American Pale Ale

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

American Pale Ale

Post by arnarb »

Ég fékk gefins tilbúið bjórsett frá vini mínum í USA og ákvað á laugardaginn að taka undir mig eldhúsið, reka betri helminginn að heiman og leggja í APA.

Settið er frá Brewer's Best og inniheldur allt efnið sem þarf í bjórgerðina, jafnvel tappana á flöskurnar.

IBU: 32-36
OG: 1.051-1.055
FG: áætlað 1.012-1.015
ABV%: 5.0-5.5%

Beiskjuhumlar eru Cascade og ilmhumlar Williamette. Þetta var auðvitað allt forpakkað og því bara opnaður poki og hellt útí. Sáraeinfalt. Ég bætti reyndar örlitlu af Cascade til að fá örlítið meiri beiskju og Williamette eftir 40 mín til bragðbætingar.

Eftir suðuna kældi í niður með spíralnum og setti í gerjunarílátið. Notaði nýja pokann til að sía humlana frá. Dreifði síðan gerinu yfir (Nottingham), hristi og setti vatnslásinn á. Nú er bara að bíða í 7-10 daga áður en ég set þessi herlegheit á flöskur.

Ferlið í heildina tók eingöngu 2,5 klst. frá því að suðan hófst og búið var að þrífa eftir sig. Hef venjulega verið ca. 5-6 klst í all grain-inu og því er þetta mun einfaldara og fljótlegra.

Þess má geta að settið kostar 35 dollara erlendis út úr búð sem er ágætis verð ef miðað er við Kit'n'Kilo settin hérna heima.

Læt vita þegar þetta er komið á flöskur hvernig smakkast miðað við all grainið
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply