Jóladagatal 2016, dagur 6 - Spontant sólberja

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Jóladagatal 2016, dagur 6 - Spontant sólberja

Post by æpíei »

Þennan bjór gerði ég ekki sérstaklega fyrir jóladagatalið en setti hann inn vegna forfalla. Þetta er spontant bjór, gerjaður náttúrulega í garðinum heima hjá mér. Það þýðir að eftir meskingu er virti komið fyrir í (tiltölulega) grunnu íláti og sett út í garð yfir nótt eða tvær í þeim tilgangi að fanga náttúrlegt ger. Þetta er aðferð sem munkar í Belgíu hafa nýtt sér í margar aldir, en nú til dags þar sem ger hefur verið einangrað og mjög auðvelt er að nota það er hún mun sjaldgæfari.

Uppskriftin er mjög einföld: 49% pilsner, 49% hveiti og 2% special W, OG ca 1,054. 90 mínútna suða og örlítið af lág alfa humlum í 60 mínútur til að gefa 10 IBU. Gernæring.

Skipti svo virtinum upp í tvær gerjunarfötur, setti net yfir þær og fór með út á pall. Það þarf að gera þetta á ákveðnum árstímum, þegar rétt svif er í loftinu. Besti tíminn er í lok sumars, ca miðjan ágúst fram í september. Eftir 2 sólarhringa var hann tekinn inn, sameinaður í eina gerjnarfötu og hófst þá gerjun innan skamms. Látinn gerjast í nokkrar vikur, svo á secondary í nokkrar enn. Til að bragðbæta hann sett ég í hann góðan slatta af sólberjum í secondary.

Það má segja að þessi bjór sé ekki allra. Málið er að með spontant gerjun þá veistu aldrei hvað þú færð. Þegar þetta er ritað eru liðnir um 16 mánuðir síðan hann var gerður og rúmt ár hefur hann verið á flöskum. Bragðið af sólberjunum er enn mjög yfirþyrmandi en hefur dofnað mikið. Þar undir er flókið bragð sem erfitt er að festa hendur á. Þau ykkar sem hafið fengið þessa flösku í dagatalinu gefið honum séns. Ég er ekki að segja að ykkur muni líka hann, bara vert að hafa í huga að þetta er tilraunabjór og þá er allt leyfilegt, ekki satt? :D
Post Reply