Austurrískur Dunkelweizen

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Austurrískur Dunkelweizen

Post by arnarb »

Fékk þennan úr bók sem ég fjárfesti í sumar. Breytti þónokkru enda átti ég ekki allt hráefnið skv. uppskrift.

Wheat Malt 2,1 kg
Pale Malt 2,4 kg
Cara-aroma 250g
Vienna Malt 125 g
Munich TYPE I 200 g
Melanoidin Malt 200 g

Hallertau Hersbruck 25 g 90 min
Hunang 55 g 10 min
Orange Peel 2 tsk 5 min

BrewFerm Blanche ger (notaði tvo pakka þar sem þeir eru orðnir gamlir)

IBU 13
ABV 5,1%
Color 14 SRM

Mesking 90 mínútur við 65 gráður. Mash-out í 75 gráðum. Suða í 90 mínútur. Fékk 22 lítra með OG 1.052. Lyktaði afar vel og byrjaði að bubbla í morgun.

Langt síðan maður hefur lagt í síðast og dálítið ryðgaður í handtökunum. Allt tókst þó nokkuð vel þrátt fyrir smáóhapp við kælinguna en slangan losnaði eitt augnablik af spíralnum en sem betur fer fór nánast ekkert vatn í pottinn.

Arnar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Post by sigurdur »

Skemmtilegt .. :)
Endilega láttu vita hvernig bjórinn heppnast (og jafnvel að kíkja á fund með smakk ;-) )
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Post by arnarb »

Já, ætli það sé ekki rétt að fara að mæta á fundi aftur :skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Post by hrafnkell »

Langt síðan þú hefur látið sjá þig hérna :) Kominn tími til!

Þetta lítur frekar tasty út. Ætli hunangið skili sér eitthvað í svona litlu magni?
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Austurrískur Dunkelweizen

Post by arnarb »

Ég hugsa að hunangið komið ekki mikið inní í þessu magni. Það átti að vera hunangsmalt en það á ég ekki og ákvað að setja örlítið að hunangi til að fá einhvern keim og sætu af því.

og já kominn tími til að kíkja hérna aftur inn. Stefni á að fara að mæta á mánudagsfundi.
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply