Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by ulfar »

Gerði einn sem ég er mjög ánægður með og tilraun sem skilaði niðurstöðum

Gerði eftirfarandi í 25 lítra (80% nýtni)

2 kg pilsner malt
2 kg hveiti malt
0.35 Munich malt

22.5 gr spalt (6%) í 60 mín
14 gr coriander í 5 min
14 gr appelsínubörkur (rifin beint af appelsínunni með flysjara)
2 msk hveiti rétt fyrir suðulok (til að auka á skýjamyndum - Radical Brewing)

4.5% A.B.V.
15.2 IBU
3° SRM

Svo er það tilraunin.
Gerjaði 25 ltr með Danstar-Munich og 25 ltr með T-58. Niðurstöðurnar voru þær að Danstar gerið skilaði ágætum bjór en T-58 mjög góðum. Kryddið sem ég setti í bjórinn er ekki mikið og tónar vel með kryddinu sem T-58 framleiðir. Geri þennan aftur fyrir sumarið.

Danstar : Hvorki mikil fenól né banani, sýra.
T-58 : Sama gamla góða T-58 gleðin.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by hrafnkell »

Ég ætla að stela þessari uppskrift - á einmitt bara pilsner, hveiti og munich, en þó ekki nóg af neinu til að nota það einvörðungu sem grunn. Prófa hugsanlega að gerja með t58 í annarri tunnunni og brewferm blanche í hinni.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by sigurdur »

Fyrstu hveitibjórarnir þínir þá sem að þú ert ánægður með?

Þú kemur með á næsta fund, ekki satt?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Hjalti »

Við hvaða hitastig er þessi bruggaður?

Langar soldið að gera svona en er ekki með neina kæliaðstöðu..... skildist einhvernveginn á síðasta fundi að þú þyrtfir ekki lagerhitastig fyrir hveitibjóra.... er það rétt?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Eyvindur »

Hveitibjórar eru öl, og vanalega ekki lageraðir. Weizenbock eru oft lageraðir, en þó gerjaðir við ölhitastig (en það er reyndar allt annar bjór). Hveitibjórsger er toppgerjandi, semsagt, og myndi leggjast í dvala við lagerhitastig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by ulfar »

Ég fór með þennan upp úr 15 gráðu kjallaranum í 20 gráðu heita stofuna til þess að fá meiri estra.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by ulfar »

Bauð uppá þennan í þrítugsafmælinu mínu síðasta föstudag. Fékk mjög góðar undirtektir. Virkilega þægilega að veita bjór í flöskum sem hægt er að hella úr án þess að flóknar leiðbeiningar fylgi með (gerið mátti alveg fara með).
Dori
Villigerill
Posts: 16
Joined: 16. Jun 2009 14:17

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Dori »

Hvernig mesking var notuð fyrir þennan?
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by atax1c »

ulfar wrote:Gerði einn sem ég er mjög ánægður með og tilraun sem skilaði niðurstöðum

Gerði eftirfarandi í 25 lítra (80% nýtni)

2 kg pilsner malt
2 kg hveiti malt
0.35 Munich malt

22.5 gr spalt (6%) í 60 mín
14 gr coriander í 5 min
14 gr appelsínubörkur (rifin beint af appelsínunni með flysjara)

2 msk hveiti rétt fyrir suðulok (til að auka á skýjamyndum - Radical Brewing)

4.5% A.B.V.
15.2 IBU
3° SRM

Svo er það tilraunin.
Gerjaði 25 ltr með Danstar-Munich og 25 ltr með T-58. Niðurstöðurnar voru þær að Danstar gerið skilaði ágætum bjór en T-58 mjög góðum. Kryddið sem ég setti í bjórinn er ekki mikið og tónar vel með kryddinu sem T-58 framleiðir. Geri þennan aftur fyrir sumarið.

Danstar : Hvorki mikil fenól né banani, sýra.
T-58 : Sama gamla góða T-58 gleðin.

Sæll, ég er mikill hveitibjórs aðdáandi og væri til í að prófa þennan. Nokkrar spurningar:

Eru þetta humlar ? Ef svo, hvernig humlar ?

Eru þetta coriander fræ ?

Hvað sýðurðu appelsínubörkinn lengi ?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Idle »

Spalt eru þýskir humlar.
Kóríander fræ er rétt.
Appelsínubörkur er soðinn í fimm mínútur, líkt og kóríander fræin.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by atax1c »

Takk lagsmaður ;)
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by atlios »

Sælir, langar að leggja í þennan á næstunni. En hvað gæti ég notað í staðinn fyrir spalt, og þá eitthvað sem ég gæti fengið hjá brew.is eða annars staðar á landinu... Ég er búin að skoða þetta aðeins á netinu, en fannst svörin ekki nógu góð. Skildist samt að fuggle væri næst því. En langaði að spurja ykkur til að vera alveg 100% á þessu :D
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by atax1c »

Ég notaði Hersbrucker, og þá 2 viðbætur, á 60 og 20 og það kom vel út.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by hrafnkell »

Ég verð kominn með hveitimalt á morgun líklega :)
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by atlios »

Frábært, takk fyrir þetta strákar. Ég var einmitt búin að vera að bíða eftir hveiti maltinu frá þér, en var farin að örvænta ;)
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
Embla
Villigerill
Posts: 4
Joined: 16. Mar 2011 22:59

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Embla »

Við hvaða hitastig eru menn að meskja þennan?
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by gautig »

Ég gerð afbrigði af þessum bjór nýlega. Ég ákvað að einfalda uppskriftina eilítið.

Premium Pilsner 1,5 kg
Wheat (1kg) 1,0 kg

Hersbrucker (3%AA) 11,5 gr 60 mín
2 msk hveiti í lok suðu

Ger: Fermentis WB-06

Allt keypt hjá brew.is. Fæ úr þessu um 10 L af bjór (gerði þetta á ofninum í stórum (15L) potti).

Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með útkomuna. Bjórinn er frekar súr, lyktin minnir mikið á Hoegaarden bjór, en hann er ekki góður. Kannski klikkað þetta eitthvað. Ég gerði þennan bjór aftur og var að setja hann á flöskur í gær (23.05.2011) og rétt vona að hann verði betri :roll: .
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by hrafnkell »

Hitastigið getur skipt miklu máli með WB06 - veistu við hvaða hitastig gerjunin var?
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by gautig »

Hitastig var um 15°C, þó ekki alveg viss. Hitin var ekki stöðugur og fór mikið eftir hitanum í kjallaranum þar sem ég var að brugga.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Oli »

Ég hef ekki enn smakkað góðan bjór sem er gerjaður með WB 06. Ég myndi nota annað ger næst.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Erlendur »

Oli wrote:Ég hef ekki enn smakkað góðan bjór sem er gerjaður með WB 06. Ég myndi nota annað ger næst.
Freyja er góður bjór sem mér skilst að sé gerjaður með WB-06.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Oli »

Já það getur vel verið að það sé hægt að ná þokkalegum árangri við bestu skilyrði eins og í pro brugghúsi. Þeir heimagerjuðu WB 06 bjórar sem ég hef smakkað hafa bara ekki verið að gera sig, bæði mínir bjórar og annarra.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by gunnarolis »

Ég er sammála Óla hérna. WB-06 hefur ekki verið að gera sig fyrir mig.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by sigurdur »

Ég veit ekki hversu langt ég fer út fyrir efnið, en í þessum þræði þá eru professional bruggarar að tala um WB-06.
http://www.probrewer.com/vbulletin/arch ... -9018.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Umræðan hallar út í það að WB-06 gefi ekki mjög mikla banana estra og að flestir gerji við 21°C (gerjunarhitastig en ekki umhverfishitastig).

Umræða á NorthernBrewer um gerið hallar út í það að gerja bjórinn við 15-17°C og halda gerjunarhitastiginu stöðugu með hitastýringu.
http://forum.northernbrewer.com/viewtop ... 39a836ac73" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég væri til í að gefa WB-06 annan séns með stýringu, en ef maður stýrir ekki hitastiginu þá tel ég WB-06 ekki gera sig í bjórum eins og þessum.
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by gautig »

Gaman að sjá hvað spjallið á þessari síðu er lifandi:). Það bendir þá allt til þess að ég hafi verið að brugga við of lágt hitastig. Verð að viðurkenna að ég var lítið að spá í því, hélt satt að segja að svo framalega sem gerillinn dræpist ekki þá skipti ekki máli.
Post Reply