Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by ulfar »

Þetta er ekki mjög flókin uppskrift en það skemmtilega við hana er að grunnmaltið er munich malt.

5.0 kg Munich Malt
0.1 kg Chocolate malt (Carafa special III)
19 gr magnum 13% @ 60 min (Átti að vera 23 IBU en mér fannst hann bitrari)
S-23

Mesking við 65 degC í meira en 60 min. 75 degC í ca 20 min.
Var með 23 ltr af 1.055 eftir suðu
Gerjaði mjög hægt við 8 gráður (hefði viljað hafa hitann hærri)
Lokaþyngd (FG) 1.016

Setti í kút
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by kristfin »

þetta var mjög gott öl. eiginlega eins og mjúkt malt/jólaöl nema maður gat drukkið mikið og lengi.
þetta verður a borðum hjá mér næstu jól
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Bjössi »

Já þessi fannst mér rosalega góður
en´ég er vonsvikinn, ég sé að þú hefur verið að gerja við 8°C sem ég hef engin tök á að gera vegna aðstöðuleysis, kannski þó prófa að gerja við um 18°C sjá hvernig kemur út
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by hrafnkell »

Ég ætla definitely að prófa eitthvað í áttina að þessu - á heilan sekk af munich sem ég þarf að brugga eitthvað skemmtilegt úr.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by sigurdur »

8°C .. hvaða ger notaðir þú til að gerja þetta?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Idle »

sigurdur wrote:8°C .. hvaða ger notaðir þú til að gerja þetta?
S-23, stendur fyrir neðan humlana.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by sigurdur »

*slaponforehead*

Stundum borgar það sig að flýta sér ekki of mikið ;)
snowflake
Villigerill
Posts: 22
Joined: 22. Sep 2010 21:54

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by snowflake »

sælir

Er hægt að fá nákvæmari uppskrift af þessu öli? (er algjör byrjandi) og þá kanski miðað við sirka 10 lítra.
Hvað er áfeingismagnið í þessu öli?

k.kv_halli
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Idle »

snowflake wrote:sælir

Er hægt að fá nákvæmari uppskrift af þessu öli? (er algjör byrjandi) og þá kanski miðað við sirka 10 lítra.
Hvað er áfeingismagnið í þessu öli?

k.kv_halli
Einfaldast er að sækja hugbúnað á borð við BeerSmith, ProMash eða sambærilegt, slá fyrrgreindar upplýsingar inn, og skala niður í 10 lítra. Annars er uppskriftin mjög nákvæm; magntölur, tími og hitastig er allt tekið fram.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Hvaða ger er hægt að nota í staðinn? Þetta ger er t.d. ekki til á brew.is.
Svona í framhaldi af því hvað ræður för varðandi það ger sem hentar í það og það skiptið fyrir hinar ýmsu tegundir?

Kv.
S.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by sigurdur »

Þú getur prófað eitthvað neutral ger, t.d. US-05 eða Nottingham
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Takk.

En skipta humlarnir miklu máli? Ætti ekki að vera IBU tala við humlana á brew? Því magnum er ekki í vöruúrvali og ég þarf þá að kaupa eitthvað annað.

Kv.
Sigurður
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by hrafnkell »

Ég þarf að henda IBU tölunum við humlana - gleymdi því þegar ég setti þá inn upphaflega :)


Þú getur notað aðra humla, en færð ekki alveg sama karakter. Það skiptir samt ekki öllu máli og úr verður líklega mjög góður bjór :) Gætir t.d. prófað bara centennial, sem eru líklega næst magnum í AA% af því sem ég býð uppá. Bragðið er þó töluvert ólíkt.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Sælir.

Er þessi í ætt við Viking Jólabockinn eða Viking Stout?

Kv.
S.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Oli »

Sleipnir wrote:Sælir.

Er þessi í ætt við Viking Jólabockinn eða Viking Stout?

Kv.
S.
þetta telst líklega vera þýskur dunkel - lager
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Idle »

Oli wrote:
Sleipnir wrote:Sælir.

Er þessi í ætt við Viking Jólabockinn eða Viking Stout?

Kv.
S.
þetta telst líklega vera þýskur dunkel - lager
M. ö. o. er þessi afar ólíkur stát og Bock. Feikna gott öl, engu að síður, líkt og áður hefur komið fram. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Eða einsog einn sagði, "eiginlega eins og mjúkt malt/jólaöl" og það var svona mín tilfinning þegar ég drakk Viking stout og jólabockinn. Náði reyndar bara að smakka þá einu sinni og ekki hlið við hlið.
Lumar einhver á uppskrift sem nálgast þessa?

Kv.
S.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by hrafnkell »

Sleipnir wrote:Eða einsog einn sagði, "eiginlega eins og mjúkt malt/jólaöl" og það var svona mín tilfinning þegar ég drakk Viking stout og jólabockinn. Náði reyndar bara að smakka þá einu sinni og ekki hlið við hlið.
Lumar einhver á uppskrift sem nálgast þessa?

Kv.
S.

Þú getur fengið svo til allt sem þú þarft í þennan hjá mér - Humlategundin skiptir ekki öllu máli, bara nota einhverja high AA humla þar sem þeir eru bara til að bitra bjórinn en lítið upp á aroma eða bragð.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Hæ.
Setti í þennan í gær, OG1044, erum við að tala um að ég fái eitthvað létt kvikindi úr þessu. Á ég að bæta sykri í?
Kv.
S.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by gunnarolis »

Ef þú endar í sömu FG tölu og Úlfar, það er 1016 þá endar bjórinn í 3.6% ABV.

Þannig að já, þetta verður eitthvað léttara en hjá honum...

En ég mundi ekki bæta neinum sykri í þetta persónulega, þú getur þó alltaf gert það ef þig langar.
Mig grunar þó að það komi ekki til með að auka bragðgæði bjórsins nema það sé í frekar litlu magni, og þá ekki hvítur sykur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Kvöldið.
Mældi í kvöld, búinn að vera í gerjun síðan 13/1, FG1008, OG 1044.
Hann er eitthvaðað braggast.
Kv.
S.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Sælinú.

Tók fyrsta smakk af þessum sem fór á flöskur 23/1, mátulega beiskur fyrir mig og þokkalega mjúkur en ég átta mig ekki á humlabragðinu. Kannski er það ekki fyrirferðarmikið í svona dökkum bjór. En það kom upp Stórvandamál, ég gaf konunni í glas og hún kunni þetta líka svona rosa vel við hann og nú hef ég hann ekki fyrir sjálfan mig. Kannist þið við þetta "vandamál"?

Kv.
S.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by Sleipnir »

Ætla að taka aðra lögun af þessum, eftir nánara smakk finnst mér vanta smá pung í hann ef þið vitið hvað ég meina. Finnst vanta meiri fyllingu. Er einhver sem hefur verið að taka þennan aftur og þá með smá útúrdúr frá original uppskrift?
Kv.
Siggi
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by KariP »

Lagði í þennan í dag. Fékk 20 lítra af 1.060, svo þetta verður alveg pungur hjá mér. 8-)
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Jólaöl (Smakkað á fundi 4.1.2010)

Post by KariP »

OG var 1.060 og FG var 1.022

Áfengisprósentan var 4.9% Ég klúðraði að tékka ekki á final gravityinu fyrr en ég var búinn að setja á flöskur og opnaði því eina og mældi gravityið. Ég er að velta því fyrir mér þar sem FG skv uppskriftinni er 1.016, getur þá verið að ég fái bottle bomb og flöskurnar springi? Ég setti 132 grömm af sykri í 20 lítra og geymi flöskurnar við 0-10 gráður.
Post Reply