Page 1 of 1

Jóladagatal 2016 - 21.des - jólalegur Pale ale

Posted: 19. Dec 2016 21:23
by Dabby
Ég bruggaði þennan bjór í ágúst og þetta hefur verið aðal drykkjubjórinn hjá mér síðan þá. Tiltölulega hefðbundin pale ale sem varð með meiri karamellukeim en ætlunin var. Því finnst mér hann minna á hefðbundna massaframeidda jóla-lagera hvað karamellukeiminn varðar.

Uppskrift:
10 kg Pale ale
2 kg Vienna
1 kg Special B

72 g Nugget (gamlir) 60 mín
60 g Willamette 15 mín
60 g Willamette 5 mín
60 g Willamette 0 mín
Irish moss 5 mín

Þetta fór í 3 fötur með mismunandi geri, sá í dagatalinu var á Newcastle Dark Ale

OG 1.050
FG 1.000 Meskingin hefur greinilega verið full köld...

Var á gerjunarfötu fram til 27 nóv. Fór þá á kút og svo þaðan á flöskur 29. nóv.

Njótið!