Octane IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Octane IPA

Post by sigurjon »

Sælir. Þetta kemur dálítið seint, en...

Ég lagði í OIPA fimmtudaginn 11. júní kl. 09:34. Ég gleymdi reyndar að framkvæma flotvogarmælingu, en gizka á að staðan fyrir gerjun hafi verið 1066. (Hvaða eining er á þessari tölu annars?)

Eftir einn og hálfan sólarhring var nánast hætt að bobbla í vatnslásnum, en ég lét virtina vera áfram í tunnunni þar til á sjötta degi að ég færði hana í glerkút. Reyndar tók gerjunin við sér eftir það og nú, viku síðar, bobblar á hálfrar mínútu fresti í fullum vatnslási.

Ég ætla að hafa þetta í glerinu í viku í viðbót og athuga þá hvort komið sé að því að tappa á flöskur.

Þau mistök sem ég hef gert fyrir utan að gleyma flotvogarmælingunni eru m.a. að ég gleymdi að setja eikarspæninn í þangað til í gær og meðleigjandinn minn opnaði glugga í herberginu og loftið kólnaði talsvert í miðri gerjun. Ekki gott...

Meira síðar. Sjonni
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Octane IPA

Post by hallur »

Nú, þetta verður þá ekki sælkerum bjóðandi... er þá ekki ágætt að taka upp þá reglu að gefa rónunum þetta bara ef eitthvað klikkar?
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Octane IPA

Post by Eyvindur »

Þetta er ónýtt. Sendu þetta til mín í förgun.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Hehe, það er tekið til greina... :skal:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Nú í kvöld tókum við Hallur okkur til og settum téðan bjór á flöskur. Urðu úr heilar 55 og drukkum við eina saman og skiptum restinni í tvennt. Skv. flotvogarmælingu sýnir eðlismassahlutfallið 1014, sem er innan marka sem gefin eru upp af framleiðanda. Útreikningar sýna að hann ætti að vera um 6,97% áfengur. Nú er bara að bíða í nokkrar vikur þar til hægt verður að drekka...

Skál! :skal:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Octane IPA

Post by Eyvindur »

Ég smakka alltaf eftir fjóra daga... Orðin hefð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Já, kannske maður opni eina flösku þá og spái í spilin... :drunk:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Það vildi svo til að ég smakkaði líka eftir fjóra daga. Það kom mér á óvart hve mikið af kolsýru var komin í og ekki síður hve dökkur bjórinn var, þrátt fyrir að vera Pale Ale. Hann bragðaðist bara furðuvel, en ég bjóst við að þessi frumraun mín yrði ekki upp á marga fiska. Hjalti, Andri og Óli voru sammála því á mánudagsfundinum... :skal:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Octane IPA

Post by Eyvindur »

Athugaðu að hugtakið Pale Ale er gamalt, og frá þeim tíma þegar megnið af bjór sem var bruggaður var mjög dökkur eða jafnvel svartur. Þótt þetta sé kallað ljósöl er þetta ekki endilega ljóst samkvæmt okkar skynjun.

Svo var þetta líka extract, en sá bjór verður yfirleitt dekkri en sama uppskrift væri all grain. Sérstaklega LME, sem ég vænti þess að þið hafið fengið í pakkanum. Ekki síst ef þið hafið soðið hluta af vökvanum, en ekki allan, þá dökknar bjórinn oftast töluvert. Ein leið til að komast í kringum það er að bíða með að bæta ca. 2/3 af extractinu út í þar til mjög seint í suðunni, síðustu 10-15 mínúturnar eða svo.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Takk fyrir þessar útskýringar Eyvindur. Hvaða áhrif hefur þessi ,,seinblöndun" á bragð og gæði?
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Octane IPA

Post by Eyvindur »

Engin. Bara litinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Octane IPA

Post by Andri »

Ég var hrifinn af þessum get ég sagt, ég hefði samt fílað dash meira af humlum en hann var þrææælgóður
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Þökk fyrir það Andri. Hann verður svo bara betri með tímanum... :yahoo:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Octane IPA

Post by Eyvindur »

Reyndar eru skiptar skoðanir um hvort eigi að drekka IPA unga eða aldraða. Humlaanganin minnkar hratt, og humlabragðið minnkar sömuleiðis með tímanum. Fer auðvitað eftir því hvort þú ert að sækjast eftir humlageðveiki eða meira jafnvægi. En ef þú vilt humlageðveikina er hann bestur ungur. Ég er farinn að taka eftir því hvað humlarnir eru að minnka í IPAinum mínum, sem er nokkurra mánaða gamall.

Enn og aftur er þetta smekksatriði, en vertu meðvitaður um þetta. Ef þú vilt humlaangan og bragð sem allra mest er bjórinn líklega bestur fyrstu 3-4 mánuðina eða svo.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Jamm. Takk fyrir þetta innlegg í umræðuna Eyvindur.

Ég veit ekki, ég held að ég sé enginn sérstakur humalmaður, þannig að líklega er bezt að láta þetta bíða aðeins...

Nú ertu búinn að rúgla mig endanlega í rímíní! :hmm:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Octane IPA

Post by hallur »

Það verður að vera humlabragð... það er bjór.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Octane IPA

Post by Eyvindur »

Það er nú ekki alveg satt, Hallur. Hveitibjór er til dæmis nánast alveg laus við humlabragð, sem og margir belgískir bjórar, en ég myndi ekki flokka þá sem neinn annan drykk. Þetta er smekksatriði og fer algjörlega eftir því hverju er sóst eftir í hvert skipti. Ég er algjör humlahaus, en ég myndi ekki vilja fá súran, belgískan bjór með agalegri beiskju.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Octane IPA

Post by hallur »

Reyndar, herra yfirfargari. Það er reyndar misjanft hvaða bjór maður drekkur hvort humlabragðið þurfi að vera eður ei.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Octane IPA

Post by sigurjon »

Ég er búinn að smakka þennan og hann er vel drekkandi. Sterkur humlakeimur og dökkur á að líta. Alveg eðalöl!
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Octane IPA

Post by Hjalti »

Tek undir þetta, algert eðal öl....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply