Jóladagatal 2016 - 11.des - Milk Stout

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Jóladagatal 2016 - 11.des - Milk Stout

Post by eddi849 »

Ég skellti í einn mjólkurstát fyrir dagatalið. Ég er ennþá að átta mig á ,,nýju'' græjunum vantar að fá mér hæðarglas. Ég endaði með meiri virt og þar afleiðandi lægra OG. OG-ið átti að vera 1.064 miðað við 40 L en ég fékk ~44 L og 1.060. FG-ið 1.022 og er bjórinn 4,9%, athugið ég notaði Pale malt ekki Maris otter (var ekki til en hefði viljað nota það).

Í meskingu prufaði ég prótein rest í fyrsta skiptið, byrjaði í 52°C í 10-15 mín. Svo hækkaði ég upp í 69°C í 60 mín. Tók síðan mash-out í 10 mín við 76°C. Ég notaði 4g Calcium Chloride í meskivatnið (en ekki í sparge vatnið).

jólabjór.png
Gerið var irish ale frá wyeast.

Með sirka 10 kg af korni í tvöfald lögn (40l) í 57 L potti þá ákvað ég að prufa að batch sparge-a. Það sem ég gerði var að taka allan virtinn úr pottinum eftir meskinguna og setti hann í tunnu, síðan hellti ég öllu sparge vatninu í pottinn þar sem kornið var ennþá og lét það ligga í nokkrar mínútur áður en ég tók kornið upp úr og settið ,,first runnings'' til baka í pottinn.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Post Reply