þessir samfellt humluðu bjórar hafa, maður fær allt úr humlinum, beiskju bragð og lykt og það endist og endist upp í manni.

Lítur vel út þessi.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply