Newcastle Brown ale

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Newcastle Brown ale

Post by valurkris »

Sæl öll,

Uppáhalds bjór konunnar er Newcastle brown ale og mig langar til að brugga clone uppskrift af honum. Ég fann þessa uppskrift á HBT og var að pæla hvort að einhver ykkar gæti breytt þessari miða við ÖB hráefni.

Batch Size: 11.00 gal
Boil Size: 13.69 gal
Estimated OG: 1.043 SG
Estimated Color: 17.4 SRM
Name: NewCastle_Color.jpg Views: 4824 Size: 794 Bytes
Estimated IBU: 22.0 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount Item
12.50 lb Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM)
2.00 lb Corn, Flaked (1.3 SRM)
1.00 lb Cara-Pils/Dextrine (2.0 SRM)
1.00 lb Caramel/Crystal Malt - 20L (20.0 SRM)
1.00 lb Caramel/Crystal Malt - 60L (60.0 SRM)
1.00 lb Caramel/Crystal Malt - 80L (80.0 SRM)
0.50 lb Chocolate Malt (350.0 SRM)
0.10 lb Roasted Barley (300.0 SRM)
1.00 oz Target [11.00%] (60 min)
0.50 oz Goldings, East Kent [5.00%] (15 min)

Whitbread Ale (Wyeast Labs #1099) with starter




Ps. Ég á Cara-pils, Pale ale malt og Chocolate malt. Hægt er að fá Roasted barley í ÖB þannig að ég er í vanda með crystal möltin, Flaked corn og humlana.

Ég er til í að rista sjálfur ef að það er möguleiki.
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Newcastle Brown ale

Post by sigurdur »

Corn, Flaked - Skipta út fyrir mínútuhrísgrjón (ekki gulu parboiled heldur hvít), eða kaupa hrísflögur í náttúruverslunum.
Crystal 20L - Skipta út fyrir Crystal 10 (Caramel 10-20EBC) og rista
Crystal 60L - Skipta út fyrir Crystal 10 (Caramel 10-20EBC) og rista
Crystal 80L - Skipta út fyrir Crystal 10 (Caramel 10-20EBC) og rista

Target - Skipta út fyrir Fuggles ef þú átt ekki Target

Whitbread Ale (Wyeast Labs #1099) with starter - Þú verður að kaupa þetta að utan, það er gerið sem að gerir bjórinn, en kanski er hægt að nota S-33 í þetta ..

Restin er til í Ölvisholti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Newcastle Brown ale

Post by sigurdur »

Eða .... þú getur notað S-04 í að gerja þetta öl.
Reyndu bara að meskja á mjög lágu hitastigi (ekki meir en 65°C) til að bjórinn verði nógu þurr.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Newcastle Brown ale

Post by valurkris »

takk kærlega fyrir þetta Sigurður
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Newcastle Brown ale

Post by sigurdur »

Lítið mál ..
Það gæti verið betra fyrir þig að rista með Carapils, það eru til ristunartöflur sem að miða við það. :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Newcastle Brown ale

Post by Eyvindur »

Annars vil ég benda á að þótt þetta sé eflaust hin ljúffengasta uppskrift er hæpið að hún komist mjög nálægt Newcastle. NBA er blandaður úr þremur ólíkum bjórum. Ég hef séð clone uppskrift að öllum þremur bjórunum, og hvernig á að blanda þá (í BYO clone recipes sérblaði), og sennilega er það eina leiðin til að fá nokkuð nákvæma eftirlíkingu. Að því sögðu finnst mér nákvæm klónun ekki vera eftirsóknarverð, miklu frekar að fá eitthvað í líkingu sem bragðast jafnvel enn betur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Newcastle Brown ale

Post by valurkris »

Vissi svosem að ég mindi alldrei fá eins bjór, á endanum sníst þetta bara um að fá góðan bjór sem að ég vona að ég fái, einnig fæ ég þarna tækifæri á að prufa að rista mallt :D
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Newcastle Brown ale

Post by sigurdur »

sigurdur wrote:Corn, Flaked - Skipta út fyrir mínútuhrísgrjón (ekki gulu parboiled heldur hvít), eða kaupa hrísflögur í náttúruverslunum.
Ég er auðvitað algjör auli stundum.
Flaked corn er útflattur maís, þannig að það myndi hæfa frekar ef þú myndir skipta þessu út fyrir eitthvað svipað. Lífrænar kornflögur (100% maís), polenta eða kornmjöl myndi líklega vera nær uprunalegu uppskriftinni. Það yrði örlítið maísbragð sem að myndi skila sér í lokaafurðinni (spurning með hvort að það muni finnast eitthvað bragð af því).
Þetta hefur án efa verið sett í til þess að auka ABV án þess að auka boddíið og ætti því mínútuhrísgrjón / hrísflögur hafa mjög svipuð áhrif.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Newcastle Brown ale

Post by valurkris »

Takk fyrir þetta.

Ég var að reyna að leita af einhverri töflu um heimaristun og á þeim sem að ég hef fundið er talað um að rista basemaltið en ekkert nákvæmara en það. Vitið þið um einhverja góða töflu til að rista eftir.
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Newcastle Brown ale

Post by sigurdur »

Stjáni tók saman töflu sem að er byggð á reynslu annarra við ristun.
http://www.fagun.is/viewtopic.php?p=4372#p4372" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er gott að leggja þau korn í bleyti í 1 klst áður en ristað er, ef maður er að rista crystal mölt/ melanoidin mölt.

Tvö ráð,
1. Ekki treysta hitastillinu á ofninum þínum, ég þurfti að fara a.m.k. 10-20°C hærra á ofnstillinu heldur en hitastigið sem að ég vildi ná. Ég mæli það með grill-hitamæli (digital ... algjör snilld) og leyfi hitastiginu að vera stöðugt í a.m.k. 10 mín.
2. þegar þú ert að rista maltið, ekki byrja að telja mínúturnar fyrr en maltið er komið í það hitastig sem að það á að vera í. Dæmi: Ef þú ert að rista malt í 100°C í 60 mín, ekki byrja að telja mínúturnar fyrr en miðja kornhrúgunnar er kominn í 100°C.

Svo fannst mér gott að lesa hvað Graham Sanders hafði að skrifa um heimaristun.
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Newcastle Brown ale

Post by Erlendur »

Bruggadirdu tennan? Hvernig kom hann ut?
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Newcastle Brown ale

Post by valurkris »

Já ég bruggaði þennan og út kom fínasti bjór en hann verður seinnt kallaður Newcastle brown ale :)
Kv. Valur Kristinsson
Post Reply