Uppskriftir Jóladagatals 2016

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Uppskriftir Jóladagatals 2016

Post by Herra Kristinn »

Ég tók mér bessaleyfi og sló inn allar þær uppskriftir sem komnar eru fram hér á spjallinu í Beersmith2 hjá mér og reyndi að staðla eftir fremsta megni (kringum 21L batch t.d en nýtni er mis mikil).

Ég exportaði þessu svo á BeerXML formi og hlóð upp á vefsíðuna mína en passaði eftir fremsta megni að vitna í upprunann á fagun.is ásamt því að taka fram nafn höfundar, það er í BeerXML skjalinu en ég er ekki búinn að fá það til að birtast í uppskriftinni en það verður vonandi komið fljótlega. Ég mun að auki á næstunni aðeins pússa þetta til, bæta kannski inn texta/dómum ásamt því að laga flokkunina.

Ef að það er einhver hér sem á uppskrift sem ég hlóð inn en vill ekki að hún sé þar, þá er minnsta mál að fjarlægja sé um það beðið, hendið bara á mig PM og ég græja það.

ATH að það eru ekki allir dagarnir þarna þar sem það vantar enn nokkra hér á síðuna.

Ef þið hafið athugasemdir, finnið villur eða þessháttar, þá væri ég mikið til í að heyra í ykkur svo ég geti lagfært.

https://brew.virtual-guy.com/joladagatalid/
Last edited by Herra Kristinn on 5. Jan 2017 11:29, edited 1 time in total.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Uppskriftir Jóladagatals 2016

Post by æpíei »

Þetta er frábært framtak!
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Uppskriftir Jóladagatals 2016

Post by gm- »

Mjög gott framtak.

Smá leiðrétting á uppskrift 17. des. Ég notaði bara venjulegt bökunarhveiti, semsagt wheat flour en ekki white wheat malt
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Uppskriftir Jóladagatals 2016

Post by Herra Kristinn »

Kúl, lögum það.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Uppskriftir Jóladagatals 2016

Post by helgibelgi »

Þetta er virkilega flott!

Sá að það vantar inn daginn minn, 14. desember. Uppskriftin er hér ef þú vilt bæta henni inn
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Uppskriftir Jóladagatals 2016

Post by Herra Kristinn »

Takk, var ekki viss hvort þið vilduð að ég setti hana inn en ég er búinn að því núna.

Hlekkjaði og vísaði í gerjun.is líka.
Post Reply