Summer Citrus Wheat

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Summer Citrus Wheat

Post by andrimar »

Jæja þá er komið að því að setja inn fyrsta bruggdaginn sinn á þessa síðu. Þennan var ég að brugga í gær. Upphaflega er þetta all-grain uppskrift sem ég reiknaði yfir í extract. Ef þið hafið áhuga á all-grain útgáfunni get ég sett hana inn líka.

Allt gekk eins og í sögu fyrir utan smá minnisklúður af minni hálfu, þ.e. ég var svo viss um að ég ætti ljóst LME að ég fór bara af stað en svo kom í ljós að það var amber LME. Á þessum tímapunkti var ég hálfnaður með suðuna og sökum hráefnisskorts í íslenskum bruggbúðum þá var amber þykknið notað. Engu að síður mjög spenntur fyrir þessum. En já dembum okkur beint í þetta, hér er uppskriftin...

Recipe: Summer Citrus Wheat
Style: 6D-Light Hybrid Beer-American Wheat/Rye Beer

Recipe Overview

Wort Volume Before Boil: 3.00 US gals
Wort Volume After Boil: 2.70 US gals
Volume Transferred: 2.70 US gals
Water Added: 2.30 US gals
Volume At Pitching: 5.00 US gals
Final Batch Volume: 5.00 US gals
Expected Pre-Boil Gravity: 1.000 SG
Expected OG: 1.047 SG
Expected FG: 1.010 SG
Expected ABV: 4.9 %
Expected ABW: 3.9 %
Expected IBU (using Tinseth): 24.9
Expected Color: 4.0 SRM
Apparent Attenuation: 78.6 %
Mash Efficiency: 97.0 %
Boil Duration: 60.0 mins
Fermentation Temperature: 18 degC

Fermentables
Extract - Muntons Wheat DME 3.00 lb (52.2 %) Start Of Boil
Extract - Golden Light Liquid Extract 2.25 lb (39.1 %) End Of Boil
Sugar - Honey 0.50 lb (8.7 %) End Of Boil

Hops
US Cascade (7.1 % alpha) 0.46 oz Loose Pellet Hops used 60 Min From End
US Cascade (7.1 % alpha) 0.46 oz Loose Pellet Hops used 15 Min From End
US Cascade (7.1 % alpha) 0.93 oz Loose Pellet Hops used 5 Min From End

Other Ingredients
Orange Peel, Bitter 0.25 oz used In Boil
Orange Peel, Sweet 0.25 oz used In Boil
Irish Moss 0.11 oz used In Boil

Yeast: Danstar-Munich

Mash Schedule
Mash Type: Extract
Schedule Name: No Chosen Schedule

Recipe Notes
Irish Moss @ 15 min from boil end
Orange peel @ 5 min from boil end

Honey - Orange Blossom honey is preferable
Kv,
Andri Mar
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Summer Citrus Wheat

Post by Hjalti »

namm!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Summer Citrus Wheat

Post by olihelgi »

Þessi lítur afar vel út.

Hveitibjór með cascade humlum hljómar mjög vel. Að ég tali nú ekki um appelsínubörkinn.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Summer Citrus Wheat

Post by andrimar »

Ég og RaggiSimm færðum hann í þroskun í kvöld eftir 6 daga gerjun. Tókum sykurmælingu og hún stóð í 1.015, reiknað FG er 1.010. Ilmurinn var æðislegur! Tekið var eilítið smakk og var það eins og mig grunaði er hann helst til of beiskur sökum notkunar á Coopers "pre-hopped" amber sírópi. Engu að síður mjög góður bjór þrátt fyrir það. Held líka að hann eigi eftir að mildast aðeins eftir þroskun.
Kv,
Andri Mar
Ragnar Simm
Villigerill
Posts: 4
Joined: 3. Jun 2009 23:11

Re: Summer Citrus Wheat

Post by Ragnar Simm »

Fyrsta smökkun var seinustu helgi.

Stutta útgáfan er sú að hann er ansi beiskur, eins og okkur grunaði, en mjög góður eftir sem áður. Appelsínubörkurinn rétt nær að finnast en gerir alveg ótrúlega mikið. Allt í allt sennilega besti bjór sem við höfum búið til og fer ekki á milli mála að hann á bara eftir að batna með tímanum.
Post Reply