Sorapakk! - APA - 1. sæti í Krydd/ávaxtafl. 2017

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Sorapakk! - APA - 1. sæti í Krydd/ávaxtafl. 2017

Postby hrafnkellorri » 13. May 2017 11:52

Það er smá forsaga að þessum bjór. Hugmyndin kviknaði í Boston þar sem ég var í heimsókn rétt fyrir páska. Ég fór í bruggbúð fyrir Sigga ÆPÍEI að kaupa Sorachi Ace humla. Í leiðinni keypti ég þrjá pakka af þeim fyrir mig og einn af Pacific Jade sem ég sá í hillunni og var með svipaða lýsingu og Sorachi, sítrónukeimur! Upphaflega ætlaði ég að gera greip pale ale fyrir keppnina en þegar það voru ekki til Cascade humlar hjá nafna mínum Kela þurfti ég að huga að B-plani. Ég hafði bruggað greip pale ale áður, byggðan á uppskrift brjálaða gerjarans: http://www.themadfermentationist.com/20 ... ecipe.html

Ég umbreytti því þeim bjór yfir í Sorachi - Pacific - sítrus pale ale. Ég reyndi að dreifa humlunum sem best, ég vissi að ég vildi hafa þá sem mest síðast, en ég skellti smá af Pac J í upphaf suðu, og restinni út í síðustu 20 mínúturnar. Kornið byggði töluvert á því sem ég átti. Mig langaði að prófa að skipta út smá af pale ale fyrir pilsner til að sjá hvort hann yrði kannski léttari. Ef ég hefði átt meira af Cara-pils hefði ég örugglega sett ögn meira. Til þessa hafa bjórarnir mínir orðið oft beiskari en ég bjóst við, því skar ég niður IBU-ið töluvert frá uppskriftinni að ofan. Beersmith segir 32 IBU, en út af Lime-inu er það pottþétt eitthvað meira! Bjórinn endaði því svona:

Sorapakk!
American Pale Ale

3.8 kg Pale ale malt
1 kg Pilsner malt
0.3 kg Cara-red
0.3 kg Munich 1
0.06 Cara-Pils
0.07 kg Acid

Vatnsviðbætur: Ég er með plastkassa þar sem ég set allt korn í fyrir meskingu. Ég hendi efnunum þangað út í og dreifi vel. Hefur gefið góða raun.
4gr Gypsum, 5 gr CaChl, 6 gr Epsom (skv. reikni gefur þetta yfir 100 af Súlfati, var smá tilraun. Oft hef ég bara sett 5 gr af hverju sem hefur líka gefið góða raun)

Meskjað við 67°+ mashout á 76°

Suða:
60 min - 5 gr af CaChl
60 min - 5 gr Pacific Jade (AA: 14.3%)
20 min - 8 gr Sorachi Ace (AA: 11.9 %)
10 min - 20 gr Sora
10 min - 13 gr Pac J
5 min - 5 gr Sora
5 min - Lime - 1stk - börkur + innvols (skar burt hvítuna) (ég tók kjötið úr pottinum skömmu eftir suðulok)
0 min - 20 gr - Sora
0 min - 10 gr - Pac J

Ég notaðist einnig við Irish moss og Wyeast gernæringu (sirka @15 min)

Ger: Wyeast 1318 London Ale III - 1 pakki

Gerjun hófst í 18°en ég hækkaði hitann eftir því sem leið á og var að mig minnir kominn upp í um rúmar 19°í lokin.

Dryhop í 5 daga:
28 gr Sorachi Ace
Börkur af einni appelsínu og tveimur sítrónum

Fágunarkerfið leyfir mér ekki að pósta Beersmith-skránni í viðhengi en hérna eru helstu tölur:

1.055 SG
31.8 IBU
6.4 SRM
5.6% ABV

Lögunin var 22 lítrar.
User avatar
hrafnkellorri
Villigerill
 
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2015 10:18

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 3 guests

cron