Jörvi Oatmeal Stout

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Uppskrift
1.9 Lítrar af Dökku Malt Extracti
250 g Haframjöl
120 g Dökk Ristað Malt - Chocolate Malt
120 g Ristað Bygg - Roasted Barley
30 gröm af Fuggles Humlum
og Muntons Þurger

Ég breytti svo uppskriftini aðeins og bætti við dökk ristaða maltið og setti örlítið Crystal Malt.

Skipti svo út Gerinu og setti Safbrew S-33 ger í staðinn. (takk Úlfar fyrir þessa hugmynd)

Byrjaði á því að mylja Maltið, Hafrana og Byggið með bæði matreiðsluvél og kökukefli. Greinilegt að ég þarf að finna betri aðferð til að gera þetta vegna þess að ég var ekki búinn að mylja það nægilega vel held ég.

Lét þetta meskjast í 80 Mínútur við 65°c hita

Kom svo upp suðu, slökkti á suðuni, setti dökka extractið útí samtímis og ég hrærði þangaðtil að þetta var algerlega búið að leysast upp í pottinum.

Kom svo upp suðu, bætti 30 grömmum af Fuggles útí pottinn og lét þetta sjóða í Klukkutíma.

Kældi þetta svo í Klakavatnsbaði og blandaði vatni útí til að þynna út extractið.

Samtals 20 L af worti. Smellti svo Safbrew S-33 gerinu við 20°c og lokaði fyrir.

Upprunalega sykurflot var 1041 og þetta á að enda einhverstaðar í kringum 1010. Þannig að dökkur hafragrauts stout með ca. 4% áfengismagni.

Verður áhugavert að sjá og smakka hann þegar hann kemur á flöskur en þetta var bruggað 1 Maí, 2009.

Það sem ég lærði.
8.5 Lítra pottur er of lítill.
Væri skemtilegra að hafa meira af humlum í þessum bjór
All grain er ekkert vesen ef maður er með nægilega stór ílát. Mig vantar ílát til að detta í þann pakka.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by arnilong »

Þetta er ég sáttur við. Ég er ansi hrifinn af Oatmeal Stout, hef gert slíka nokkrum sinnum. Vona að hann heppnist vel. Ég mæli með því að þú fáir þér Barley Crusher einhverntímann, það margborgar sig. Annars er þér velkomið að kíkja í heimsókn og nota minn ef þú ert í nágrenni við Vesturbæinn.

Ég ætla að reyna að setja hér inn einn skemmtilegan miða sem ég setti á síðasta Oatmeal Stout sem ég gerði. Áhrif miðans urðu þau að ég hugsaði alltaf um Stoutinn minn þegar ég hugsaði um morgunmat, ég lét þó hafragrautinn yfirleitt duga.
Attachments
Solgryn Öl
Solgryn Öl
Solgryn.jpg (74.77 KiB) Viewed 41687 times
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Andri »

skemtilegur miði :] en já gaman að svona smá tilraunum.
Næst þá er ég að pæla í að taka kanski 5 lítra til hliðar í lítið ílát eftir suðu og bæta við smá hunangi og einhverjum öðrum hlutum í gerjunina
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Já, ég hef verið spenntur fyrir þessum síðan ég sá hann fyrst.

En mig langar að árétta tvennt, svona svo það sé á hreinu. Þetta er ekki all grain uppskrift. Þetta er extract með specialty korni. Og það kemur engin mesking við sögu. Þú ert bara að leggja kornið í bleyti, eins og tepoka. Þú færð engan gerjanlegan sykur úr specialty korninu, bara bragð og lit. Allur sykurinn kemur úr extractinu. Til að meskja verður að vera grunnmalt (amerískt 2-row, maris otter, 6-row, o.s.frv.), því þar búa ensímin sem breyta sterkjunum í korninu í sykur.

Extract bjór er samt sem áður frábær, og að mínu mati betri en flest sem maður fær í ríkinu. Lykilatriðið er að maður er ekki að bæta við sykri, heldur er allur sykurinn úr malti, öfugt við Coopers settin o.fl. Ég hef kunnað afar vel við extract bjórana sem ég hef gert, en all grain er hins vegar enn betra. Að því sögðu skaltu búast við frábærum bjór, og bíða eins og krakki eftir jólunum! Athugaðu samt að svona maltmikill bjór gæti þurft góðan tíma til að þroskast.

Þetta er ekki all grain bjór, en þetta er all malt bjór, sem er stórgott. Hlakka til að skiptast á flöskum við þig og fá að smakka þennan.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Oli »

Lítur vel út Hjalti :)
Eyvindur ég skildi Hjalta þannig að hann sé að segja að all grain verði ekki mikið mál þegar hann fer út í þann pakka en til þess vantar hann tæki og tól segir hann í síðustu línu.
Last edited by Oli on 7. May 2009 10:19, edited 1 time in total.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Hehe, ég geri mér algerlega grein fyrir því að þetta sé ekki all grain, en ég notaði samt sem áður er þetta mun meira en ósoðnu kittunum úr Ámunni.

Ég er búinn að finna kælibox 24L í Rúmfó fyrir 2000 krónur (merkt 22L en er alveg 24L fyrir meskinguna.

Ætla svo að finna mér 30+L pott sem virkar á spanhellu.

Og svo kaupa mér svona síju eins og ég sá að Úlfar var með þegar hann var með myndaseríuna sína á Facebook.

Er með efni til að búa til Heatstick og Meskiker þannig að núna er bara að hefjast höndum á þessu.

Svo má líka bæta við að ég fann svolítið skemtileg ílát í Byko sem eru alveg upp í 40 lítrar með áskrúfanlegu loki og algerlega loftheld og með handföngum.

Spurning um að bora í þetta og nota sem meskiker með smá æfingum.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Oli »

Þú færð 35 lítra kælibox í Húsasmiðjunni á 3500 kr að mig minnir, hef ekki skoðað það samt hvort það hentar. Þetta ílát sem þú fannst í byko er það með einangrun, þannig að hitastigið haldist stöðugt við meskingu?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Nei, reyndar ekki :roll:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Oli »

Ég ætla að reyna að útbúa meskiker úr kæliboxi, bora fyrir krana, setja stálslöngu inni og tengja. Gengur vonandi upp.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Nei, Hjalti, mig grunaði nú að þú værir alveg með muninn á extract og all grain á hreinu. Vildi aðallega árétta þetta fyrir ófróðara fólk sem kann að lesa þetta seinna meir.

Ég nota sjálfur plastfötu sem meskiker, og vef svefnpoka utan um. Það virkar fínt, þannig að þú ættir alveg að geta notað hvers kyns ílát undir þetta. En ekki gleyma að tékka á aðalatriðinu, sem er að það sé matvælaplast í því. Þú vilt ekki fá plastbragð í virtinn.

Annars er klárlega málið að kaupa kælilbox ef þau eru orðin svona ódýr. Ég fann þau hvergi nema á fáránlegum prísum þegar ég var að gera mitt ker... Fer að kíkja á kælibox núna, það er nokkuð ljóst. Svefnpokasystemið virkar alveg, en það er svolítið vesen.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Var að gera mælingu á þessum og á einni viku er hann farinn úr rétt yfir 1040 í 1018

Hann þarf örugglega að gerjast í ca. viku í viðbót til að klárast.

En ég var að smakka samplið sem ég tók og guð minn góður hvað þetta er fáránlega góður bjór.... Ég á eginlega bara ekki til aukatekið orð hvað þetta er magnað bragð.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Andri »

ánægður fyrir þína hönd, alltaf gaman að gera góðann bjór
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Já, þarf líklega aðeins meiri tíma. Annars værirðu alveg innan skekkjumarka með FG í 1.018 með þetta magn af specialty korni og hafra og það allt saman. Reyndar grunar mig að hærra FG væri kostur með þennan bjór. Hafra stout er bjór sem ég get ímyndað mér að sé góður í sætari kantinum. En gefðu honum viku, og ég myndi mæla með ríflegri öldrun í secondary. Jafnvel 3-4 vikur. Þessi bjór er lengra í átt að malti, og slíkir bjórar hafa alltaf gott af meiri tíma. Eflaust verður það sjúklega erfitt, en þolinmæði mun borga sig. Alveg spurning um að þú skellir í rauðölið til að hafa ofan af fyrir þér þangað til. Hann er eflaust betri ungur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Já þú meinar, ég hef aldrei sett neitt í secondary, hef bara verið með þetta í primary og svo á flöskur.

Ætti maður að bæta einhverju við hann í secondary eða bara fleyta honum yfir og láta malla í mánuð?

Mánuður hentar reyndar ótrúlega vel þar sem ég er að fara til útlanda svo 14 júní, þannig að þetta gæti vel verið flott plan til að klára dæmið.

Hvernig er það samt þegar maður lætur hann fara í secondary, er ekkert mál að prima hann eftir þennan mánuð, s.s. að gerið sé búið að gera sitt?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Fleyttu bara yfir, algjör óþarfi að bæta einhverju við þennan, held ég.

Ég get ekki ímyndað mér að gerið verði orðið of slappt eftir mánuð til að prima. Ef þú hefur áhyggjur geturðu alltaf bætt örlitlu geri við áður en þú setur á flöskur. En ég hef alveg farið hátt í þennan tíma í secondary án nokkurra vandræða, og þekki marga sem taka alltaf mánuð í secondary.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Stulli »

Sammála Eyvindi, mín reynsla er sú að það er enn nóg af hressu geri í lausn til þess að kolsýra flöskurnar eftir mánaðar secondary.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Snilld, þá ætla ég að prufa það.

Fæ mér auka vatnslás á eftir í ámunni og smelli í Red Ale bjórinn. Þá verða báðir komnir á flöskur rétt áður en ég fer út í tæpan mánuð og svo verð ég kominn með FULLT af bjór þegar ég kem tilbaka frá Humlalandi :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Nákvæmlega. Þetta er snilldar plan. Ekkert betra en að láta hlutina gerast þegar maður er ekki heima.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Stulli »

Þetta plan er skothelt.

Er ekki búið að skipuleggja bjórævintýri fyrir reisuna?
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Endaði á því að kaupa mér aðeins meira en ég ætlaði mér í Ámunni.

Keypti gler carboy svo að ég geti fylgst betur með því sem er í gangi þegar þetta er í secondary og svo líka þegar ég geri næsta Apfelwein. :oops:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Mér finnst carboy alveg ómissandi í secondary. Nota aldrei annad.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Andri »

sama hér, hættur að nota plastfötu í secondary
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Búinn að smella þessu á Carboy en tók eitt test glas til að smakka....

Er þetta eithvað grín hvað þessi bjór er æðislegur... Flottur svona slökunar Apertif bjór.... Mega mega mega!

Rosalega mjúkur og góður Stout.... Betri en allt annað sem ég hef bruggað so far allavega.... Stefnir allt í all grain hjá mér í haust.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Stulli »

Gott að heyra :skal:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Jæjja, þessi fékk að dúsa í 2 vikur í secondary og búinn að vera 1 viku á flösku hjá mér.

Ég gat ekki setið lengur á mér og tók einn með mér út í kvöld að hitta vini mína en þetta er eitt það versta sem ég hef bragðað.... Rosalega súr og baaaaara vondur. Eins og virtirinn og Þéttleikaprufurnar voru góðar þá er eins og einhver óþveri hafi komist í þennan.

Hann fær samt að dúsa út sumarið

RDWHAHB! SÁEÖFHB!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply