Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by sigurdur »

gautig wrote:Gaman að sjá hvað spjallið á þessari síðu er lifandi:). Það bendir þá allt til þess að ég hafi verið að brugga við of lágt hitastig. Verð að viðurkenna að ég var lítið að spá í því, hélt satt að segja að svo framalega sem gerillinn dræpist ekki þá skipti ekki máli.
Það skiptir svosem ekki miklu máli .. nema bragði, lykt, áfengismagni, sykurmagni eftir gerjun og svoleiðis .. engu merkilegu semsagt ;-)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by helgibelgi »

Ef einhverjir eru ennþá að pæla í góðu geri fyrir hveitibjór, þá gerði ég einn hveitibjór sem kom mjög vel út með Wyeast 3068 (sem er mjög vinsælt hveitibjórsger). Það kom ágætlega mikið af banana í lykt og bragðið.

Samkvæmt upplýsingum frá Wyeast gefur 3068 aðallega negul og banana sem aukabragð/lykt. Ég sá svo viðtal við gaur sem vinnur þarna hjá Wyeast labs sem sagði að pitching-rate væri ekki síður mikilvægur þáttur í því að ákvarða með esterana (banana/negul) ásamt hitastiginu í gerjun. Underpitch á að gefa meiri banana, overpitch meiri negul. Síðan gefur hærra hitastig meira af esterum og minna hitastig minna. (Ég vil samt taka það fram að ég hef enga reynslu af þessu sjálfur, hef aðeins gert 2 hveitibjóra og annar þeirra er í gerjun)
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Post by Erlendur »

Það leiðréttist hér með að Freyja er gerjuð með Safale K-97 að sögn fyrrum bruggmeistara Ölvisholts.
Erlendur wrote:
Oli wrote:Ég hef ekki enn smakkað góðan bjór sem er gerjaður með WB 06. Ég myndi nota annað ger næst.
Freyja er góður bjór sem mér skilst að sé gerjaður með WB-06.
Post Reply