Jörvi Oatmeal Stout

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Stulli »

Æ, það er nú leiðinlegt að heyra :(

Ég tel það nokkuð víst að það hafi gerst í secondary hjá þér. Það eru nokkur vandamál sem þarf að passa þegar að maður fleytir yfir í secondary. 1) Hreinsa glerkútinn rosalega vel, alltaf þegar að maður færir bjór frá einu íláti í annað aukast líkurnar í sýkingu. Og það sem að ég tel líklegra: 2) að fleyta bjór yfir í secondary sem að er fullgerjaður getur haft mjög slæmar afleiðingar. Ástæðan fyrir því er að þegar að þú fleytir fullgerjuðum bjór yfir í secondary myndast ekkert CO2 til þess verja bjórinn. Það er ss bara andrúmsloft fyrir ofan bjórinn með öllum þeim óþverra sem að tilheyrir því. Lausnirnar eru þær að fleyta bjór yfir í secondary sem að er ekki alveg fullgerjaður (td þegar að það er komið í 1.018 -1.020 ef að þú gerir ráð fyrir að enda í 1.010-1.012), bjórinn heldur þá áfram að framleiða CO2 sem að þrýstir andrúmsloftinu útúr glerkútnum. Eða að eiga gaskút og fylla secondarykútinn af CO2 áður en að fleytt er yfir.

Hafðu engar áhyggjur Hjalti, þú ert ekki sá fyrsti sem að lendir í þessu og ekki sá síðasti. Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt, en þú ert bara reynslunni ríkari. Það er ekki hægt að vera í þessu áhugamáli og halda að maður muni aldrei lenda í svona. Ég lenti í þessu einmitt í öðru eða þriðja bjór fyrir mörgum árum síðan eftir að hafa fleytt fullgerjuðum bjór yfir í secondary, fékk einhverja týpu af lactobacillus sem að voru svo stórar að maður gat séð þá með berum augum, ekki mjög geðslegt! Persónulega fleyti ég ekki yfir í secondary nema að ég sé að fara að þroska í langan tíma, þeas meira en mánuð. Af minni reynslu held ég að ótti heimabruggara við autolysis sé ástæðulaus. Ég gleymdi einusinni 4,5% mild öl í plastprimary í 6 eða 7 mánuði. Það hafði oxíderast (plast hleypir súrefni í gegn) og það var fáránlega mikið af acetaldehýði, en það var eiginlega það eina, ég var ekki var um neina autolysis. Sem sagt, ég held að heimabruggurum sé óhætt að leyfa bjórnum að vera í plastprimary í 4 vikur án þess að það hafi slæmar afleiðingar.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Vá... Þetta er afar leiðinlegt að heyra.

Annars hef ég fleytt yfir í secondary eftir 2 vikur oftar en einu sinni, þegar maður getur jú verið nokkuð viss um að gerjunin er alveg búin, og aldrei lent í neinu. Hef aldrei hugsað um þetta co2 dæmi...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Öli »

Passaðu þig bara ef þú ætlar að geyma hann lengi að flöskurnar fari ekki að springa hjá þér ... ef það eru komnar einhverjar eiturpöddur í mjöðinn hjá þér geta þær senninlega verið að brjóta niður hitt og í bjórnum hjá þér og mynda gas.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Hjalti »

Þetta er í lokuðum ílátum þannig ef þær fara að springa þá fer þetta ekki út um allt...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by arnilong »

Öli wrote:Passaðu þig bara ef þú ætlar að geyma hann lengi að flöskurnar fari ekki að springa hjá þér ... ef það eru komnar einhverjar eiturpöddur í mjöðinn hjá þér geta þær senninlega verið að brjóta niður hitt og í bjórnum hjá þér og mynda gas.
Abbababb, ekki mjöður! :D (Siðanefnd fágunar)

Leiðinlegt að heyra Hjalti. Vona að þú verðir búinn að jafna þig á mánudaginn! Sendi þér jákvæða strauma.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Eyvindur »

Ætlaði einmitt að benda á þetta, en Árni tók af mér ómakið. Við af öllum verðum að hafa svona hluti á hreinu! :fagun:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jörvi Oatmeal Stout

Post by Andri »

Leiðilegt að heyra :\
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply