Page 1 of 1

Azacca IPA

Posted: 17. Feb 2018 14:17
by Ernir
Við Hrefna komum með Azacca IPA á aðalfundinn fyrir viku. Uppskriftin er eftirfarandi:

Tölur
Áfengi: 6.2%
IBU: 51
OG: 1.056
FG: 1.01
Nýtni: 70%

Vatn
23.5L Reykjavíkurvatn í upphafi, 4.5L sparge
6g gips
2g kalsíumklóríð
1g epsom salt
5mL mjólkursýra

Korn
4kg Pale Ale
0.5kg Carared
0.5kg Hveiti

Humlar
25g Magnum (14.1% AA) first wort, 46.3 IBU
100g Azacca (10.4% AA) í whirlpool, 5.4 IBU
100g Azacca (10.4% AA) þurrhumlun í viku

Ger
S-04 þurrger, sáldrað þurru í gerjunarílát.

Hiti og tími
Mesking 15 mín við 52°C, 60 mín við 65°C, 10 mín 76°C.
60 mínútna suða.

Gerjað í tvær vikur. Fyrst við 18°C í viku, svo við stofuhita í viku eftir að geymslan kólnaði óhóflega í einhverri lægðinni.

Athugasemdir

Niðurstaðan var heldur lágstemmd að okkar mati. Bjórinn bar öll þessi útreiknuðu IBU ekki með sér. Azacca lyktin var mjög sterk (og góð) í whirlpoolinu, ekki alveg jafn áberandi í afurðinni. Langar til að prófa þennan humal í bland við aðra næst, held að það gæti komið vel út.

Re: Azacca IPA

Posted: 19. Feb 2018 20:33
by helgibelgi
Þessi var virkilega góður!