Þvörusleikir NOT

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Þvörusleikir NOT

Postby ornshalld » 8. May 2017 21:45

Ég ákvað fyrir þremur vikum tæpum að reyna endurgera Þvörusleiki frá Borg brugghúsi. Þetta reyndar endaði á því að verða eitthvað allt annað því mest af humlunum voru ekki til í augnablikinu. Í upprunalegu samsetningunni var Borg að nota Perle og Cascade í suðu og Appollo, Bravo og Citra í þurrhumlun. Maltið var Pilsner malt og caramel. Borg setur reyndar eykar tunnu spæni út í suðu en ég sleppti því. En engu að síður endaði ég með einn þann besta bjór sem ég hef smakkað. Bruggaði úr 6.6 kg af korni og var með Perle(60, 30) og Simcoe(0) í suðu og þurhumlaði með Simcoe, Amarillo og Centinel(samtals um 170 gr). Bjórinn endaði í rétt um 7 % Þvílíkur ilmur, bragð og útlit. Algert nammi :)

Miðað við 21 lítra batch.

5,5 kg Pilsner malt
1.1 kg Caramel malt
13.48 gr af Perle í 60 mín
13.48 gr af Perle í 30 mín
20 gr Simcoe í 0 mín
90 gr Simcoe þurrhumlun í 5 daga
50 gr Amarillo þurhumlun í 5 daga
40 gr Centinnell þurumlun í 5 daga
1 Whirflock tafla 10 mín
1 pakki af US-05 ger

Gerjað við 20 gráður í 10 daga

Mjög skemmtilegur bjór með miklum og góðum ávaxtakeim auðdrekkanlegur og lítið beiskur.
Attachments
Þvörusleikir.pdf
Beersmith uppskrift
(467.89 KiB) Downloaded 570 times
ornshalld
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 6. Jul 2016 18:59

Re: Þvörusleikir NOT

Postby maestro » 9. May 2017 20:23

Meskihiti og tími ?
Pilsner malt, suðan í 60 eða 90 mín ?
maestro
Villigerill
 
Posts: 15
Joined: 31. Jul 2009 14:46

Re: Þvörusleikir NOT

Postby ornshalld » 12. May 2017 12:16Meskjaður í klukkutíma við 67-68 gráður og svo mashout í 77 gráður í 10 mín. Suða í 60 mín en myndi ekkert skemma að sjóða í 90 mín það er jú oft gert með pilsner malt.
ornshalld
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 6. Jul 2016 18:59


Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron