Jóhanna af Örk - Saison - 2. sæti í opnum flokki

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Jóhanna af Örk - Saison - 2. sæti í opnum flokki

Post by Classic »

Þessi varð til í fyrrasumar sem ein af þessum „skyndiuppskriftum“. Ég ákvað að gera gott úr því hvað eldhúsið mitt með risa suðurglugga með allt of litlu opnanlegu fagi verður sjóðheitt á sumrin og henda í minn fyrsta saison. Less is more stemning í innihaldsefnum, því ég vildi leyfa gerinu að njóta sín.

Code: Select all

 Johanna af Ork - Saison
================================================================================
Batch Size: 23,000 L
Boil Size: 28,000 L
Boil Time: 60,000 min
Efficiency: 75%
OG: 1,063
FG: 1,009
ABV: 7,0%
Bitterness: 27,5 IBUs (Tinseth)
Color: 8 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                        Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
   Weyermann - Pale Ale Malt Grain 3,900 kg    Yes   No   80%   3 L
 Weyermann - Pale Wheat Malt Grain 1,000 kg    Yes   No   85%   2 L
                 Munich Malt Grain 2,000 kg    Yes   No   80%   9 L
Total grain: 6,900 kg

Hops
================================================================================
     Name Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Amarillo  8,9% 20,000 g Boil 60,000 min Pellet 14,9
 Amarillo  8,9% 15,000 g Boil 30,000 min Pellet  8,6
 Amarillo  8,9% 15,000 g Boil 10,000 min Pellet  4,0

Yeast
================================================================================
                   Name Type   Form  Amount   Stage
 Wyeast - French Saison  Ale Liquid 1,000 L Primary

Mash
================================================================================
               Name        Type   Amount        Temp         Time
          Sacc.Rest    Infusion 22,000 L    64,000 C   60,000 min
            Mashout Temperature      ---    77,000 C   15,000 min
 Final Batch Sparge    Infusion 13,000 L    74,000 C          ---
Þægileg uppskrift, og nú er akkúrat að koma tími til að henda í eitthvað þessu líkt, með hækkandi sól og hita. Bara grípa pakka af 3711 í næstu Wyeast pöntun og demba sér í þetta.

En það var ekki alveg það sem gerðist þegar keppnislögnin var brugguð. Þegar líða fór að áramótum og grynnka tók á birgðunum var ég með hverri flöskunni sem hvarf sífellt að verða sannfærðari um að ég hefði dottið niður á virkilega góða uppskrift hérna, svo ég tók þá ákvörðun að þetta skyldi bruggað aftur fyrir keppnina. Sú ákvörðun kom því miður of seint til að ég gæti sérpantað gerið og Hrafnkell átti ekki auka pakka handa mér þegar ég falaðist eftir því. Hann átti hinsvegar útrunninn (tveggja ára gamlan nánar tiltekið) 3724 (Belgian saison) sem hann leyfði mér að eiga og prófa hvort myndi kveikja í litlum starter. Gerið fór í 500ml starter á laugardegi, en þegar komið var fram á þriðjudag var afar lítið líf að sjá. Ákvað ég þá bara að slá þessu upp í kæruleysi og náði mér í flösku af uppskerunni frá því fyrrasumar og skellti botnfallinu samanvið og bingó. Strax daginn eftir var komin þykk froða á starterinn. Ég dekraði svo við þennan starter í góða viku í viðbót, hellti af og fóðraði í þrígang áður en að bruggdegi kom.

Áskoranirnar voru samt ekki búnar þarna, því eins heitt og eldhúsið verður á sumrin, þá getur verið skítakuldi þar í febrúar. Tunnan fékk því að standa inni í stofu, uppvið ofninn þar. Sérkennilegt stofustáss það. Svo liðu vikurnar og þegar mér fannst að ætti að vera að styttast í átöppun mældi ég gravity. 1,012. Það er allt of hátt fyrir saison. Til að útiloka að gerið væri sofnað og að fara að sprengja flöskurnar gaf ég bjórnum því í tvígang „booster“ sem ég kokkaði upp úr 50g af DME og 50g af sykri, leyst upp í vatni. Það hjálpaði til og að öðrum hálfum mánuði liðnum var bjórinn kominn niður í öllu heilbrigðara 1,007. Sykraði þannig að ég stefndi á 3,0 vel CO2 í kolsýru og tappaði á flöskur 3 vikum fyrir keppni. Komst að því eftirá að það þýddi ekki nema 2 vikur fyrir dóma, en það kom greinlega ekki að sök.

En allt dekrið hefur skilað sér og dekurrófan Jóhanna ber nú silfrið sitt með stolti:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóhanna af Örk - Saison - 2. sæti í opnum flokki

Post by æpíei »

Þetta belgíska saison ger er alræmt fyrir að sofna. Þarf mikinn hita til að koma því aftur í gang. Hef þó notað það saman með 3711 með góðum árangri. Það er eins og það kveiki aðeins í því.
Post Reply